Segir Ísland stunda hvítþvott í svörum til SÞ Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2025 09:49 Grímur segir „skemmtilegt að fá ábendingu frá Íran,“ en jafnvel gagnvart þeim vilji stýrihópurinn fegra myndina sem við blasir á Íslandi. vísir/vilhelm Geðhjálp gerir alvarlegar athugasemdir við svör Íslands við mannréttindaábendingum og spurningum Sameinuðu þjóðanna. Svo virðist sem Ísland fari frjálslega með, til að mynda í svörum við ábendingum íslamska ríkisins Íran og stundi hvítþvott þegar gerð er grein fyrir stöðunni hérlendis. Þetta kemur meðal annars fram á samráðsgátt en þangað hefur Geðhjálp sent inn umsögn. Stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi hefur unnið drög að miðannarskýrslu Íslands vegna allsherjarúttektar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála. Stýrihópurinn hefur sent svör sín inn á samráðsgáttina og Geðhjálp nýtir sér það. (Sjá í tengdum skjölum neðst í greininni.) Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar er ekki par hrifinn af svörum Íslands. Hann nefnir sem dæmi að í svörum framkvæmdavaldsins til Sameinuðu þjóðanna segi til að mynda í fjármálaáætlun: „Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi (bls. 155).“ Óskatexti framkvæmdavaldsins Þetta séu fróm fyrirheit en raunveruleikinn sé sá að dregið hafi úr framlögum til málaflokksins um 3,5 milljarða króna á tímabilinu. „Það sem stendur er óskatexti framkvæmdavaldsins en það hefur ekki nokkur maður tíma til að kafa ofan í þetta. Ég skrifaði grein í Vísi sem hét: Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði. Mannréttindamálin eru þannig líka.“ Grímur segir auðvelt að benda á mannréttindabrot fyrir botni Miðjarðarhafs en svara síðan Íslamska lýðveldinu Íran að hér sé allt tipp topp þegar svo sé svo sannarlega ekki. „Já, skemmtilegt að fá ábendingu frá Íran,“ segir Grímur og má greina kaldhæðni í röddu hans. Hann bendir á að í fyrstu athugasemd umsagnar Geðhjálpar sé bent á lög um réttindi sjúklinga, lög sem framkvæmdavaldið hefur verið að reyna að breyta frá því að umboðsmaður Alþingis sagði við eftirliti á þremur geðdeildum 2019, en þá kom skýrsla hans út: „það skortir lagaheimildir fyrir þeim þvingunaraðgerðum sem voru þar viðhafðar.“ Sjúklingar eru beittir ýmsum þvingunum Grímur segir breytinguna sem reynt hafi verið að ná í gegn heimili þessar aðgerðir. Ekki takmörkun á „beitingu nauðungar“ eins og segi í svarinu. „Lagaheimildir hefur hingað til skort fyrir beitingu þvingana á heilbrigðisstofnunum hér á landi og því væri nærtækast að ætla að þeim væri þar af leiðandi ekki beitt. Reyndin hefur þrátt fyrir það verið sú að sjúklingar eru beittir ýmsum þvingunum og stjórnarskrárvarin réttindi þeirra verið takmörkuð á einn eða annan hátt án þess að fyrir því hafi staðið lagaheimild. Elísabet Gísladóttir lögfræðingur er formaður stýrihópsins.facebook Þykir það varpa ljósi á hversu vandmeðfarið valdið er. Lagt er til að óheimilt verði að beita nauðung í refsiskyni. En hver hefur eftirlit með því að hún verði ekki beitt í þeim tilgangi?“ Grímur spyr í ljósi þess að ekkert eftirlit sé þegar bannað er að beita fólk nauðung og þvingun; hvernig verður þetta þá þegar heimilt verður að beita nauðung og þvingun? Hvítþvottur Íslands gagnvart Íslamska lýðveldinu Íran „Það er ekki verið að styrkja eftirlitsþáttinn neitt,“ segir Grímur og vitnar í svar Geðhjálpar við ábendingu Íslamistanna í Íran: „Þetta svar Íslands er ekki viðunandi eða í samræmi við raunveruleikann. Þrátt fyrir skort á lagaheimildum fyrir þeim inngripum, þvingunum og valdbeitingu sem viðhafðar hafa verið innan deilda og stofnanna þar sem fólk fær þjónustu, þá er þeim beitt daglega.“ Róstursamt hefur verið í Íran og hér má sjá mótmæli við áhrifum leiðtoga Hespollah í febrúar 2025. Í svari við athugasemd írönsku sendiherranefndarinnar stundar íslenski stýrihópurinn hvítþvott, sem Grími þykir magnað.Morteza Nikoubazl/NurPhoto via Getty Images) Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasáttmála er óheimilt að beita einstaklinga nauðung eða takmarka stjórnarskrárvarin réttindi þeirra nema fyrir því standi skýr lagaheimild. Og jafnvel þótt lagaheimild væri til staðar gilda ströng skilyrði um beitingu inngripa gagnvart persónuréttindum er varða líf og frelsi einstaklinga sem búin er sérstök vernd í stjórnarskrá. „Á þetta hefur Geðhjálp bent um langt árabil og mótmælir því að þvingunaraðgerðir og nauðung sem einstaklingar eru beittir daglega á Íslandi séu réttlættar með þeim hætti og í raun hvítþvegnar eins og gert er í þessu svari Íslands til Íslamska lýðveldisins Írans,“ segir Grímur. Tengd skjöl Umsögn_Geðhjálpar_um_Allsherjarúttekt_(2)PDF256KBSækja skjal Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Viðreisn Geðheilbrigði Íran Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Þetta kemur meðal annars fram á samráðsgátt en þangað hefur Geðhjálp sent inn umsögn. Stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi hefur unnið drög að miðannarskýrslu Íslands vegna allsherjarúttektar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála. Stýrihópurinn hefur sent svör sín inn á samráðsgáttina og Geðhjálp nýtir sér það. (Sjá í tengdum skjölum neðst í greininni.) Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar er ekki par hrifinn af svörum Íslands. Hann nefnir sem dæmi að í svörum framkvæmdavaldsins til Sameinuðu þjóðanna segi til að mynda í fjármálaáætlun: „Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi (bls. 155).“ Óskatexti framkvæmdavaldsins Þetta séu fróm fyrirheit en raunveruleikinn sé sá að dregið hafi úr framlögum til málaflokksins um 3,5 milljarða króna á tímabilinu. „Það sem stendur er óskatexti framkvæmdavaldsins en það hefur ekki nokkur maður tíma til að kafa ofan í þetta. Ég skrifaði grein í Vísi sem hét: Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði. Mannréttindamálin eru þannig líka.“ Grímur segir auðvelt að benda á mannréttindabrot fyrir botni Miðjarðarhafs en svara síðan Íslamska lýðveldinu Íran að hér sé allt tipp topp þegar svo sé svo sannarlega ekki. „Já, skemmtilegt að fá ábendingu frá Íran,“ segir Grímur og má greina kaldhæðni í röddu hans. Hann bendir á að í fyrstu athugasemd umsagnar Geðhjálpar sé bent á lög um réttindi sjúklinga, lög sem framkvæmdavaldið hefur verið að reyna að breyta frá því að umboðsmaður Alþingis sagði við eftirliti á þremur geðdeildum 2019, en þá kom skýrsla hans út: „það skortir lagaheimildir fyrir þeim þvingunaraðgerðum sem voru þar viðhafðar.“ Sjúklingar eru beittir ýmsum þvingunum Grímur segir breytinguna sem reynt hafi verið að ná í gegn heimili þessar aðgerðir. Ekki takmörkun á „beitingu nauðungar“ eins og segi í svarinu. „Lagaheimildir hefur hingað til skort fyrir beitingu þvingana á heilbrigðisstofnunum hér á landi og því væri nærtækast að ætla að þeim væri þar af leiðandi ekki beitt. Reyndin hefur þrátt fyrir það verið sú að sjúklingar eru beittir ýmsum þvingunum og stjórnarskrárvarin réttindi þeirra verið takmörkuð á einn eða annan hátt án þess að fyrir því hafi staðið lagaheimild. Elísabet Gísladóttir lögfræðingur er formaður stýrihópsins.facebook Þykir það varpa ljósi á hversu vandmeðfarið valdið er. Lagt er til að óheimilt verði að beita nauðung í refsiskyni. En hver hefur eftirlit með því að hún verði ekki beitt í þeim tilgangi?“ Grímur spyr í ljósi þess að ekkert eftirlit sé þegar bannað er að beita fólk nauðung og þvingun; hvernig verður þetta þá þegar heimilt verður að beita nauðung og þvingun? Hvítþvottur Íslands gagnvart Íslamska lýðveldinu Íran „Það er ekki verið að styrkja eftirlitsþáttinn neitt,“ segir Grímur og vitnar í svar Geðhjálpar við ábendingu Íslamistanna í Íran: „Þetta svar Íslands er ekki viðunandi eða í samræmi við raunveruleikann. Þrátt fyrir skort á lagaheimildum fyrir þeim inngripum, þvingunum og valdbeitingu sem viðhafðar hafa verið innan deilda og stofnanna þar sem fólk fær þjónustu, þá er þeim beitt daglega.“ Róstursamt hefur verið í Íran og hér má sjá mótmæli við áhrifum leiðtoga Hespollah í febrúar 2025. Í svari við athugasemd írönsku sendiherranefndarinnar stundar íslenski stýrihópurinn hvítþvott, sem Grími þykir magnað.Morteza Nikoubazl/NurPhoto via Getty Images) Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasáttmála er óheimilt að beita einstaklinga nauðung eða takmarka stjórnarskrárvarin réttindi þeirra nema fyrir því standi skýr lagaheimild. Og jafnvel þótt lagaheimild væri til staðar gilda ströng skilyrði um beitingu inngripa gagnvart persónuréttindum er varða líf og frelsi einstaklinga sem búin er sérstök vernd í stjórnarskrá. „Á þetta hefur Geðhjálp bent um langt árabil og mótmælir því að þvingunaraðgerðir og nauðung sem einstaklingar eru beittir daglega á Íslandi séu réttlættar með þeim hætti og í raun hvítþvegnar eins og gert er í þessu svari Íslands til Íslamska lýðveldisins Írans,“ segir Grímur. Tengd skjöl Umsögn_Geðhjálpar_um_Allsherjarúttekt_(2)PDF256KBSækja skjal
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Viðreisn Geðheilbrigði Íran Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira