„Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2025 14:31 Dean Huijsen og Florentino Perez sáttir á svip eftir undirritun samningsins. real madrid Dean Huijsen hefur gengið frá félagaskiptum frá Bournemouth á Englandi til Real Madrid á Spáni, sem hann segist hafa dreymt um að spila fyrir síðan í æsku. Önnur lið, eins og Liverpool, Chelsea, Arsenal og Bayern Munchen, vöktu ekki áhuga. Real Madrid gekk frá fimmtíu milljóna punda kaupunum fyrir nokkru síðan en félagaskiptin voru ekki fest formlega fyrr en í dag, á lokadegi fyrri félagaskiptaglugga sumarsins. Huijsen gerir fimm ára samning við félagið og verður löglegur á HM félagsliða sem hefst næsta sunnudag. Hann mætti með fjölskyldu sinni í höfuðstöðvar Real Madrid í morgun, gekkst undir læknisskoðun, skrifaði undir og var kynntur sem nýr leikmaður liðsins. 🔢 Our new No.24!🌟 @DHuijsen#WelcomeHuijsen pic.twitter.com/MmPyb4hphr— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) June 10, 2025 Í kynningarmyndbandi Real Madrid hér að ofan var birt mynd af Huijsen úr barnæsku þar sem hann sást klæðast treyju liðsins. Hann hefur lengi verið aðdáandi og greindi frá því eftir að samningurinn var undirritaður að hann hefði ekki litið við neinu öðru liði. „Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið… Real Madrid hefur alltaf verið mitt uppáhaldslið“ sagði Huijsen sem fer á fyrstu æfinguna með liðinu á morgun. Foreldrar hans eru hollenskir og Huijsen fæddist þar í landi en flutti til Spánar ungur að árum og kaus að spila með spænska landsliðinu frekar en því hollenska. Huijsen ólst upp með Xabi Alonso í spænska landsliðinu. real madrid Hann hefur áður sagt að Sergio Ramos sé sín helsta fótboltahetja og hefur rætt við hann eftir að skiptin til Real Madrid voru staðfest. Sömuleiðis hefur Huijsen miklar mætur á Xabi Alonso, nýráðnum þjálfara Real Madrid og fyrrum landsliðsmanni Spánar. „Við höfum talað aðeins saman, um hvers hann ætlast af mér. Ég held að við eigum frábær ár framundan. Ég fell vel að hans hugmyndum og fótbolta. Hlakka til að leggja mitt af mörkum til liðsins og mun gera hvað sem ég get til að hjálpa“ sagði Huijsen einnig. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira
Real Madrid gekk frá fimmtíu milljóna punda kaupunum fyrir nokkru síðan en félagaskiptin voru ekki fest formlega fyrr en í dag, á lokadegi fyrri félagaskiptaglugga sumarsins. Huijsen gerir fimm ára samning við félagið og verður löglegur á HM félagsliða sem hefst næsta sunnudag. Hann mætti með fjölskyldu sinni í höfuðstöðvar Real Madrid í morgun, gekkst undir læknisskoðun, skrifaði undir og var kynntur sem nýr leikmaður liðsins. 🔢 Our new No.24!🌟 @DHuijsen#WelcomeHuijsen pic.twitter.com/MmPyb4hphr— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) June 10, 2025 Í kynningarmyndbandi Real Madrid hér að ofan var birt mynd af Huijsen úr barnæsku þar sem hann sást klæðast treyju liðsins. Hann hefur lengi verið aðdáandi og greindi frá því eftir að samningurinn var undirritaður að hann hefði ekki litið við neinu öðru liði. „Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið… Real Madrid hefur alltaf verið mitt uppáhaldslið“ sagði Huijsen sem fer á fyrstu æfinguna með liðinu á morgun. Foreldrar hans eru hollenskir og Huijsen fæddist þar í landi en flutti til Spánar ungur að árum og kaus að spila með spænska landsliðinu frekar en því hollenska. Huijsen ólst upp með Xabi Alonso í spænska landsliðinu. real madrid Hann hefur áður sagt að Sergio Ramos sé sín helsta fótboltahetja og hefur rætt við hann eftir að skiptin til Real Madrid voru staðfest. Sömuleiðis hefur Huijsen miklar mætur á Xabi Alonso, nýráðnum þjálfara Real Madrid og fyrrum landsliðsmanni Spánar. „Við höfum talað aðeins saman, um hvers hann ætlast af mér. Ég held að við eigum frábær ár framundan. Ég fell vel að hans hugmyndum og fótbolta. Hlakka til að leggja mitt af mörkum til liðsins og mun gera hvað sem ég get til að hjálpa“ sagði Huijsen einnig.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira