„Ertu kannski Íslendingur?“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 10:55 Systurmálin danska og íslenska eru jú ekki harla ólík og leggi Danir það á sig geta þeir alveg skilið hið ástkæra, ylhýra. Skjáskot Keppandi í danska skemmtiþættinum Stormester fékk það verkefni að skilja íslensku. Bundið er fyrir augun á honum og honum gert að hlýða fyrirmælum íslensks stráks að nafni Óskars og það er túlkunaratriði hversu vel honum gengur við að skilja málið ylhýra. Um er að ræða misheppinn keppanda í skemmtiþættinum Stormester á TV2. Þátturinn er dönsk stæling á breska skemmtiþættinum sívinsæla Taskmaster þar sem keppendur eru látnir leysa fáránlegar og skemmtilegar þrautir fyrir stig og til að skemmta áhorfendum. „En aflagt økse?“ Meðal þess sem keppandinn er látinn gera er að henda öðrum af skónum sínum upp á þak á gömlu húsi í dönskum sveitarstíl. Það vefst hins vegar fyrir honum hvað íslenska orðið henda er líkt danska orðinu hente sem þýðir að sækja og er komið af orðinu að heimta í því fornmáli sem Íslendingar og Danir eiga sameiginlegt. „Ég á að sækja skó?“ spyr hann og hinn íslenski Óskar bregst við með hikhljóðum eins og til að gefa til kynna að hann sé ekki alveg á réttri slóð. @tv2playdk "Jeg troede, da jeg bad om en islænding, at det ville være en hest" 🐴🤷🏻 #Stormester ♬ original sound - TV 2 Play Loks áttar keppandinn sig á því að hann eigi ekki að sækja eitt né neitt heldur henda því og fleygir skó sínum upp á þakið, eða næstum því. Hann drífur nefnilega ekki alveg. Því næst biður Óskar hann um að leggja höfuðið í bleyti eða hugsa. Þetta nær Daninn ekki alveg vegna þess að hugsa svarar jú til hins danska at huske sem þýðir að muna. Daninn heyrir hins vegar ekkert annað en økse, öxi og spyr Óskar hvort hann sé beðinn um að gera eitthvað við notaða öxi. Laumu-Íslendingur Þegar hingað er komið er Daninn kominn á lagið og er farinn að skilja íslensku ágætlega, enda eru þessi systurmál ekki svo ólík hvort öðru. Þetta fer heldur ekki fram hjá Óskari sem spyr Danann hvort hann sé kannski Íslendingur í laumi. Næsta þraut felur í sér að draga ruslatunnu út á stétt og árangurinn í öríslenskukennslunni sést grannt í myndbandinu. Bíó og sjónvarp Danmörk Íslensk tunga Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Um er að ræða misheppinn keppanda í skemmtiþættinum Stormester á TV2. Þátturinn er dönsk stæling á breska skemmtiþættinum sívinsæla Taskmaster þar sem keppendur eru látnir leysa fáránlegar og skemmtilegar þrautir fyrir stig og til að skemmta áhorfendum. „En aflagt økse?“ Meðal þess sem keppandinn er látinn gera er að henda öðrum af skónum sínum upp á þak á gömlu húsi í dönskum sveitarstíl. Það vefst hins vegar fyrir honum hvað íslenska orðið henda er líkt danska orðinu hente sem þýðir að sækja og er komið af orðinu að heimta í því fornmáli sem Íslendingar og Danir eiga sameiginlegt. „Ég á að sækja skó?“ spyr hann og hinn íslenski Óskar bregst við með hikhljóðum eins og til að gefa til kynna að hann sé ekki alveg á réttri slóð. @tv2playdk "Jeg troede, da jeg bad om en islænding, at det ville være en hest" 🐴🤷🏻 #Stormester ♬ original sound - TV 2 Play Loks áttar keppandinn sig á því að hann eigi ekki að sækja eitt né neitt heldur henda því og fleygir skó sínum upp á þakið, eða næstum því. Hann drífur nefnilega ekki alveg. Því næst biður Óskar hann um að leggja höfuðið í bleyti eða hugsa. Þetta nær Daninn ekki alveg vegna þess að hugsa svarar jú til hins danska at huske sem þýðir að muna. Daninn heyrir hins vegar ekkert annað en økse, öxi og spyr Óskar hvort hann sé beðinn um að gera eitthvað við notaða öxi. Laumu-Íslendingur Þegar hingað er komið er Daninn kominn á lagið og er farinn að skilja íslensku ágætlega, enda eru þessi systurmál ekki svo ólík hvort öðru. Þetta fer heldur ekki fram hjá Óskari sem spyr Danann hvort hann sé kannski Íslendingur í laumi. Næsta þraut felur í sér að draga ruslatunnu út á stétt og árangurinn í öríslenskukennslunni sést grannt í myndbandinu.
Bíó og sjónvarp Danmörk Íslensk tunga Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira