„Ertu kannski Íslendingur?“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 10:55 Systurmálin danska og íslenska eru jú ekki harla ólík og leggi Danir það á sig geta þeir alveg skilið hið ástkæra, ylhýra. Skjáskot Keppandi í danska skemmtiþættinum Stormester fékk það verkefni að skilja íslensku. Bundið er fyrir augun á honum og honum gert að hlýða fyrirmælum íslensks stráks að nafni Óskars og það er túlkunaratriði hversu vel honum gengur við að skilja málið ylhýra. Um er að ræða misheppinn keppanda í skemmtiþættinum Stormester á TV2. Þátturinn er dönsk stæling á breska skemmtiþættinum sívinsæla Taskmaster þar sem keppendur eru látnir leysa fáránlegar og skemmtilegar þrautir fyrir stig og til að skemmta áhorfendum. „En aflagt økse?“ Meðal þess sem keppandinn er látinn gera er að henda öðrum af skónum sínum upp á þak á gömlu húsi í dönskum sveitarstíl. Það vefst hins vegar fyrir honum hvað íslenska orðið henda er líkt danska orðinu hente sem þýðir að sækja og er komið af orðinu að heimta í því fornmáli sem Íslendingar og Danir eiga sameiginlegt. „Ég á að sækja skó?“ spyr hann og hinn íslenski Óskar bregst við með hikhljóðum eins og til að gefa til kynna að hann sé ekki alveg á réttri slóð. @tv2playdk "Jeg troede, da jeg bad om en islænding, at det ville være en hest" 🐴🤷🏻 #Stormester ♬ original sound - TV 2 Play Loks áttar keppandinn sig á því að hann eigi ekki að sækja eitt né neitt heldur henda því og fleygir skó sínum upp á þakið, eða næstum því. Hann drífur nefnilega ekki alveg. Því næst biður Óskar hann um að leggja höfuðið í bleyti eða hugsa. Þetta nær Daninn ekki alveg vegna þess að hugsa svarar jú til hins danska at huske sem þýðir að muna. Daninn heyrir hins vegar ekkert annað en økse, öxi og spyr Óskar hvort hann sé beðinn um að gera eitthvað við notaða öxi. Laumu-Íslendingur Þegar hingað er komið er Daninn kominn á lagið og er farinn að skilja íslensku ágætlega, enda eru þessi systurmál ekki svo ólík hvort öðru. Þetta fer heldur ekki fram hjá Óskari sem spyr Danann hvort hann sé kannski Íslendingur í laumi. Næsta þraut felur í sér að draga ruslatunnu út á stétt og árangurinn í öríslenskukennslunni sést grannt í myndbandinu. Bíó og sjónvarp Danmörk Íslensk tunga Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Um er að ræða misheppinn keppanda í skemmtiþættinum Stormester á TV2. Þátturinn er dönsk stæling á breska skemmtiþættinum sívinsæla Taskmaster þar sem keppendur eru látnir leysa fáránlegar og skemmtilegar þrautir fyrir stig og til að skemmta áhorfendum. „En aflagt økse?“ Meðal þess sem keppandinn er látinn gera er að henda öðrum af skónum sínum upp á þak á gömlu húsi í dönskum sveitarstíl. Það vefst hins vegar fyrir honum hvað íslenska orðið henda er líkt danska orðinu hente sem þýðir að sækja og er komið af orðinu að heimta í því fornmáli sem Íslendingar og Danir eiga sameiginlegt. „Ég á að sækja skó?“ spyr hann og hinn íslenski Óskar bregst við með hikhljóðum eins og til að gefa til kynna að hann sé ekki alveg á réttri slóð. @tv2playdk "Jeg troede, da jeg bad om en islænding, at det ville være en hest" 🐴🤷🏻 #Stormester ♬ original sound - TV 2 Play Loks áttar keppandinn sig á því að hann eigi ekki að sækja eitt né neitt heldur henda því og fleygir skó sínum upp á þakið, eða næstum því. Hann drífur nefnilega ekki alveg. Því næst biður Óskar hann um að leggja höfuðið í bleyti eða hugsa. Þetta nær Daninn ekki alveg vegna þess að hugsa svarar jú til hins danska at huske sem þýðir að muna. Daninn heyrir hins vegar ekkert annað en økse, öxi og spyr Óskar hvort hann sé beðinn um að gera eitthvað við notaða öxi. Laumu-Íslendingur Þegar hingað er komið er Daninn kominn á lagið og er farinn að skilja íslensku ágætlega, enda eru þessi systurmál ekki svo ólík hvort öðru. Þetta fer heldur ekki fram hjá Óskari sem spyr Danann hvort hann sé kannski Íslendingur í laumi. Næsta þraut felur í sér að draga ruslatunnu út á stétt og árangurinn í öríslenskukennslunni sést grannt í myndbandinu.
Bíó og sjónvarp Danmörk Íslensk tunga Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira