Rosengård tapaði 1-0 á útivelli á móti AIK.
Guðrún Arnardóttir er fyrirliði Rosengård og Ísabella Sara Tryggvadóttir er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. Þær voru báðar í byrjunarliðinu.
Rosengård spilaði tíu á móti ellefu í 28 mínútur en Emma Jansson fékk á sig víti og var rekinn í sturtu líka.
AIK skoraði sigurmarkið sitt úr vítaspyrnunni en það skoraði Adelisa Grabus.
Rosengård hefur aðeins unnið fjóra af tíu deildarleikjum sínum og situr í áttunda sæti. AiK er í sjötta sæti.