Yfirfara þurfi öryggismál við Brúará Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 13:01 Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Vísir/Vilhelm Erlendur ferðamaður, kona á fertugsaldri, sem féll í Brúará í gær var úrskurðuð látin á vettvangi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará á aðeins nokkrum árum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir þetta mikið áhyggjuefni, mikilvægt sé að yfirfara öryggismál við ána sem sé á landi í einkaeigu. Tilkynning barst lögreglu um slysið korter yfir fjögur og voru björgunarsveitir auk þyrlu Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Slysið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará undanfarin ár en árið 2022 lést kanadískur ríkisborgari eftir að hafa komið syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána og í fyrra lést Katari um þrítugt sem var á ferðalagi um landið með fjölskyldu sinni. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir fjöldi slysa við ána mikið áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni og þetta er sorglegt. Það eru náttúrulega margir staðir í íslenskri náttúru sem eru hættulegir og það þarf að sýna varúð og þetta er klárlega einn af þeim. Það þarf bara að skoða hvort það sé hægt að setja upp einhverjar merkingar eða gera það þannig að fólk átti sig á því hver hættan er.“ Að sögn Ástu er landið þar sem slysið varð í einkaeigu. „En samkvæmt náttúruverndarlögum er öllum heimild för meðfram ám og vötnum þannig landeigendur hafa ósköp lítið um það að segja ef einhver staður kemst á kortið ef svo má segja, þá mega allir fara þar um og lítið hægt að sporna við því, en það þarf að skoða hvað er hægt að gera og það þurfa allir að taka höndum saman um að reyna að tryggja öryggi fólks sem best.“ Bent er á í Facebook hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að ferðamenn séu gjarnir á að umgangast ána af léttúð og hafa þar meðal annars birst myndskeið af ferðafólki að vaða í ánni en umrætt myndskeið er frá því í byrjun maí. View this post on Instagram A post shared by Jewells Chambers | All Things Iceland (@allthingsiceland) Ásta segir ljóst að svæðið sé mjög varasamt. „Þessi á er mjög fjölbreytileg, það er mikill straumur sumsstaðar og mikil yfirköst og annars staðar er hún mjög breið og lygn eins og við sjálfan Brúarfoss og fólk freistast alltaf til að fara aðeins lengra eða gera eitthvað aðeins meira, þannig það þurfa allir að sýna varkárni og sérstaklega í aðstæðum sem fólk þekkir ekki.“ Bláskógabyggð Lögreglumál Slysavarnir Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Tilkynning barst lögreglu um slysið korter yfir fjögur og voru björgunarsveitir auk þyrlu Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Slysið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará undanfarin ár en árið 2022 lést kanadískur ríkisborgari eftir að hafa komið syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána og í fyrra lést Katari um þrítugt sem var á ferðalagi um landið með fjölskyldu sinni. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir fjöldi slysa við ána mikið áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni og þetta er sorglegt. Það eru náttúrulega margir staðir í íslenskri náttúru sem eru hættulegir og það þarf að sýna varúð og þetta er klárlega einn af þeim. Það þarf bara að skoða hvort það sé hægt að setja upp einhverjar merkingar eða gera það þannig að fólk átti sig á því hver hættan er.“ Að sögn Ástu er landið þar sem slysið varð í einkaeigu. „En samkvæmt náttúruverndarlögum er öllum heimild för meðfram ám og vötnum þannig landeigendur hafa ósköp lítið um það að segja ef einhver staður kemst á kortið ef svo má segja, þá mega allir fara þar um og lítið hægt að sporna við því, en það þarf að skoða hvað er hægt að gera og það þurfa allir að taka höndum saman um að reyna að tryggja öryggi fólks sem best.“ Bent er á í Facebook hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að ferðamenn séu gjarnir á að umgangast ána af léttúð og hafa þar meðal annars birst myndskeið af ferðafólki að vaða í ánni en umrætt myndskeið er frá því í byrjun maí. View this post on Instagram A post shared by Jewells Chambers | All Things Iceland (@allthingsiceland) Ásta segir ljóst að svæðið sé mjög varasamt. „Þessi á er mjög fjölbreytileg, það er mikill straumur sumsstaðar og mikil yfirköst og annars staðar er hún mjög breið og lygn eins og við sjálfan Brúarfoss og fólk freistast alltaf til að fara aðeins lengra eða gera eitthvað aðeins meira, þannig það þurfa allir að sýna varkárni og sérstaklega í aðstæðum sem fólk þekkir ekki.“
Bláskógabyggð Lögreglumál Slysavarnir Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira