Hressar og skemmtilegar systur með geitur á Geysi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2025 20:06 Systurnar á Geysi í Haukadal í Bláskógabyggð, sem elska geiturnar sínar út af lífinu enda eru þær duglegar að sinna þeim og leika sér við þær. Þetta eru þær frá vinstri, Antonía Elín, Emelía Ísold og Saga Natalía. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það skemmtilegasta, sem þrjár systur á Geysi í Haukadal í Bláskógabyggð gera er að leika við geiturnar í garðinum heima hjá sér og leyfa þeim að snusast í kringum sig. Geiturnar elska að éta laufblöð úr lófa systranna og að hoppa og skoppa í kringum þær. Því fólki fjölgar alltaf og fjölgar, sem ákveður að fá sér geitur, sem einhverskonar gæludýr til að leika sér við og hugsa um. Á heimili á Geysi út í garði við fallega á eru þrjár geitur, sem systurnar þrjár á heimilinu elska að leika sér við, knúsa og spjalla við í tíma og ótíma. Geiturnar heita Loki frægi, Lúna og Lukka. Foreldrar systranna eru þau Elín Svava Thoroddsen og Sigurður Másson. „Þær eru svo fyndnar og þeim finnst svo gaman að vera með fólki og svo hoppa þær upp þegar maður er að gefa þeim,“ segir Saga Natalía Thoroddsen Sigurðardóttir 13 ára, sem segist vera harðákveðin í því að verða geitabóndi. Hvað segið þið, hvað er skemmtilegast við geiturnar? Þær eru svo félagsríkar og þær eru svo skemmtilegar og fyndnar. Þær hoppa á mann og þær hoppa mikið í hring og eitthvað þannig,“ segir Emilía Ísold Thoroddsen Sigurðardóttir, 11 ára. Og þið eruð duglegar að leika við geiturnar? „Já, þær eru svo skemmtilegar,“ segir Antonía Elín Thoroddsen Sigurðardóttir, 9 ára. Geiturnar hafa mjög gaman af því að leika sér við systurnar þrjár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stelpurnar segja að stundum hafi geiturnar sloppið út úr girðingunni sinni og rölt sér á Geysissvæðið þar sem allir ferðamennirnir eru og þá sé kátt á hjalla, allir vilji klappa og knúsa geiturnar þeirra. Antonía Elín með mömmu sinni, Elínu Svövu og einni geitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað éta geiturnar aðallega hjá systrunum? „Lauf, gras, hey og trjágreinar, það er í mestu uppáhaldi hjá þeim“, segir Saga Natalía. Hótel Geysir er skammt frá heimili fjölskyldunnar og hefur það stundum gerst að geiturnar hafi sloppið úr girðingunni sinni og heilsað upp á gesti hótelsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Því fólki fjölgar alltaf og fjölgar, sem ákveður að fá sér geitur, sem einhverskonar gæludýr til að leika sér við og hugsa um. Á heimili á Geysi út í garði við fallega á eru þrjár geitur, sem systurnar þrjár á heimilinu elska að leika sér við, knúsa og spjalla við í tíma og ótíma. Geiturnar heita Loki frægi, Lúna og Lukka. Foreldrar systranna eru þau Elín Svava Thoroddsen og Sigurður Másson. „Þær eru svo fyndnar og þeim finnst svo gaman að vera með fólki og svo hoppa þær upp þegar maður er að gefa þeim,“ segir Saga Natalía Thoroddsen Sigurðardóttir 13 ára, sem segist vera harðákveðin í því að verða geitabóndi. Hvað segið þið, hvað er skemmtilegast við geiturnar? Þær eru svo félagsríkar og þær eru svo skemmtilegar og fyndnar. Þær hoppa á mann og þær hoppa mikið í hring og eitthvað þannig,“ segir Emilía Ísold Thoroddsen Sigurðardóttir, 11 ára. Og þið eruð duglegar að leika við geiturnar? „Já, þær eru svo skemmtilegar,“ segir Antonía Elín Thoroddsen Sigurðardóttir, 9 ára. Geiturnar hafa mjög gaman af því að leika sér við systurnar þrjár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stelpurnar segja að stundum hafi geiturnar sloppið út úr girðingunni sinni og rölt sér á Geysissvæðið þar sem allir ferðamennirnir eru og þá sé kátt á hjalla, allir vilji klappa og knúsa geiturnar þeirra. Antonía Elín með mömmu sinni, Elínu Svövu og einni geitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað éta geiturnar aðallega hjá systrunum? „Lauf, gras, hey og trjágreinar, það er í mestu uppáhaldi hjá þeim“, segir Saga Natalía. Hótel Geysir er skammt frá heimili fjölskyldunnar og hefur það stundum gerst að geiturnar hafi sloppið úr girðingunni sinni og heilsað upp á gesti hótelsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira