Nýtt slagorð Ísland Duty Free: „Ég er á leiðinni“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. júní 2025 22:02 Víðast hvar má sjá tómar hillur og samskonar skilti í fríhafnarverslun komufarþega. Vísir Tómar hillur blasa við komufarþegum Leifsstöðvar og virðist frasinn „I'm on my way“ eða „Ég er á leiðinni“ standa á öðru hverju skilti. Framkvæmdastjórinn segir að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið. Þýska fyrirtækið Heinemann tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí. Í tilkynningu frá eigendum segir að aukin áhersla verði lögð á íslensk vörumerki. Í kjölfar breytinganna sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, að Heinemann hefði krafið íslenska framleiðendur um að lækka verð sín verulega. Framleiðendurnir þurfi að lækka verðin vilji þeir að vörur sínar standi enn til boða í verslunum fríhafnarinnar. Einhverjar hillur standa tómar.Vísir Ástæða verðlækkananna væri ekki til að lækka verð neytenda heldur til að auka hagnað Heinemann að sögn Ólafs. Sjá nánar: Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Hér hefur flöskum verið raðað í eina röð fremst í hillurnar svo ekki líti út fyrir að hillan sé tóm.Vísir Á ljósmyndum sem teknar voru á fimmtudagsmorgun í verslun komufarþega má sjá að þónokkrar hillur stóðu hálftómar. Það á ekki einungis við um áfengishillurnar heldur einnig hillur fyrir sælgæti. Þá greindi mbl frá því um helgina að ekkert hvítvín væri til sölu í versluninni. „Eins og áður hefur komið fram þá höfum við á síðustu dögum verið að leysa ákveðin birgða- og flutningsvandamál sem við höfum staðið frammi fyrir. Það hefur falið í sér skammtímaskort í einstaka vöruflokkum á miklum álagstímum,“ er haft eftir Frank Hansen, framkvæmdastjóra Ísland Duty Free, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Ekki er einungis skortur á áfengi heldur eru sælgætishillurnar einnig hálftómar.Vísir „Við höfum unnið hörðum höndum að því að leysa þessi mál.“ Ástæða neftóbaksskortsins á reiki Greint var frá fyrr í vikunni að ekkert neftóbak væri til sölu í Leifsstöð. Í svari frá Hansen sagði hann að skorturinn væri vegna flutnings- og aðfangamála sem hafði þá þegar verið leyst. Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR sem framleiðir íslenska tóbakið, sagði hins vegar að ekkert vandamál hafi verið í framleiðslukeðjunni. Heinemann hafi verið að biðja um afslætti. Svona var hillan sem ætluð er fyrir nikótínvörur fyrr í vikunni.Vísir „Við erum einfaldlega ekkert í afsláttarbransanum,“ sagði Sveinn Víkingur. Í svari Hansen segist hann ekki geta tjáð sig um samskipti við einstaka viðskiptamenn. Vert er að segja frá því að íslenska tóbakið stendur nú aftur til boða fyrir þá sem hyggjast yfirgefa Ísland. Þá má einnig taka fram að stjórn Isavia tók þá ákvörðun árið 2023 að öll skilti á flugvellinum ættu að vera fyrst á íslensku, svo á ensku. Sú breyting tók gildi árslok 2024 en skilti Heinemann eru þó enn á ensku líkt og sést á fyrstu mynd. Keflavíkurflugvöllur Áfengi Nikótínpúðar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Þýska fyrirtækið Heinemann tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí. Í tilkynningu frá eigendum segir að aukin áhersla verði lögð á íslensk vörumerki. Í kjölfar breytinganna sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, að Heinemann hefði krafið íslenska framleiðendur um að lækka verð sín verulega. Framleiðendurnir þurfi að lækka verðin vilji þeir að vörur sínar standi enn til boða í verslunum fríhafnarinnar. Einhverjar hillur standa tómar.Vísir Ástæða verðlækkananna væri ekki til að lækka verð neytenda heldur til að auka hagnað Heinemann að sögn Ólafs. Sjá nánar: Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Hér hefur flöskum verið raðað í eina röð fremst í hillurnar svo ekki líti út fyrir að hillan sé tóm.Vísir Á ljósmyndum sem teknar voru á fimmtudagsmorgun í verslun komufarþega má sjá að þónokkrar hillur stóðu hálftómar. Það á ekki einungis við um áfengishillurnar heldur einnig hillur fyrir sælgæti. Þá greindi mbl frá því um helgina að ekkert hvítvín væri til sölu í versluninni. „Eins og áður hefur komið fram þá höfum við á síðustu dögum verið að leysa ákveðin birgða- og flutningsvandamál sem við höfum staðið frammi fyrir. Það hefur falið í sér skammtímaskort í einstaka vöruflokkum á miklum álagstímum,“ er haft eftir Frank Hansen, framkvæmdastjóra Ísland Duty Free, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Ekki er einungis skortur á áfengi heldur eru sælgætishillurnar einnig hálftómar.Vísir „Við höfum unnið hörðum höndum að því að leysa þessi mál.“ Ástæða neftóbaksskortsins á reiki Greint var frá fyrr í vikunni að ekkert neftóbak væri til sölu í Leifsstöð. Í svari frá Hansen sagði hann að skorturinn væri vegna flutnings- og aðfangamála sem hafði þá þegar verið leyst. Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR sem framleiðir íslenska tóbakið, sagði hins vegar að ekkert vandamál hafi verið í framleiðslukeðjunni. Heinemann hafi verið að biðja um afslætti. Svona var hillan sem ætluð er fyrir nikótínvörur fyrr í vikunni.Vísir „Við erum einfaldlega ekkert í afsláttarbransanum,“ sagði Sveinn Víkingur. Í svari Hansen segist hann ekki geta tjáð sig um samskipti við einstaka viðskiptamenn. Vert er að segja frá því að íslenska tóbakið stendur nú aftur til boða fyrir þá sem hyggjast yfirgefa Ísland. Þá má einnig taka fram að stjórn Isavia tók þá ákvörðun árið 2023 að öll skilti á flugvellinum ættu að vera fyrst á íslensku, svo á ensku. Sú breyting tók gildi árslok 2024 en skilti Heinemann eru þó enn á ensku líkt og sést á fyrstu mynd.
Keflavíkurflugvöllur Áfengi Nikótínpúðar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira