Íslenska verður á undan ensku á Keflavíkurflugvelli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2023 10:12 Upplýsingaskilti á flugvellinum hafa haft ensku í fyrrirrúmi síðan árið 2016. Vísir/Vilhelm Stjórn Isavia hefur tekið ákvörðun um að íslenskan verði á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum fyrir árslok 2024. Í tilefni af Degi íslensrar tungu hefur verið hleypt af stokkunum átakinu Höldum íslenskunni á lofti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur fram að átakið miði að því að íslenska verði sýnilegri og mikilvægur þáttur í upplifun gesta flugvallarins. „Á Keflavíkurflugvelli er ávallt lögð áhersla á einstaka íslenska upplifun með því að skapa tengingar við íslenska náttúru, menningu og samfélag. Aukinn sýnileiki og áhersla á íslenska tungu á flugvellinum og miðlum hans er markmið átaksins Höldum íslenskunni á lofti,“ segir í tilkynningunni. Þá verði hinar ýmsu hliðar íslenskunnar strax sýnilegar í flugstöðinni. Til að mynda muni gömul íslensk heiti á erlendum borgum, eins og Nýja-Jórvík, Málmhaugar og Meilansborg, ganga í endurnýjun lífdaga með áhugaverðum hætti. „Hluti af þessu átaki verður að setja íslenskuna á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum flugvallarins sem stjórn Isavia hefur ákveðið að gert verði fyrir árslok 2024. Skiltin eru lykilþáttur í því að hjálpa gestum að komast leiðar sinnar og tryggja gott flæði.“ Isavia hefur hafið nýtt átak. Við breytinguna sé því einnig mikilvægt að huga að gestum flugvallarins sem ekki skilja íslensku. Til að tryggja samræmi á milli skilta og koma í veg fyrir misskilning er nauðsynlegt að öllum skiltum sé breytt í einu. Breytingarnar kalla því á vandaðan undirbúning og skipulag og er sú vinna þegar hafin, að því er segir í tilkynningunni. „Við erum stolt af íslenskri tungu og viljum halda henni á lofti. Hún er eitt okkar helsta einkenni og það sem sameinar okkur landsmenn – hvar sem við erum stödd í heiminum. Íslenskan er líka eitt af því sem vekur áhuga annarra þjóða á Íslandi, hvort sem það eru bókmenntirnar okkar, tónlistin eða örnefni sem enginn getur borið fram nema við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður Isavia. „Þess vegna viljum við halda íslenskunni á lofti á Keflavíkurflugvelli, taka þátt í því að standa vörð um tungumálið og kynna það fyrir gestum okkar með áhugaverðum og upplýsandi hætti. Vinnan við herferðina og breytingarnar í flugstöðinni hefur staðið yfir í nokkurn tíma og nú liggur fyrir hvenær breytingu á leiðakerfinu okkar verður lokið þannig að íslenskan fái sinn rétta sess á sama tíma og allir okkar farþegar komist rétta leið.“ Íslensk tunga Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur fram að átakið miði að því að íslenska verði sýnilegri og mikilvægur þáttur í upplifun gesta flugvallarins. „Á Keflavíkurflugvelli er ávallt lögð áhersla á einstaka íslenska upplifun með því að skapa tengingar við íslenska náttúru, menningu og samfélag. Aukinn sýnileiki og áhersla á íslenska tungu á flugvellinum og miðlum hans er markmið átaksins Höldum íslenskunni á lofti,“ segir í tilkynningunni. Þá verði hinar ýmsu hliðar íslenskunnar strax sýnilegar í flugstöðinni. Til að mynda muni gömul íslensk heiti á erlendum borgum, eins og Nýja-Jórvík, Málmhaugar og Meilansborg, ganga í endurnýjun lífdaga með áhugaverðum hætti. „Hluti af þessu átaki verður að setja íslenskuna á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum flugvallarins sem stjórn Isavia hefur ákveðið að gert verði fyrir árslok 2024. Skiltin eru lykilþáttur í því að hjálpa gestum að komast leiðar sinnar og tryggja gott flæði.“ Isavia hefur hafið nýtt átak. Við breytinguna sé því einnig mikilvægt að huga að gestum flugvallarins sem ekki skilja íslensku. Til að tryggja samræmi á milli skilta og koma í veg fyrir misskilning er nauðsynlegt að öllum skiltum sé breytt í einu. Breytingarnar kalla því á vandaðan undirbúning og skipulag og er sú vinna þegar hafin, að því er segir í tilkynningunni. „Við erum stolt af íslenskri tungu og viljum halda henni á lofti. Hún er eitt okkar helsta einkenni og það sem sameinar okkur landsmenn – hvar sem við erum stödd í heiminum. Íslenskan er líka eitt af því sem vekur áhuga annarra þjóða á Íslandi, hvort sem það eru bókmenntirnar okkar, tónlistin eða örnefni sem enginn getur borið fram nema við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður Isavia. „Þess vegna viljum við halda íslenskunni á lofti á Keflavíkurflugvelli, taka þátt í því að standa vörð um tungumálið og kynna það fyrir gestum okkar með áhugaverðum og upplýsandi hætti. Vinnan við herferðina og breytingarnar í flugstöðinni hefur staðið yfir í nokkurn tíma og nú liggur fyrir hvenær breytingu á leiðakerfinu okkar verður lokið þannig að íslenskan fái sinn rétta sess á sama tíma og allir okkar farþegar komist rétta leið.“
Íslensk tunga Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira