Dómar fólks sem sótti fíkniefni fyrir salann sinn mildaðir Árni Sæberg skrifar 5. júní 2025 15:23 Landsréttur kvað upp dóm yfir fólkinu í dag. Vísir/Viktor Freyr Dómar tveggja vegna innflutnings mikils magns amfetamínsbasa hafa verið mildaðir úr þremur árum í tvö í Landsrétti. Málið sneri að eiturlyfjasala sem gerði viðskiptavini sína út í fíkniefnaviðskiptum. Sex ára dómur eiturlyfjasalans stendur. Dómur þess efnis var kveðinn upp klukkan 15 en hefur ekki verið birtur. Því liggja forsendur dómsins ekki fyrir að svo stöddu. Málið var höfðað með ákæru Héraðssaksóknara þann 15. maí í fyrra á hendur þeim Michal Szematowicz, Sólveigu Júlíu Linnet, Sigfúsi Má Dagbjartarsyni og Wojciech Kaczorowski. Í dómsorði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í september í fyrra sagði að Wojciech væri dæmdur í fangelsi í tvö ár, Sólveig Júlía í þrjú ár, Sigfús Már í þrjú ár og Michal í sex ár. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms hvað Michal og Wojciech varðar en mildaði refsingu Sólveigar Júlíu og Sigfúsar Más um eitt ár. Í dómi héraðsdóms sagði að Michal, höfuðpaurinn í málinu, hefði fengið viðskiptavini sína, hina sakborningana, til þess að sækja fyrir sig flöskur sem innihéldu efnin. Fólkið var talið hafa mátt vita að flöskurnar innihéldu eiturlyf, enda hafi maðurinn verið eiturlyfjasali þess. Michal hefði verið ákærður fyrir að hafa flutt inn og reynt að taka á móti og varsla samtals 6,78 lítra af amfetamínbasa, með 60 til 62 prósenta styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi og fengið Sólveigu Júlíu og Sigfús Má til að vera skráðir móttakendur hvort fyrir sinni sendingunni, sem bárust hingað til lands með póstsendingu frá Þýskalandi þann 19. febrúar síðastliðinn. Lögregla hefði lagt hald á fíkniefnin á póstafgreiðslustöð Icetransport við Selhellu 9, Hafnarfirði, og skipt þeim út fyrir gerviefni. Michal hefði síðan fengið þau Sólveigu Júlíu, Sigfús Má og Wojciech til að sækja sendingarnar þann 23. febrúar í fyrra og koma þeim til Michal. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp klukkan 15 en hefur ekki verið birtur. Því liggja forsendur dómsins ekki fyrir að svo stöddu. Málið var höfðað með ákæru Héraðssaksóknara þann 15. maí í fyrra á hendur þeim Michal Szematowicz, Sólveigu Júlíu Linnet, Sigfúsi Má Dagbjartarsyni og Wojciech Kaczorowski. Í dómsorði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í september í fyrra sagði að Wojciech væri dæmdur í fangelsi í tvö ár, Sólveig Júlía í þrjú ár, Sigfús Már í þrjú ár og Michal í sex ár. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms hvað Michal og Wojciech varðar en mildaði refsingu Sólveigar Júlíu og Sigfúsar Más um eitt ár. Í dómi héraðsdóms sagði að Michal, höfuðpaurinn í málinu, hefði fengið viðskiptavini sína, hina sakborningana, til þess að sækja fyrir sig flöskur sem innihéldu efnin. Fólkið var talið hafa mátt vita að flöskurnar innihéldu eiturlyf, enda hafi maðurinn verið eiturlyfjasali þess. Michal hefði verið ákærður fyrir að hafa flutt inn og reynt að taka á móti og varsla samtals 6,78 lítra af amfetamínbasa, með 60 til 62 prósenta styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi og fengið Sólveigu Júlíu og Sigfús Má til að vera skráðir móttakendur hvort fyrir sinni sendingunni, sem bárust hingað til lands með póstsendingu frá Þýskalandi þann 19. febrúar síðastliðinn. Lögregla hefði lagt hald á fíkniefnin á póstafgreiðslustöð Icetransport við Selhellu 9, Hafnarfirði, og skipt þeim út fyrir gerviefni. Michal hefði síðan fengið þau Sólveigu Júlíu, Sigfús Má og Wojciech til að sækja sendingarnar þann 23. febrúar í fyrra og koma þeim til Michal.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira