„Þetta er úrkoma sem má vænta á einhverra áratuga fresti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2025 12:01 Ærslabelgurinn í miðbæ Ólafsfjarðar var hundblautur og hálfur undir vatni í gær en slökkviliðið reddaði málunum. Þegar svona óvanalegt veður skellur á getur verið gott að hafa það hugfast að það styttir alltaf upp að nýju og sólin brýst í gegnum skýin. Áður en við vitum af verða krakkarnir á Ólafsfirði farnir að hoppa hæð sína á ærslabelgnum. Slökkvilið Fjallabyggðar Sú mikla úrkoma sem hefur mælst í vatnsveðrinu fyrir norðan er veðuratburður sem vænta má á nokkurra áratugafresti að sögn ofanflóðasérfræðings. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir útlitið bjartara en það var í gær því dregið hefur úr úrkomu en áfram er skriðu-og snjóflóðahætta. Talsverð úrkoma hefur frallið á norðanverðu landinu síðan á þriðjudag. Lítil aurspýja féll í fyrrinótt fyrir ofan Ólafsfjarðarveg og tvö lítil snjóflóð í Ósbrekkufjalli. Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur, hafði ekki frétt af skriðuföllum í nótt. „Það kólnaði í nótt þannig að það hefur snjóað langleiðina niður í byggð sem er jákvætt með tilliti til skriðuhættu og aðeins dregið úr úrkomu en það verður svipuð úrkomu áfram í dag og fram á kvöld þannig að það er viðvarandi skriðuhætta.“ Mesta úrkoman var og er á Ólafsfirði og þykir hið mikla vatnsveður fremur óvanalegt. „Þetta er úrkoma sem má vænta á einhverra áratuga fresti, kannski 20 til fimmtíu ára fresti þó það eigi eftir að skoða það aðeins betur en þetta er ekki algengur atburður.“ segir Magni Hreinn ofanflóðasérfræðingur. Slökkviliðið stóð í ströngu Slökkvilið Fjallabyggðar stóð í ströngu í gær við að koma vatni, sem hafði safnast saman í miðbæ Ólafsjarðar, út á sjó. Þá fékk slökkviliðið fimm minniháttar aðstoðarbeiðnir vegna vatnstjóns. Jóhann K Jóhannsson slökkviliðsstjóri segir að það hafi gengið vel að takast á við vatnsverðið fyrir norðan. Slökkvilið Fjallabyggðar réðst í stórt og mikið verkefni við að koma vatni sem hafði safnast saman fyrir utan íþróttamiðstöðina og sundlaugina á Ólafsfirði út í sjó.Slökkvilið Fjallabyggðar „Útlitið er miklu skárri en í gær. Það hefur dregið töluvert úr úrkomu og mikið af því vatni sem er að koma úr fjallinu fyrir ofan Ólafsfjörð er að skila sér niður til að mynda þá er það vatn sem var miðsvæðis á lægsta punkti í kringum sundlaugina og íþróttamiðstöðina á Ólafsfirði það er meira eða minna horfið. Þannig að kerfið er að skila vatninu bara út í sjó eins og við viljum að það geri.“ Lögreglan á Norðurlandi eystra hafðií gær mælst til þess að íbúar í nokkrum götum myndu ekki dvelja um liðna nótt í herbergjum sem hefðu glugga eða dyraop sem snúa að fjallshlíðinni vegna skriðuhættu en betur fór en á horfðist. Slökkviliðið undirbjó sig með almannavörnum og sérfræðingum Veðurstofunnar í aðdraganda vatnsveðursins. „Uppsöfnuð úrkoma fyrir alla þessa daga þá var spáð um 400 millimetrum sem er um það bil tvöfalt meira heldur en við tókumst á við í svona mikilli rigningu í Ólafsfirði 2021 og maður upplifði það bara sjálfur í miðbænum, þetta var gífurleg rigning sem bæði var í gær og í fyrradag.“ Jóhann K Jóhannsson, slökkviliðsstjóri er ánægður með sitt lið í Slökkviliðið Fjallabyggðar sem sinnti stóru og miklu verkefni í miðbæ Ólafsfjarðar í gærVísir/Vilhelm Fjallshlíðin hvít öðrum megin en iðagræn hinum megin Ólafsfjörður beri þess skýr merki að nú sé óvanalegt júníveður. „Það er merkilegt að horfa í gegnum Ólafsfjörðinn vegna þess að í fjallshlíðinni sem er vestan megin í firðinum, þar nær snjólínan alveg niður undir byggð en í fjallshlíðinni að austanverðu þar er kannski snjólínan í þrjú eða fjögur hundruð metra hæð þannig að þú ert með græna hlíð öðrum megin og hvíta hlíð hinum megin,“ segir Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Fjallabyggð Slökkvilið Veður Tengdar fréttir Rignir enn fyrir norðan þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni Enn rignir á Norðurlandi þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni síðustu klukkutímana. Eiríkur Örn Jóhannesson hjá Veðurstofunni segir að engar fregnir hafi borist af frekari skriðuföllum en að hættan sé þó ekki liðin hjá. 5. júní 2025 07:36 Fádæma úrhelli á Ólafsfirði Gífurleg úrkoma hefur verið á Norðurlandi síðan í gærkvöldi, en gul veðurviðvörun er í gildi og búist er við áframhaldandi rigningu á morgun. Sérstaklega hefur rignt á Ólafsfirði þar sem slökkviliðið var kallað út laust eftir hádegi til að dæla vatni af lægstu punktum bæjarins. 4. júní 2025 22:46 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Mæta þörfum danska vinnumarkaðarins með fleiri eldri borgurum og háskólastúdentum Erlent Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Talsverð úrkoma hefur frallið á norðanverðu landinu síðan á þriðjudag. Lítil aurspýja féll í fyrrinótt fyrir ofan Ólafsfjarðarveg og tvö lítil snjóflóð í Ósbrekkufjalli. Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur, hafði ekki frétt af skriðuföllum í nótt. „Það kólnaði í nótt þannig að það hefur snjóað langleiðina niður í byggð sem er jákvætt með tilliti til skriðuhættu og aðeins dregið úr úrkomu en það verður svipuð úrkomu áfram í dag og fram á kvöld þannig að það er viðvarandi skriðuhætta.“ Mesta úrkoman var og er á Ólafsfirði og þykir hið mikla vatnsveður fremur óvanalegt. „Þetta er úrkoma sem má vænta á einhverra áratuga fresti, kannski 20 til fimmtíu ára fresti þó það eigi eftir að skoða það aðeins betur en þetta er ekki algengur atburður.“ segir Magni Hreinn ofanflóðasérfræðingur. Slökkviliðið stóð í ströngu Slökkvilið Fjallabyggðar stóð í ströngu í gær við að koma vatni, sem hafði safnast saman í miðbæ Ólafsjarðar, út á sjó. Þá fékk slökkviliðið fimm minniháttar aðstoðarbeiðnir vegna vatnstjóns. Jóhann K Jóhannsson slökkviliðsstjóri segir að það hafi gengið vel að takast á við vatnsverðið fyrir norðan. Slökkvilið Fjallabyggðar réðst í stórt og mikið verkefni við að koma vatni sem hafði safnast saman fyrir utan íþróttamiðstöðina og sundlaugina á Ólafsfirði út í sjó.Slökkvilið Fjallabyggðar „Útlitið er miklu skárri en í gær. Það hefur dregið töluvert úr úrkomu og mikið af því vatni sem er að koma úr fjallinu fyrir ofan Ólafsfjörð er að skila sér niður til að mynda þá er það vatn sem var miðsvæðis á lægsta punkti í kringum sundlaugina og íþróttamiðstöðina á Ólafsfirði það er meira eða minna horfið. Þannig að kerfið er að skila vatninu bara út í sjó eins og við viljum að það geri.“ Lögreglan á Norðurlandi eystra hafðií gær mælst til þess að íbúar í nokkrum götum myndu ekki dvelja um liðna nótt í herbergjum sem hefðu glugga eða dyraop sem snúa að fjallshlíðinni vegna skriðuhættu en betur fór en á horfðist. Slökkviliðið undirbjó sig með almannavörnum og sérfræðingum Veðurstofunnar í aðdraganda vatnsveðursins. „Uppsöfnuð úrkoma fyrir alla þessa daga þá var spáð um 400 millimetrum sem er um það bil tvöfalt meira heldur en við tókumst á við í svona mikilli rigningu í Ólafsfirði 2021 og maður upplifði það bara sjálfur í miðbænum, þetta var gífurleg rigning sem bæði var í gær og í fyrradag.“ Jóhann K Jóhannsson, slökkviliðsstjóri er ánægður með sitt lið í Slökkviliðið Fjallabyggðar sem sinnti stóru og miklu verkefni í miðbæ Ólafsfjarðar í gærVísir/Vilhelm Fjallshlíðin hvít öðrum megin en iðagræn hinum megin Ólafsfjörður beri þess skýr merki að nú sé óvanalegt júníveður. „Það er merkilegt að horfa í gegnum Ólafsfjörðinn vegna þess að í fjallshlíðinni sem er vestan megin í firðinum, þar nær snjólínan alveg niður undir byggð en í fjallshlíðinni að austanverðu þar er kannski snjólínan í þrjú eða fjögur hundruð metra hæð þannig að þú ert með græna hlíð öðrum megin og hvíta hlíð hinum megin,“ segir Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar.
Fjallabyggð Slökkvilið Veður Tengdar fréttir Rignir enn fyrir norðan þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni Enn rignir á Norðurlandi þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni síðustu klukkutímana. Eiríkur Örn Jóhannesson hjá Veðurstofunni segir að engar fregnir hafi borist af frekari skriðuföllum en að hættan sé þó ekki liðin hjá. 5. júní 2025 07:36 Fádæma úrhelli á Ólafsfirði Gífurleg úrkoma hefur verið á Norðurlandi síðan í gærkvöldi, en gul veðurviðvörun er í gildi og búist er við áframhaldandi rigningu á morgun. Sérstaklega hefur rignt á Ólafsfirði þar sem slökkviliðið var kallað út laust eftir hádegi til að dæla vatni af lægstu punktum bæjarins. 4. júní 2025 22:46 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Mæta þörfum danska vinnumarkaðarins með fleiri eldri borgurum og háskólastúdentum Erlent Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Rignir enn fyrir norðan þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni Enn rignir á Norðurlandi þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni síðustu klukkutímana. Eiríkur Örn Jóhannesson hjá Veðurstofunni segir að engar fregnir hafi borist af frekari skriðuföllum en að hættan sé þó ekki liðin hjá. 5. júní 2025 07:36
Fádæma úrhelli á Ólafsfirði Gífurleg úrkoma hefur verið á Norðurlandi síðan í gærkvöldi, en gul veðurviðvörun er í gildi og búist er við áframhaldandi rigningu á morgun. Sérstaklega hefur rignt á Ólafsfirði þar sem slökkviliðið var kallað út laust eftir hádegi til að dæla vatni af lægstu punktum bæjarins. 4. júní 2025 22:46