Endanlega búið spil hjá Johnson og Martin Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. júní 2025 10:48 Parið byrjaði fyrst saman árið 2017 en hafa nú ákveðið að fara sitt í hvora áttina. Getty Leikkonan Dakota Johnson og söngvarinn Chris Martin, forsprakki hljómsveitarinnar Coldplay, hafa slitið samvistum eftir tæplega átta ára samband. Heimildarmaður segir við bandaríska miðilinn People að sambandsslitin virðist vera endanleg að þessu sinni. Hvorki Johnson né Martin hafa tjáð sig opinberlega. Síðast sást til þeirra saman opinberlega þann 16. maí síðastliðinn í Malibu í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þar áður höfðu þau sést í janúar, hönd í hönd á ferðalagi í Indlandi, þar sem Coldplay var á tónleikaferðalagi. Í ágúst 2024 bárust sögusagnir um að þau væru hætt saman, en fulltrúi Johnson neitaði því og sagði þau vera hamingjusöm. Þá sagði annar heimildarmaður að þau hefðu gengið í gegnum ýmislegt en væru „á góðum stað“ og reyndu að halda jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Johnson og Martin byrjuðu saman árið 2017 og héldu sambandinu að mestu leyti utan sviðsljóssins. Þau slitu sambandinu stutta stund árið 2019 en byrjuðu aftur saman eftir það. Heimildarmaður sagði í mars 2024 að þau hefðu verið trúlofuð frá árinu 2020, en þau hafi hvorki flýtt sér né haft mikla pressu á að gifta sig. Átti í góðu sambandi við stjúpbörnin Í viðtali við tímaritið Bustle sagði Johnson að hún ætti í nánu sambandi við börn Martins og leikkonunar Gwyneth Paltrow, þá Apple og Moses, sem nú eru 21 og 19 ára. „Ég elska þessi börn eins og líf mitt velti á þeim. Af öllu mínu hjarta,“ sagði hún. Hún lýsti einnig mikilli aðdáun á Martin: „Ég veit ekki. Ég elska að horfa á hann. Ég gæti horft á hann á hverjum einasta degi. Það er erfitt að útskýra það – eins og ég sé að horfa á uppáhalds manneskjuna mína gera það sem henni finnst skemmtilegast.“ Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fleiri fréttir Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Sjá meira
Heimildarmaður segir við bandaríska miðilinn People að sambandsslitin virðist vera endanleg að þessu sinni. Hvorki Johnson né Martin hafa tjáð sig opinberlega. Síðast sást til þeirra saman opinberlega þann 16. maí síðastliðinn í Malibu í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þar áður höfðu þau sést í janúar, hönd í hönd á ferðalagi í Indlandi, þar sem Coldplay var á tónleikaferðalagi. Í ágúst 2024 bárust sögusagnir um að þau væru hætt saman, en fulltrúi Johnson neitaði því og sagði þau vera hamingjusöm. Þá sagði annar heimildarmaður að þau hefðu gengið í gegnum ýmislegt en væru „á góðum stað“ og reyndu að halda jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Johnson og Martin byrjuðu saman árið 2017 og héldu sambandinu að mestu leyti utan sviðsljóssins. Þau slitu sambandinu stutta stund árið 2019 en byrjuðu aftur saman eftir það. Heimildarmaður sagði í mars 2024 að þau hefðu verið trúlofuð frá árinu 2020, en þau hafi hvorki flýtt sér né haft mikla pressu á að gifta sig. Átti í góðu sambandi við stjúpbörnin Í viðtali við tímaritið Bustle sagði Johnson að hún ætti í nánu sambandi við börn Martins og leikkonunar Gwyneth Paltrow, þá Apple og Moses, sem nú eru 21 og 19 ára. „Ég elska þessi börn eins og líf mitt velti á þeim. Af öllu mínu hjarta,“ sagði hún. Hún lýsti einnig mikilli aðdáun á Martin: „Ég veit ekki. Ég elska að horfa á hann. Ég gæti horft á hann á hverjum einasta degi. Það er erfitt að útskýra það – eins og ég sé að horfa á uppáhalds manneskjuna mína gera það sem henni finnst skemmtilegast.“
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fleiri fréttir Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Sjá meira