Segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælum kjánaleg Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 3. júní 2025 22:01 Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari og Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu. Stöð 2 Reykjavíkurborg og forsvarsmenn körfuboltafélagsins Aþenu hafa enn ekki komist að samkomulagi um endurnýjun samninga vegna notkunar félagsins á íþróttahúsi í Breiðholti. Liðsmenn mótmæltu við ráðhúsið í dag og liðsmaður Aþenu segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælunum kjánaleg. Brynjar Karl, þjálfari, segir borgarfulltrúa ekki búna að kynna sér starf Aþenu áður en ákvörðun er tekin. Fjallað hefur verið um það síðustu daga rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis hafi runnið út þann 31. maí. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs sagðist í skriflegum svörum við fréttastofu í dag vilja sjá breytingar á samningnum sem felist í eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi Aþenu og Leiknis, „góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar.“ Hann sagði mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa Aþenu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu gefur lítið fyrir svör formanns menningar- og íþróttaráðs um samning sem hann bauð félaginu um afnot á húsnæði Leiknis til æfingatíma, slíkur samningur muni drepa félagið, hvers starf fer að miklu leyti fram utan tilsettra æfingatíma. Þurfi einhver að fylgja mannréttindum séu það borgaryfirvöld en ekki Aþena. Brynjar Karl og liðskonur Aþenu efndu af þessu tilefni til mótmæla við ráðhúsið í dag þegar borgarstjórn fundaði. Gerður var hlé á fundinum vegna hávaða og nokkrir borgarfulltrúar, og borgarstjóri, komu út til að ræða við stelpurnar. Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu, segir borgarfulltrúa ekki hafa verið með mörg svör þegar þau komu út í dag á meðan mótmælunum stóð. Meðal þeirra sem komu út voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Svöruðu ekki spurningum beint „Þau töluðu í kringum þetta og hvernig þau komu út til okkar. Mér fannst þetta frekar kjánalegt af þeim og töluðu bara í kringum þetta,“ segir Darina og að þegar þau hafi verið spurð beint út hvort það ætti að gera rekstrarsamning við Aþenu hafi borgafulltrúarnir ekki getað svarað því. „Þau voru að gefa fimmu og segja að það væri fínt að fá sér ferskt loft. Mér finnst það bara kjánalegt.“ Brynjar Karl segist upplifa málið þannig að Skúli sé búinn að mála sig út í horn og sé farinn að draga upp úr rassinum mannréttindastefnu sem hann telur borgina og borgarfulltrúana eiga að kynna sér sjálf. Hvað varðar kröfur borgarinnar segist Brynjar ekki skilja hvaðan þær komi. Aþena sé í góðu samstarfi við Leikni um nýtingu á húsnæðinu. „Við erum hérna á milli þrjú og sex,“ segir Brynjar Karl og það séu um hundrað börn sem taki þátt í starfi Aþenu á þeim tíma. Það sé mjög mikil fjölgun frá því að Aþena byrjaði að nýta húsnæðið og það sé útlit fyrir að þeim muni fjölga áfram. Aþena Íþróttir barna Körfubolti Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Fjallað hefur verið um það síðustu daga rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis hafi runnið út þann 31. maí. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs sagðist í skriflegum svörum við fréttastofu í dag vilja sjá breytingar á samningnum sem felist í eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi Aþenu og Leiknis, „góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar.“ Hann sagði mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa Aþenu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu gefur lítið fyrir svör formanns menningar- og íþróttaráðs um samning sem hann bauð félaginu um afnot á húsnæði Leiknis til æfingatíma, slíkur samningur muni drepa félagið, hvers starf fer að miklu leyti fram utan tilsettra æfingatíma. Þurfi einhver að fylgja mannréttindum séu það borgaryfirvöld en ekki Aþena. Brynjar Karl og liðskonur Aþenu efndu af þessu tilefni til mótmæla við ráðhúsið í dag þegar borgarstjórn fundaði. Gerður var hlé á fundinum vegna hávaða og nokkrir borgarfulltrúar, og borgarstjóri, komu út til að ræða við stelpurnar. Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu, segir borgarfulltrúa ekki hafa verið með mörg svör þegar þau komu út í dag á meðan mótmælunum stóð. Meðal þeirra sem komu út voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Svöruðu ekki spurningum beint „Þau töluðu í kringum þetta og hvernig þau komu út til okkar. Mér fannst þetta frekar kjánalegt af þeim og töluðu bara í kringum þetta,“ segir Darina og að þegar þau hafi verið spurð beint út hvort það ætti að gera rekstrarsamning við Aþenu hafi borgafulltrúarnir ekki getað svarað því. „Þau voru að gefa fimmu og segja að það væri fínt að fá sér ferskt loft. Mér finnst það bara kjánalegt.“ Brynjar Karl segist upplifa málið þannig að Skúli sé búinn að mála sig út í horn og sé farinn að draga upp úr rassinum mannréttindastefnu sem hann telur borgina og borgarfulltrúana eiga að kynna sér sjálf. Hvað varðar kröfur borgarinnar segist Brynjar ekki skilja hvaðan þær komi. Aþena sé í góðu samstarfi við Leikni um nýtingu á húsnæðinu. „Við erum hérna á milli þrjú og sex,“ segir Brynjar Karl og það séu um hundrað börn sem taki þátt í starfi Aþenu á þeim tíma. Það sé mjög mikil fjölgun frá því að Aþena byrjaði að nýta húsnæðið og það sé útlit fyrir að þeim muni fjölga áfram.
Aþena Íþróttir barna Körfubolti Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira