Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. júní 2025 21:03 Fjölmennt var á Austurvelli um helgina þegar mótmælin fóru fram. Vísir/Viktor Freyr Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. Það sló í brýnu þegar mótmælendur tveggja ólíkra fylkinga komu saman í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma um síðustu helgi. Annars vegar var um að ræða hópinn Ísland þvert á flokka sem stóð fyrir mótmælafundi vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hins vegar samtökin No Borders sem hvöttu fólk til að standa saman gegn rasisma og aðskilnaði. Umræða um hælisleitendur og flóttafólk hefur verið nokkuð hávær undanfarið og eru fundirnir um helgina og stimpingarnar milli ólíkra fylkinga til marks um það. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar að jaðrarnir eru svona að takast á í umræðunni. Ég held að meginþorri Íslendinga og þeirra sem hafa lifað hér og búið á síðustu árum og áratugum sjái alveg einhverja breytingu í hvernig við tjáum okkur um þessi mál. Ég skynja óöryggi meðal fólks. Við getum ekki litið fram hjá því að það er stór hluti fólks sem að hefur áhyggjur af þróun þessara mála en það má ekki beinast að þeim einstaklingum sem hingað koma.“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum. „Fólk verður að upplifa sig öruggt á Íslandi sama hvaðan það kemur en það er okkar að hafa stjórn á aðstæðum. Hafa stjórn á landamærunum, hafa stjórn á velferðarkerfinu og hafa stjórn á rekstri ríkisins þannig við getum staðið við þá þjónustu sem svo sannarlega þarf að veita.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum líkt og fjölgun innflytjenda á Íslandi.Vísir/Anton Þannig fari umfangsmikil vinna á vegum stjórnvalda fram í þessum málum en meðal annars sé unnið að því að styrkja stöðuna á landamærum. „Það er bara mjög eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum. Við verðum að hafa það í huga að hlutfall innflytjenda á Íslandi hefur vaxið gríðarlega hratt á örfáum árum og eðlilega vekur þetta fólk til umhugsunar en þá er umgjörðin auðvitað það sem máli skiptir.“ Lykilatriði sé, þegar kemur að svona umræðu, að beina henni að stjórnvöldum en ekki einstaklingum. „Vegna þess að það umhverfi sem við lifum í það er afsprengi ákvarðanatöku hjá stjórnvöldum. Hvort sem er í atvinnumálum þegar að við vöxum hratt sem krefst mikillar fólksfjölgunar að utan og skapar kannski ákveðin þrengsl á húsnæðismarkaði eða innviðum landsins eða þegar við tökum ákvarðanir þegar kemur að hælisleitendum eða þess háttar. Þetta eru allt ákvarðanir stjórnvalda sem að skapa ákveðið umhverfi.“ Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Sjá meira
Það sló í brýnu þegar mótmælendur tveggja ólíkra fylkinga komu saman í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma um síðustu helgi. Annars vegar var um að ræða hópinn Ísland þvert á flokka sem stóð fyrir mótmælafundi vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hins vegar samtökin No Borders sem hvöttu fólk til að standa saman gegn rasisma og aðskilnaði. Umræða um hælisleitendur og flóttafólk hefur verið nokkuð hávær undanfarið og eru fundirnir um helgina og stimpingarnar milli ólíkra fylkinga til marks um það. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar að jaðrarnir eru svona að takast á í umræðunni. Ég held að meginþorri Íslendinga og þeirra sem hafa lifað hér og búið á síðustu árum og áratugum sjái alveg einhverja breytingu í hvernig við tjáum okkur um þessi mál. Ég skynja óöryggi meðal fólks. Við getum ekki litið fram hjá því að það er stór hluti fólks sem að hefur áhyggjur af þróun þessara mála en það má ekki beinast að þeim einstaklingum sem hingað koma.“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum. „Fólk verður að upplifa sig öruggt á Íslandi sama hvaðan það kemur en það er okkar að hafa stjórn á aðstæðum. Hafa stjórn á landamærunum, hafa stjórn á velferðarkerfinu og hafa stjórn á rekstri ríkisins þannig við getum staðið við þá þjónustu sem svo sannarlega þarf að veita.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum líkt og fjölgun innflytjenda á Íslandi.Vísir/Anton Þannig fari umfangsmikil vinna á vegum stjórnvalda fram í þessum málum en meðal annars sé unnið að því að styrkja stöðuna á landamærum. „Það er bara mjög eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum. Við verðum að hafa það í huga að hlutfall innflytjenda á Íslandi hefur vaxið gríðarlega hratt á örfáum árum og eðlilega vekur þetta fólk til umhugsunar en þá er umgjörðin auðvitað það sem máli skiptir.“ Lykilatriði sé, þegar kemur að svona umræðu, að beina henni að stjórnvöldum en ekki einstaklingum. „Vegna þess að það umhverfi sem við lifum í það er afsprengi ákvarðanatöku hjá stjórnvöldum. Hvort sem er í atvinnumálum þegar að við vöxum hratt sem krefst mikillar fólksfjölgunar að utan og skapar kannski ákveðin þrengsl á húsnæðismarkaði eða innviðum landsins eða þegar við tökum ákvarðanir þegar kemur að hælisleitendum eða þess háttar. Þetta eru allt ákvarðanir stjórnvalda sem að skapa ákveðið umhverfi.“
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Sjá meira