Bílastæðin höluðu inn 78 milljónum en kostuðu litlu minna Árni Sæberg skrifar 3. júní 2025 21:03 Isavia hefur komið fyrir sjálfvirkum bílnúmeraskönnum til að nema umferð inn og út af bílstæðum við helstu innanlandsflugvelli. Isavia Tekjur Isavia af innheimtu bílastæðagjalda við innanlandsflugvelli námu 78 milljónum króna í fyrra og kostnaður af henni nam 74 milljónum. Inni í þeirri tölu er þó stofnkostnaður og Isavia segir innleiðingu gjaldtökunnar heilt á litið hafa gengið vel. Þetta segir í svari Eyjólfs Ármannsonar innviðaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isakesen, þingflokksformanns Framsóknar, um gjaldheimtu á bílastæðum Isavia við innanlandsflugvellina í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum. Gjaldheimtan hófst í lok júní í fyrra og hefur verið gríðarlega umdeild. Upphafi hennar var ítrekað frestað, meðal annars þar sem að þáverandi samgönguráðherra dró það að undirrita þjónustusamning sem heimilað gjaldheimtuna. Þá brugðu úrræðagóðir íbúar Egilsstaða á það ráð að koma upp sérstökum hópi á Facebook til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöld á flugvelli bæjarins, með því skutla og ná gagnkvæmt í flugfarþega út á völl. Ætlað að efla innanlandsflugið „Heilt yfir hefur innleiðing gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík gengið vel. Komið var til móts við gagnrýni á Akureyri og Egilsstöðum árið 2024 og samkvæmt tilmælum frá þáverandi innviðaráðherra var ákveðið að hafa fyrstu 14 tíma gjaldfrjálsa á þeim flugvöllum, en þar með lækkuðu tekjumöguleikar verulega,“ segir í svari ráðherra. Heildartekjur félagsins árið 2024 hafi þó verið tæpar 78 milljónir króna og þær tekjur muni nýtast Isavia innanlandsflugvöllum ehf. og þar með ríkinu til eflingar á innanlandsflugi. Engin aðgreining sé á milli langtíma- og skammtímastæða í bókhaldi félagsins. Þá segir að áætlun Isavia gerir ráð fyrir um 150 milljóna króna tekjum á ári af bílastæðum. Kostaði sextíu milljónir Markmiðið með tekjuöfluninni sé að afla fjármuna til að laga ásýnd og aðkomu og bæta öryggi á bílastæðum við flugstöðvar. Slíkar framkvæmdir geti kostað mikið fjármagn og því sé eðlilegt að ekki sé farið í slíkt strax á fyrsta ári. Heildarkostnaður við uppsetningu á búnaði á bílastæðum við flugvelli, þar með talið vegna raflagna, myndavéla, tölvuþjóna, tenginga, auglýsinga, skiltagerðar og ýmiss annars kostnaðar, hafi numið um 60 milljónum króna. Heildarrekstrarkostnaður bílastæðanna sem gjaldfærður var árið 2024 séu um 24 milljónir króna á öllum þremur völlunum. Í þeirri fjárhæð sé ekki launakostnaður sem fellur til vegna vinnu starfsmanna innanlandsflugvalla, hvort sem það er vegna framlags starfsmanna á bílastæði eða yfirstjórnar sem tengist málefnum þeirra. Gefa ekki upp kostnað vegna mokstur Snjómokstur á bílastæðum sé unninn af sjálfstæðum verktökum á grundvelli verðfyrirspurnar á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli og því sé ekki unnt að gefa upp sundurliðun á þeim kostnaðarlið með tilliti til samkeppnissjónarmiða. Samkvæmt áætlun næsta árs sé gert ráð fyrir um 50 milljónum króna í rekstur á bílastæðum allra þriggja flugvallanna og það sé fyrir utan framkvæmdir en það ráðist af innheimtu bílastæðatekna. Framkvæmdir á bílastæðum séu kostnaðarsamar og fjármögnun geti því tekið nokkur ár. Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Akureyri Múlaþing Reykjavík Bílastæði Isavia Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þetta segir í svari Eyjólfs Ármannsonar innviðaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isakesen, þingflokksformanns Framsóknar, um gjaldheimtu á bílastæðum Isavia við innanlandsflugvellina í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum. Gjaldheimtan hófst í lok júní í fyrra og hefur verið gríðarlega umdeild. Upphafi hennar var ítrekað frestað, meðal annars þar sem að þáverandi samgönguráðherra dró það að undirrita þjónustusamning sem heimilað gjaldheimtuna. Þá brugðu úrræðagóðir íbúar Egilsstaða á það ráð að koma upp sérstökum hópi á Facebook til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöld á flugvelli bæjarins, með því skutla og ná gagnkvæmt í flugfarþega út á völl. Ætlað að efla innanlandsflugið „Heilt yfir hefur innleiðing gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík gengið vel. Komið var til móts við gagnrýni á Akureyri og Egilsstöðum árið 2024 og samkvæmt tilmælum frá þáverandi innviðaráðherra var ákveðið að hafa fyrstu 14 tíma gjaldfrjálsa á þeim flugvöllum, en þar með lækkuðu tekjumöguleikar verulega,“ segir í svari ráðherra. Heildartekjur félagsins árið 2024 hafi þó verið tæpar 78 milljónir króna og þær tekjur muni nýtast Isavia innanlandsflugvöllum ehf. og þar með ríkinu til eflingar á innanlandsflugi. Engin aðgreining sé á milli langtíma- og skammtímastæða í bókhaldi félagsins. Þá segir að áætlun Isavia gerir ráð fyrir um 150 milljóna króna tekjum á ári af bílastæðum. Kostaði sextíu milljónir Markmiðið með tekjuöfluninni sé að afla fjármuna til að laga ásýnd og aðkomu og bæta öryggi á bílastæðum við flugstöðvar. Slíkar framkvæmdir geti kostað mikið fjármagn og því sé eðlilegt að ekki sé farið í slíkt strax á fyrsta ári. Heildarkostnaður við uppsetningu á búnaði á bílastæðum við flugvelli, þar með talið vegna raflagna, myndavéla, tölvuþjóna, tenginga, auglýsinga, skiltagerðar og ýmiss annars kostnaðar, hafi numið um 60 milljónum króna. Heildarrekstrarkostnaður bílastæðanna sem gjaldfærður var árið 2024 séu um 24 milljónir króna á öllum þremur völlunum. Í þeirri fjárhæð sé ekki launakostnaður sem fellur til vegna vinnu starfsmanna innanlandsflugvalla, hvort sem það er vegna framlags starfsmanna á bílastæði eða yfirstjórnar sem tengist málefnum þeirra. Gefa ekki upp kostnað vegna mokstur Snjómokstur á bílastæðum sé unninn af sjálfstæðum verktökum á grundvelli verðfyrirspurnar á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli og því sé ekki unnt að gefa upp sundurliðun á þeim kostnaðarlið með tilliti til samkeppnissjónarmiða. Samkvæmt áætlun næsta árs sé gert ráð fyrir um 50 milljónum króna í rekstur á bílastæðum allra þriggja flugvallanna og það sé fyrir utan framkvæmdir en það ráðist af innheimtu bílastæðatekna. Framkvæmdir á bílastæðum séu kostnaðarsamar og fjármögnun geti því tekið nokkur ár.
Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Akureyri Múlaþing Reykjavík Bílastæði Isavia Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent