Verða boðaðir á fund lögreglu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2025 12:06 Egill Einarsson, Steinþór Hróar Steinþórsson betur þekktur sem Steindi jr. og Auðunn Blöndal á sviði í höllinni um helgina. Vísir/Viktor Freyr Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ í Laugardalshöll um helgina þar sem mikill troðningur átti sér stað verða boðaðir á fund lögreglu í vikunni. Skipuleggjendur hafa ekki gefið kost á viðtölum í dag en formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýnir þá harðlega og segir heppni að enginn hafi dáið. Örtröð myndaðist í Laugardalshöll um helgina á stórtónleikum útvarpsþáttarins FM95BLÖ þegar hlé var gert á dagskrá tónleikana um miðbik þeirra. Fimmtán manns leituðu á bráðamótttöku eftir tónleikana og einn lagður inn á sjúkrahús. Aðstandendur tónleikanna voru þeir Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson en skipulag var á vegum Nordic Live Events. Fréttastofa hefur ekki náð tali af aðstandendum það sem af er degi en Björgvin Þór Rúnarsson eigandi Nordic Live Events baðst undan viðtali. Áður hafði hann sagt í tilkynningu að sér þætti málið miður og er sömu sögu að segja um Auðunn Blöndal sem sagði á samfélagsmiðlum glatað að heyra að fólk hefði meitt sig. Í svörum frá lögreglu til fréttastofu segir að skipuleggjendur verði boðaðir á fund vegna málsins í vikunni. Þar verði farið yfir skipulagið og það sem misfórst. Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýndi skipuleggjendur harðlega í Bítinu. Gagnrýnir skipuleggjendur fyrir svör „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir,“ sagði Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara í Bítinu. „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir.“ Augljóst sé að skipuleggjendur og aðstandendur tónleikanna hafi ekki tekið hlutverk sitt nægilega alvarlega, hólfaskiptingu hafi vantað alveg og öryggisgæsla ekki nægjanleg. Hann segir spurningar vakna um regluverkið og skoða þurfi hverjum sé leyft að halda tónleika hér á landi. „Það er bara mjög sorglegt að svona aðilum sé hleypt af stað og þeir haldi það að þú getir bara ákveðið það að vera tónleikahaldari og þú tekur þitt hlutverk ekki alvarlega og þeir eru bara heppnir að enginn hafi dáið.“ Tónleikar á Íslandi Tónlist Lögreglumál FM95BLÖ Tengdar fréttir „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 „Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04 Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fundinn og milljónirnar með Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Sjá meira
Örtröð myndaðist í Laugardalshöll um helgina á stórtónleikum útvarpsþáttarins FM95BLÖ þegar hlé var gert á dagskrá tónleikana um miðbik þeirra. Fimmtán manns leituðu á bráðamótttöku eftir tónleikana og einn lagður inn á sjúkrahús. Aðstandendur tónleikanna voru þeir Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson en skipulag var á vegum Nordic Live Events. Fréttastofa hefur ekki náð tali af aðstandendum það sem af er degi en Björgvin Þór Rúnarsson eigandi Nordic Live Events baðst undan viðtali. Áður hafði hann sagt í tilkynningu að sér þætti málið miður og er sömu sögu að segja um Auðunn Blöndal sem sagði á samfélagsmiðlum glatað að heyra að fólk hefði meitt sig. Í svörum frá lögreglu til fréttastofu segir að skipuleggjendur verði boðaðir á fund vegna málsins í vikunni. Þar verði farið yfir skipulagið og það sem misfórst. Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýndi skipuleggjendur harðlega í Bítinu. Gagnrýnir skipuleggjendur fyrir svör „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir,“ sagði Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara í Bítinu. „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir.“ Augljóst sé að skipuleggjendur og aðstandendur tónleikanna hafi ekki tekið hlutverk sitt nægilega alvarlega, hólfaskiptingu hafi vantað alveg og öryggisgæsla ekki nægjanleg. Hann segir spurningar vakna um regluverkið og skoða þurfi hverjum sé leyft að halda tónleika hér á landi. „Það er bara mjög sorglegt að svona aðilum sé hleypt af stað og þeir haldi það að þú getir bara ákveðið það að vera tónleikahaldari og þú tekur þitt hlutverk ekki alvarlega og þeir eru bara heppnir að enginn hafi dáið.“
Tónleikar á Íslandi Tónlist Lögreglumál FM95BLÖ Tengdar fréttir „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 „Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04 Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fundinn og milljónirnar með Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Sjá meira
„Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23
„Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04
Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39