Fögnuðu með skrúðgöngu í skugga óeirða Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 07:44 Leikmenn PSG rúntuðu með Meistaradeildartitilinn niður Champs-Élysées breiðgötuna. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þrátt fyrir óeirðir í París á laugardagskvöld þar sem tveir létust og vel yfir fimm hundruð voru handteknir hélt Paris Saint-Germain skrúðgöngu í gær þar sem liðið fagnaði Meistaradeildartitlinum. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út og lögreglan beitti táragasi. Almennt skemmti fólk sér vel á götum Parísar. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þúsundir lögregluþjóna voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi áhorfenda sem flykktust út á götur Parísar til að fylgjast með skrúðgöngunni í gær. Kvöldið áður hafði PSG unnið Meistaradeildina, en það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Ákveðið var að hætta ekki við skrúðgönguna. Leikmenn PSG komu sér fyrir í opinni rútu og rúntuðu niður Champs-Élysées breiðgötuna. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út. Flestallir í góðum gír. Luc Auffret/Anadolu via Getty Images Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Minniháttar óeirðir brutust út og lögreglan beitti táragasi. Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Í Élysée höllinni hitti liðið svo franska forsetann Emmanuel Macron og forsetafrúnna Brigitte Macron, áður en haldið var á þjóðarleikvanginn Parc des Princes. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti. EPA-EFE/Thomas Padilla / POOL MAXPPP OUT Þar beið þeirra fullur leikvangur, tæplega fimmtíu þúsund manns. Fyrrum leikmenn félagsins, Bernard Mendy og Jerome Rothen höfðu hitað áhorfendur upp með vel völdum bröndurum - sem beindust aðallega að erkifjendunum í Marseille, sem er ekki lengur eina franska liðið til að vinna Meistaradeildina. Eftir það voru haldnir tónleikar og ljósasýning þar sem titlinum var lyft á loft og fagnað innilega. Hæst heyrðist í áhorfendum þegar fyrirliðinn Marquinhos mætti og svo þegar Ousmané Dembélé tók við titlinum. Úr stúkunni heyrðist sungið „Dembélé, Ballon d‘Or“ í von um að hann verði valinn besti leikmaður heims. Marquinhos hefur verið hjá PSG síðan 2013. Lionel Hahn/Getty Images Dembélé tolleraður af liðsfélögunum.Lionel Hahn/Getty Images Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Franski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Almennt skemmti fólk sér vel á götum Parísar. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þúsundir lögregluþjóna voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi áhorfenda sem flykktust út á götur Parísar til að fylgjast með skrúðgöngunni í gær. Kvöldið áður hafði PSG unnið Meistaradeildina, en það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Ákveðið var að hætta ekki við skrúðgönguna. Leikmenn PSG komu sér fyrir í opinni rútu og rúntuðu niður Champs-Élysées breiðgötuna. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út. Flestallir í góðum gír. Luc Auffret/Anadolu via Getty Images Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Minniháttar óeirðir brutust út og lögreglan beitti táragasi. Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Í Élysée höllinni hitti liðið svo franska forsetann Emmanuel Macron og forsetafrúnna Brigitte Macron, áður en haldið var á þjóðarleikvanginn Parc des Princes. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti. EPA-EFE/Thomas Padilla / POOL MAXPPP OUT Þar beið þeirra fullur leikvangur, tæplega fimmtíu þúsund manns. Fyrrum leikmenn félagsins, Bernard Mendy og Jerome Rothen höfðu hitað áhorfendur upp með vel völdum bröndurum - sem beindust aðallega að erkifjendunum í Marseille, sem er ekki lengur eina franska liðið til að vinna Meistaradeildina. Eftir það voru haldnir tónleikar og ljósasýning þar sem titlinum var lyft á loft og fagnað innilega. Hæst heyrðist í áhorfendum þegar fyrirliðinn Marquinhos mætti og svo þegar Ousmané Dembélé tók við titlinum. Úr stúkunni heyrðist sungið „Dembélé, Ballon d‘Or“ í von um að hann verði valinn besti leikmaður heims. Marquinhos hefur verið hjá PSG síðan 2013. Lionel Hahn/Getty Images Dembélé tolleraður af liðsfélögunum.Lionel Hahn/Getty Images
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Franski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira