Brot á vopnalögum og líkamsárás á tónleikum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 07:23 Mjög fjölmennir tónleikar fóru fram í Laugardalshöll í gær á vegum þáttastjórnenda FM95Blö. Það eru Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, eða Gillz, og Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jrr. Vísir/Vilhelm Tveir voru handteknir vegna gruns um eða fyrir að hafa brotið vopnalög í gær á tónleikum. Ekki kemur fram hvaða tónleikar það eru í dagbók lögreglu en lögregla á stöð 1 sinnti útkallinu. Í gær fóru fram fjölmennir tóneikar í Laugardalshöll á vegum FM 95BLÖ. Þrír voru fluttir á slysadeild af tónleikunum og kemur fram í dagbók lögreglunnar að lögregluaðstoðar hafi einnig verið óskað vegna mögulegrar líkamsárásar á tónleikunum. Mikil umræða er um tónleikana í Facebook-hópnum Beautytips. Þar lýsa gestir miklum troðningi, ofbeldi og takmörkuðu aðgengi að salerni sem hafi endað með því að einhverjir pissuðu á gólfið. Miklar annir voru hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls gistu 13 í fangageymslu í nótt og voru 112 mál skráð í kerfi þeirra frá klukkan 17 til fimm í morgun. Stórfelld líkamsárás og mikil ölvun víða Á lögreglustöð 1, sem sér um miðborg, Laugardal, Hlíðar og Háaleiti, var töluvert um útköll vegna ölvunar og er til dæmis í dagbókinni fjallað um að lögreglan hafi þurft að vísa þó nokkrum aðilum af ölhúsum og þurft að hafa afskipti af gleðskap í heimahúsi og handtóku tvo sem eru grunaðir um stórfellda líkamsárás á ölhúsi. Sá sem ráðist var á var fluttur á bráðamóttöku. Þá var lögreglu á stöð 1 einnig tilkynnt um innbrot í líkamsræktarstöð. Á lögreglustöð 2, í Hafnafirði, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ökumanns sem ók af vettvangi eftir að hafa ekið á aðra bifreið. Lögregla handtók hann stuttu síðar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var einn handtekinn í Hafnarfirði vegna stórfelldrar líkamsárásar á ölhúsi. Líkamsárás í verslunarmiðstöð Á lögreglustöð 3, í Kópavogi og Breiðholti, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í verslunarmiðstöð en gerendur fundust ekki. Málið er í rannsókn. Þá sinnti lögreglan einnig fjölda verkefna vegna samkvæmishávaða og ölvunar, þar með talið ölvunar ungmenna. Þá stöðvaði lögreglan ökumann bifreiðar sem reyndist vera aðeins 14 ára gamall og var með farþega sem var á sama aldri. Á lögreglustöð 4, í Grafarholti, var lögregla kölluð til vegna ungmenna sem voru til vandræða í strætisvagni og til að aðstoða við að vísa á brott hópi ungmenna sem ekki voru velkomin á veitingastað. Þá sinnti lögreglan þar einnig fjölda verkefna vegna ölvunar. Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Þrír voru fluttir á slysadeild af tónleikunum og kemur fram í dagbók lögreglunnar að lögregluaðstoðar hafi einnig verið óskað vegna mögulegrar líkamsárásar á tónleikunum. Mikil umræða er um tónleikana í Facebook-hópnum Beautytips. Þar lýsa gestir miklum troðningi, ofbeldi og takmörkuðu aðgengi að salerni sem hafi endað með því að einhverjir pissuðu á gólfið. Miklar annir voru hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls gistu 13 í fangageymslu í nótt og voru 112 mál skráð í kerfi þeirra frá klukkan 17 til fimm í morgun. Stórfelld líkamsárás og mikil ölvun víða Á lögreglustöð 1, sem sér um miðborg, Laugardal, Hlíðar og Háaleiti, var töluvert um útköll vegna ölvunar og er til dæmis í dagbókinni fjallað um að lögreglan hafi þurft að vísa þó nokkrum aðilum af ölhúsum og þurft að hafa afskipti af gleðskap í heimahúsi og handtóku tvo sem eru grunaðir um stórfellda líkamsárás á ölhúsi. Sá sem ráðist var á var fluttur á bráðamóttöku. Þá var lögreglu á stöð 1 einnig tilkynnt um innbrot í líkamsræktarstöð. Á lögreglustöð 2, í Hafnafirði, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ökumanns sem ók af vettvangi eftir að hafa ekið á aðra bifreið. Lögregla handtók hann stuttu síðar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var einn handtekinn í Hafnarfirði vegna stórfelldrar líkamsárásar á ölhúsi. Líkamsárás í verslunarmiðstöð Á lögreglustöð 3, í Kópavogi og Breiðholti, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í verslunarmiðstöð en gerendur fundust ekki. Málið er í rannsókn. Þá sinnti lögreglan einnig fjölda verkefna vegna samkvæmishávaða og ölvunar, þar með talið ölvunar ungmenna. Þá stöðvaði lögreglan ökumann bifreiðar sem reyndist vera aðeins 14 ára gamall og var með farþega sem var á sama aldri. Á lögreglustöð 4, í Grafarholti, var lögregla kölluð til vegna ungmenna sem voru til vandræða í strætisvagni og til að aðstoða við að vísa á brott hópi ungmenna sem ekki voru velkomin á veitingastað. Þá sinnti lögreglan þar einnig fjölda verkefna vegna ölvunar.
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira