Brot á vopnalögum og líkamsárás á tónleikum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 07:23 Mjög fjölmennir tónleikar fóru fram í Laugardalshöll í gær á vegum þáttastjórnenda FM95Blö. Það eru Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, eða Gillz, og Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jrr. Vísir/Vilhelm Tveir voru handteknir vegna gruns um eða fyrir að hafa brotið vopnalög í gær á tónleikum. Ekki kemur fram hvaða tónleikar það eru í dagbók lögreglu en lögregla á stöð 1 sinnti útkallinu. Í gær fóru fram fjölmennir tóneikar í Laugardalshöll á vegum FM 95BLÖ. Þrír voru fluttir á slysadeild af tónleikunum og kemur fram í dagbók lögreglunnar að lögregluaðstoðar hafi einnig verið óskað vegna mögulegrar líkamsárásar á tónleikunum. Mikil umræða er um tónleikana í Facebook-hópnum Beautytips. Þar lýsa gestir miklum troðningi, ofbeldi og takmörkuðu aðgengi að salerni sem hafi endað með því að einhverjir pissuðu á gólfið. Miklar annir voru hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls gistu 13 í fangageymslu í nótt og voru 112 mál skráð í kerfi þeirra frá klukkan 17 til fimm í morgun. Stórfelld líkamsárás og mikil ölvun víða Á lögreglustöð 1, sem sér um miðborg, Laugardal, Hlíðar og Háaleiti, var töluvert um útköll vegna ölvunar og er til dæmis í dagbókinni fjallað um að lögreglan hafi þurft að vísa þó nokkrum aðilum af ölhúsum og þurft að hafa afskipti af gleðskap í heimahúsi og handtóku tvo sem eru grunaðir um stórfellda líkamsárás á ölhúsi. Sá sem ráðist var á var fluttur á bráðamóttöku. Þá var lögreglu á stöð 1 einnig tilkynnt um innbrot í líkamsræktarstöð. Á lögreglustöð 2, í Hafnafirði, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ökumanns sem ók af vettvangi eftir að hafa ekið á aðra bifreið. Lögregla handtók hann stuttu síðar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var einn handtekinn í Hafnarfirði vegna stórfelldrar líkamsárásar á ölhúsi. Líkamsárás í verslunarmiðstöð Á lögreglustöð 3, í Kópavogi og Breiðholti, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í verslunarmiðstöð en gerendur fundust ekki. Málið er í rannsókn. Þá sinnti lögreglan einnig fjölda verkefna vegna samkvæmishávaða og ölvunar, þar með talið ölvunar ungmenna. Þá stöðvaði lögreglan ökumann bifreiðar sem reyndist vera aðeins 14 ára gamall og var með farþega sem var á sama aldri. Á lögreglustöð 4, í Grafarholti, var lögregla kölluð til vegna ungmenna sem voru til vandræða í strætisvagni og til að aðstoða við að vísa á brott hópi ungmenna sem ekki voru velkomin á veitingastað. Þá sinnti lögreglan þar einnig fjölda verkefna vegna ölvunar. Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira
Þrír voru fluttir á slysadeild af tónleikunum og kemur fram í dagbók lögreglunnar að lögregluaðstoðar hafi einnig verið óskað vegna mögulegrar líkamsárásar á tónleikunum. Mikil umræða er um tónleikana í Facebook-hópnum Beautytips. Þar lýsa gestir miklum troðningi, ofbeldi og takmörkuðu aðgengi að salerni sem hafi endað með því að einhverjir pissuðu á gólfið. Miklar annir voru hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls gistu 13 í fangageymslu í nótt og voru 112 mál skráð í kerfi þeirra frá klukkan 17 til fimm í morgun. Stórfelld líkamsárás og mikil ölvun víða Á lögreglustöð 1, sem sér um miðborg, Laugardal, Hlíðar og Háaleiti, var töluvert um útköll vegna ölvunar og er til dæmis í dagbókinni fjallað um að lögreglan hafi þurft að vísa þó nokkrum aðilum af ölhúsum og þurft að hafa afskipti af gleðskap í heimahúsi og handtóku tvo sem eru grunaðir um stórfellda líkamsárás á ölhúsi. Sá sem ráðist var á var fluttur á bráðamóttöku. Þá var lögreglu á stöð 1 einnig tilkynnt um innbrot í líkamsræktarstöð. Á lögreglustöð 2, í Hafnafirði, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ökumanns sem ók af vettvangi eftir að hafa ekið á aðra bifreið. Lögregla handtók hann stuttu síðar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var einn handtekinn í Hafnarfirði vegna stórfelldrar líkamsárásar á ölhúsi. Líkamsárás í verslunarmiðstöð Á lögreglustöð 3, í Kópavogi og Breiðholti, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í verslunarmiðstöð en gerendur fundust ekki. Málið er í rannsókn. Þá sinnti lögreglan einnig fjölda verkefna vegna samkvæmishávaða og ölvunar, þar með talið ölvunar ungmenna. Þá stöðvaði lögreglan ökumann bifreiðar sem reyndist vera aðeins 14 ára gamall og var með farþega sem var á sama aldri. Á lögreglustöð 4, í Grafarholti, var lögregla kölluð til vegna ungmenna sem voru til vandræða í strætisvagni og til að aðstoða við að vísa á brott hópi ungmenna sem ekki voru velkomin á veitingastað. Þá sinnti lögreglan þar einnig fjölda verkefna vegna ölvunar.
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira