Banaslysið haft áhrif á undirbúning manngerðra íshella Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. maí 2025 22:01 Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Vísir/Vilhelm Banaslysið í Breiðamerkurjökli á síðasta ári hefur haft töluverð áhrif á undirbúning fyrir tvo manngerða íshella sem fyrirhugaðir eru í Langjökli. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að tekið verði tillit til allra athugasemda forsætisráðuneytisins. Til stendur að hefja framkvæmdir að tveimur manngerðum íshellum á Langjökli á næstu misserum. Bláskógabyggð mun gera samning við forsætisráðuneytið um nýtingu á þjóðlendu að loknu deiliskipulagsferli og verkefnið auglýst áður en sveitarfélagið gerir samning við fyrirtæki um ferðaþjónustu á svæðinu. Í umsögn forsætisráðuneytisins um fyrirhugaða íshelli eru gerðar ýmsar athugasemdir við verkefnið. Meðal annars er brýnt fyrir sveitarfélaginu að gera áhættumat vegna náttúruvára og ítrekaðar tillögur starfshóps sem var myndaður vegna banaslyss í íshelli í Breiðamerkurjökli á síðasta ári. Að sögn sveitarstjóra verður gerð krafa um ýmis öryggisatriði í væntanlegum samningi við ferðaþjónustuaðila. „Þeir þurfa að sína fram á það að þeir séu með áætlanir, með kerfi í kringum þetta og kunni að bregðast við og viti hvað skal gera. og geti metið aðstæður og áhættu á hverjum tíma,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Meiri kröfur eftir slysið í Breiðamerkurjökli Banaslysið á síðasta ári hafi haft töluverð áhrif á undirbúningsvinnuna í Langjökli og lærdómur dreginn frá mistökum sem þar voru gerð. „Þetta hægði á þessari vinnu og þessi mál voru komin í vinnslu áður en það varð. Það var ákveðið að stoppa og var fundað og farið yfir hvaða kröfur ætti að gera og það er verið að gera meiri kröfur en var gert ráð fyrir áður,“ segir Ásta. Ekki er útilokað að hafa íshellana opna á sumrin enda væntanlegir hellar í Langjökli annars eðlis en náttúrulegir íshellar. Það sé ferðaþjónustuaðila að meta hvort bráðnun á sumrin reynist of mikil. „Þetta eru auðvitað ekki hellar sem eru að taka svona miklum breytingum eins og þessir náttúrulegu íshellar sem að myndast bara við bráðnun heldur er þetta bara borað eða grafið ofan í jökullinn svo þetta er ekki á eins mikilli hreyfingu,“ segir Ásta. „Það eru engin vatnsföll sem eru að streyma þarna undan þessum hellum.“ Ferðaþjónusta Bláskógabyggð Slys á Breiðamerkurjökli Slysavarnir Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Til stendur að hefja framkvæmdir að tveimur manngerðum íshellum á Langjökli á næstu misserum. Bláskógabyggð mun gera samning við forsætisráðuneytið um nýtingu á þjóðlendu að loknu deiliskipulagsferli og verkefnið auglýst áður en sveitarfélagið gerir samning við fyrirtæki um ferðaþjónustu á svæðinu. Í umsögn forsætisráðuneytisins um fyrirhugaða íshelli eru gerðar ýmsar athugasemdir við verkefnið. Meðal annars er brýnt fyrir sveitarfélaginu að gera áhættumat vegna náttúruvára og ítrekaðar tillögur starfshóps sem var myndaður vegna banaslyss í íshelli í Breiðamerkurjökli á síðasta ári. Að sögn sveitarstjóra verður gerð krafa um ýmis öryggisatriði í væntanlegum samningi við ferðaþjónustuaðila. „Þeir þurfa að sína fram á það að þeir séu með áætlanir, með kerfi í kringum þetta og kunni að bregðast við og viti hvað skal gera. og geti metið aðstæður og áhættu á hverjum tíma,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Meiri kröfur eftir slysið í Breiðamerkurjökli Banaslysið á síðasta ári hafi haft töluverð áhrif á undirbúningsvinnuna í Langjökli og lærdómur dreginn frá mistökum sem þar voru gerð. „Þetta hægði á þessari vinnu og þessi mál voru komin í vinnslu áður en það varð. Það var ákveðið að stoppa og var fundað og farið yfir hvaða kröfur ætti að gera og það er verið að gera meiri kröfur en var gert ráð fyrir áður,“ segir Ásta. Ekki er útilokað að hafa íshellana opna á sumrin enda væntanlegir hellar í Langjökli annars eðlis en náttúrulegir íshellar. Það sé ferðaþjónustuaðila að meta hvort bráðnun á sumrin reynist of mikil. „Þetta eru auðvitað ekki hellar sem eru að taka svona miklum breytingum eins og þessir náttúrulegu íshellar sem að myndast bara við bráðnun heldur er þetta bara borað eða grafið ofan í jökullinn svo þetta er ekki á eins mikilli hreyfingu,“ segir Ásta. „Það eru engin vatnsföll sem eru að streyma þarna undan þessum hellum.“
Ferðaþjónusta Bláskógabyggð Slys á Breiðamerkurjökli Slysavarnir Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira