„Eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2025 21:34 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með andann og orkuna í sínu liði í dag sem vann 4-2 sigur á KR í bestu deildinni. Hann svaraði einnig til um möguleikana á því að Steven Caulker gengi í raðir Garðabæjarliðsins en Caulker var mættur í stúkuna á Samsung-vellinum í kvöld. „Þetta var skrýtin byrjun og það er voða erfitt að lýsa þessari byrjun. Mjög sérstakt en við komum inn af miklum krafti og ætluðum að byrja vel. Við vissum að það væru tækifæri að vera „direct“ og við nýttum það vel,“ sagði Jökull en Stjarnan var komin með 3-0 forystu eftir ellefu mínútna leik í kvöld. Þrátt fyrir að KR hafi minnkað muninn undir lok fyrri hálfleiks og átt færi fram að því sagði Jökull að það hefði aldrei farið um hann í leiknum. „Nei, það gerði það nú ekki. Mér fannst þeir ekki skapa mikið af dauðafærum og heilt yfir leikinn fannst mér við skapa betri færi af þeim færum sem urðu ekki mörk í þessum leik. Það fór ekki um mig en ég vissi líka að þeir ættu eftir að skora annað mark í hálfleik. Fyrir okkur var ekkert annað en að gera annað og meira.“ Eftir tapleikinn gegn Vestra í síðustu umferð bað Jökull um svör frá sínu liði og óhætt er að segja að hann hafi fengið þau í dag. „Ég myndi segja það, ég held það sé ekki hægt að biðja um mikið meira. Það var andi og orka í liðinu og menn voru að taka ábyrgð og gera kröfur á hvern annan. Það byrjar þar.“ „Hefur verið leiðtogi í þeim liðum sem hann hefur verið í“ Steven Caulker, sem meðal annars hefur leikið með Liverpool, Tottenham og QPR í ensku úrvalsdeildinni var í stúkunni á Samsung-vellinum í kvöld og sagði Jökull í viðtali fyrir leik að viðræður stæðu yfir um að hann gerðist leikmaður Stjörnunnar. Jökull var þó pollrólegur spurður út í Caulker og hvort frammistaðan í kvöld hefði sannfært Caulker endanlega. „Ég hef ekki heyrt af því en við erum alveg rólegir með það. Það er eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski en kannski ekki. Við sjáum bara til.“ Caulker yrði áhugaverð viðbót í Bestu deildina en hann spilaði rúmlega þrjátíu leiki í næst efstu deild í Tyrklandi á nýliðnu tímabili. „Hann er í toppstandi og er að koma eftir heilt tímabil þar sem hann var heill og spilaði mikið. Hefur verið leiðtogi í liðum sem hann hefur verið í síðari hluta ferilsins. Stór karakter og sterkur leikmaður, alls konar pælingar með það. Þú færð ekkert meira um það úr þessu, það kemur meira um það seinna. Það verður annað hvort „on“ eða „off.“ Hverjar telur þú líkurnar á að þið náið að semja við hann? „Ég veit ekki líkurnar,“ sagði Jökull að endingu. Besta deild karla Stjarnan KR Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
„Þetta var skrýtin byrjun og það er voða erfitt að lýsa þessari byrjun. Mjög sérstakt en við komum inn af miklum krafti og ætluðum að byrja vel. Við vissum að það væru tækifæri að vera „direct“ og við nýttum það vel,“ sagði Jökull en Stjarnan var komin með 3-0 forystu eftir ellefu mínútna leik í kvöld. Þrátt fyrir að KR hafi minnkað muninn undir lok fyrri hálfleiks og átt færi fram að því sagði Jökull að það hefði aldrei farið um hann í leiknum. „Nei, það gerði það nú ekki. Mér fannst þeir ekki skapa mikið af dauðafærum og heilt yfir leikinn fannst mér við skapa betri færi af þeim færum sem urðu ekki mörk í þessum leik. Það fór ekki um mig en ég vissi líka að þeir ættu eftir að skora annað mark í hálfleik. Fyrir okkur var ekkert annað en að gera annað og meira.“ Eftir tapleikinn gegn Vestra í síðustu umferð bað Jökull um svör frá sínu liði og óhætt er að segja að hann hafi fengið þau í dag. „Ég myndi segja það, ég held það sé ekki hægt að biðja um mikið meira. Það var andi og orka í liðinu og menn voru að taka ábyrgð og gera kröfur á hvern annan. Það byrjar þar.“ „Hefur verið leiðtogi í þeim liðum sem hann hefur verið í“ Steven Caulker, sem meðal annars hefur leikið með Liverpool, Tottenham og QPR í ensku úrvalsdeildinni var í stúkunni á Samsung-vellinum í kvöld og sagði Jökull í viðtali fyrir leik að viðræður stæðu yfir um að hann gerðist leikmaður Stjörnunnar. Jökull var þó pollrólegur spurður út í Caulker og hvort frammistaðan í kvöld hefði sannfært Caulker endanlega. „Ég hef ekki heyrt af því en við erum alveg rólegir með það. Það er eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski en kannski ekki. Við sjáum bara til.“ Caulker yrði áhugaverð viðbót í Bestu deildina en hann spilaði rúmlega þrjátíu leiki í næst efstu deild í Tyrklandi á nýliðnu tímabili. „Hann er í toppstandi og er að koma eftir heilt tímabil þar sem hann var heill og spilaði mikið. Hefur verið leiðtogi í liðum sem hann hefur verið í síðari hluta ferilsins. Stór karakter og sterkur leikmaður, alls konar pælingar með það. Þú færð ekkert meira um það úr þessu, það kemur meira um það seinna. Það verður annað hvort „on“ eða „off.“ Hverjar telur þú líkurnar á að þið náið að semja við hann? „Ég veit ekki líkurnar,“ sagði Jökull að endingu.
Besta deild karla Stjarnan KR Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti