Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2025 10:03 Sólveig Anna fer hinum háðuglegustu orðum um afstöðu Guðmundar Hrafns. Hún telur hann kasta steinum úr glerhúsi en hann sé þó woke, sem sé gott. vísir/einar/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir orð Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formanns Leigjendasamtakanna og segir hann mótsagnakenndan. Vísir birti viðtal við Guðmund Hrafn sem lýsti aðalfundi Sósíalistaflokksins eins og hann kom honum fyrir sjónir í ítarlegu viðtali. Víst er að deilurnar innan Sósíalistaflokksins eru flóknar og þær eru persónulegar. „Maðurinn sem ærðist af bræði þegar að Efling undirritaði kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrir rúmu ári, þrátt fyrir að hafa sjálfur aldrei komið nálægt kjarasamningsviðræðum,“ segir Sólveig Anna. Að þekkja skortsins glímutök Og hún er hvergi nærri hætt og tekur enga fanga frekar en fyrri daginn. Sólveig Anna fer háðslegum orðum um viðhorf Guðmundar Hrafns sem hún telur einkennast af einsýni. „... hellti sér yfir mig með svívirðingum og fór svo um og hvatti fólk til að fella samningana, af fullkomnu ábyrgðarleysi, vegna þess að ég og félagar mínir í samninganefnd Eflingar tókum ekki nægilega vel við skipunum frá honum,“ segir Sólveig Anna meðal annars í athugasemd á Facebook. Sólveig Anna segir nú Guðmund Hrafn saka þau sem tekið hafa við völdum í Sósíalistaflokknum m.a. um „móðgunargirni og mjög tilfinningahlaðin viðbrögð“ við undirbúning aðalfundar flokksins og á honum. Þetta telur Sólveig Anna sérdeilis einkennileg viðbrögð. „Þarna talar hann af innsýn - ég hef reynslu af hans tilfinningahlöðnu móðgunargirni yfir því að hlutirnir færu öðruvísi en hann hafði ákveðið - ég var ekki nógu dugleg í „valdeflingu öreiganna“, ólíkt honum og vinum hans sem þekkja skortsins glímutök betur en aðrir og hvernig uppræta má þau.“ „Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag“ Hún spyr: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? segi ég nú bara.“ Í viðtalinu var Guðmundur Hrafn spurður sérstaklega út í messu Sólveigar Önnu um woke, afdrifarík ræða sem hún flutti á Samstöðinni og hellti sér þá yfir Hallgrím Helgason rithöfund. Þessi ræða var afdrifarík og leiddi á endanum til úrsagnar Sólveigar Önnu úr Sósíalistaflokknum. „En hann er mjög woke - sem er voða gott, og eins og öll vita vænlegt í baráttunni fyrir frelsun þeirra arðrændu. Ég spái miklum sigrum framundan hjá honum í því heilaga verkefni; Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag, unz Internationalinn er allra kynjalag!“ Eins og áður sagði eru deilurnar innan Sósíalistaflokksins afar flóknar. Nú velta menn því til að mynda fyrir sér hvort Sólveig Anna ætli aftur að ganga til liðs við flokkinn. Þetta er í ljósi þess að á lista sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, fyrrverandi pólitískur leiðtogi flokksins, gaf út var að finna alla þá sem töluðu gegn Sólveigu í „woke-málinu“. En svarið við þeirri spurningu liggur ekki á lausu. Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Samfélagsmiðlar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Vísir birti viðtal við Guðmund Hrafn sem lýsti aðalfundi Sósíalistaflokksins eins og hann kom honum fyrir sjónir í ítarlegu viðtali. Víst er að deilurnar innan Sósíalistaflokksins eru flóknar og þær eru persónulegar. „Maðurinn sem ærðist af bræði þegar að Efling undirritaði kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrir rúmu ári, þrátt fyrir að hafa sjálfur aldrei komið nálægt kjarasamningsviðræðum,“ segir Sólveig Anna. Að þekkja skortsins glímutök Og hún er hvergi nærri hætt og tekur enga fanga frekar en fyrri daginn. Sólveig Anna fer háðslegum orðum um viðhorf Guðmundar Hrafns sem hún telur einkennast af einsýni. „... hellti sér yfir mig með svívirðingum og fór svo um og hvatti fólk til að fella samningana, af fullkomnu ábyrgðarleysi, vegna þess að ég og félagar mínir í samninganefnd Eflingar tókum ekki nægilega vel við skipunum frá honum,“ segir Sólveig Anna meðal annars í athugasemd á Facebook. Sólveig Anna segir nú Guðmund Hrafn saka þau sem tekið hafa við völdum í Sósíalistaflokknum m.a. um „móðgunargirni og mjög tilfinningahlaðin viðbrögð“ við undirbúning aðalfundar flokksins og á honum. Þetta telur Sólveig Anna sérdeilis einkennileg viðbrögð. „Þarna talar hann af innsýn - ég hef reynslu af hans tilfinningahlöðnu móðgunargirni yfir því að hlutirnir færu öðruvísi en hann hafði ákveðið - ég var ekki nógu dugleg í „valdeflingu öreiganna“, ólíkt honum og vinum hans sem þekkja skortsins glímutök betur en aðrir og hvernig uppræta má þau.“ „Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag“ Hún spyr: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? segi ég nú bara.“ Í viðtalinu var Guðmundur Hrafn spurður sérstaklega út í messu Sólveigar Önnu um woke, afdrifarík ræða sem hún flutti á Samstöðinni og hellti sér þá yfir Hallgrím Helgason rithöfund. Þessi ræða var afdrifarík og leiddi á endanum til úrsagnar Sólveigar Önnu úr Sósíalistaflokknum. „En hann er mjög woke - sem er voða gott, og eins og öll vita vænlegt í baráttunni fyrir frelsun þeirra arðrændu. Ég spái miklum sigrum framundan hjá honum í því heilaga verkefni; Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag, unz Internationalinn er allra kynjalag!“ Eins og áður sagði eru deilurnar innan Sósíalistaflokksins afar flóknar. Nú velta menn því til að mynda fyrir sér hvort Sólveig Anna ætli aftur að ganga til liðs við flokkinn. Þetta er í ljósi þess að á lista sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, fyrrverandi pólitískur leiðtogi flokksins, gaf út var að finna alla þá sem töluðu gegn Sólveigu í „woke-málinu“. En svarið við þeirri spurningu liggur ekki á lausu.
Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Samfélagsmiðlar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent