Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 18:00 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, lagði til að tvö frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál yrðu færð framar á dagskrá þingsins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn funduðu með forseta Alþingis nú síðdegis um að flýta afgreiðslu á útlendingamálum dómsmálaráðherra, eftir boð stjórnarandstöðunnar um það. Ráðherrann sagði um helgina að stjórnarandstaðan tefði fyrir afgreiðslu málanna á þingi. Að endingu náðust samningar um að færa mál ráðherrans framar á dagskrá. Stjórnarandstöðuþingmenn stigu í pontu Alþingis á þingfundi síðdegis hver á eftir öðrum og lýstu megnri vanþóknun á orðum sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lét falla í Sprengisandi í gær, þar sem hún sagði stjórnarandstöðuna koma í veg fyrir að útlendingamál hlytu umfjöllun á þinginu. Þorbjörg svaraði því til að gleðilegt væri að heyra ákveðna þingmenn lýsa því yfir að þeir myndu styðja mál ráðherrans, sem snúa annars vegar að framsali sakamanna og hins vegar afhendingu farþegalista til lögreglu og tollayfirvalda. Nokkuð havarí varð í þinginu vegna þessa máls, líkt og lesa má um í greininni hér að neðan. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu meðal annars á að dagskrárvaldið væri ríkisstjórnarflokkanna, en ekki þeirra sem sætu í minnihluta. Fór svo að hlé var gert á þingfundi til þess að forseti gæti rætt við formenn þingflokka um tillögu frá Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins, um að færa mál ráðherrans fremst á dagskrá, svo afgreiða mætti þau sem fyrst. Hlaut sú tillaga stuðning Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Með öðrum orðum virðist stjórnarandstaðan vilja sýna í verki að ekki standi á henni að fjalla um útlendingamál og áherslur ráðherrans í þeim efnum, ólíkt því sem Þorbjörg Sigríður hafði áður sagt. Á fundi þingforseta með þingflokksformönnum náðust samningar um að tillagan yrði dregin til baka, en að útlendingamálin færðust framar á dagskrá. Þau verða tekin fyrir að loknum atkvæðagreiðslum um önnur mál. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Stjórnarandstöðuþingmenn stigu í pontu Alþingis á þingfundi síðdegis hver á eftir öðrum og lýstu megnri vanþóknun á orðum sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lét falla í Sprengisandi í gær, þar sem hún sagði stjórnarandstöðuna koma í veg fyrir að útlendingamál hlytu umfjöllun á þinginu. Þorbjörg svaraði því til að gleðilegt væri að heyra ákveðna þingmenn lýsa því yfir að þeir myndu styðja mál ráðherrans, sem snúa annars vegar að framsali sakamanna og hins vegar afhendingu farþegalista til lögreglu og tollayfirvalda. Nokkuð havarí varð í þinginu vegna þessa máls, líkt og lesa má um í greininni hér að neðan. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu meðal annars á að dagskrárvaldið væri ríkisstjórnarflokkanna, en ekki þeirra sem sætu í minnihluta. Fór svo að hlé var gert á þingfundi til þess að forseti gæti rætt við formenn þingflokka um tillögu frá Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins, um að færa mál ráðherrans fremst á dagskrá, svo afgreiða mætti þau sem fyrst. Hlaut sú tillaga stuðning Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Með öðrum orðum virðist stjórnarandstaðan vilja sýna í verki að ekki standi á henni að fjalla um útlendingamál og áherslur ráðherrans í þeim efnum, ólíkt því sem Þorbjörg Sigríður hafði áður sagt. Á fundi þingforseta með þingflokksformönnum náðust samningar um að tillagan yrði dregin til baka, en að útlendingamálin færðust framar á dagskrá. Þau verða tekin fyrir að loknum atkvæðagreiðslum um önnur mál.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira