Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 22:06 Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir það ekki koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir það ekki þjóna neinum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Milliríkjasamtalið þurfi að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gasa.“ Í færslu á samfélagsmiðlum segir Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að það sé aldagömul hefð að viðhalda stjórnmálasambandi, ekki síst á ófriðartímum. Ísland hafi til að mynda ekki slitið stjórnmálasambandi við Rússland. Þess er þó vert að geta að Ísland lagði niður starfsemi sendiráðsins í Rússlandi árið 2023. „Það myndi líka draga úr vægi sjálfstæðrar greinargerðar Íslands til Alþjóðadómstólsins í Haag þar sem skyldur Ísrael sem hernámsþjóðar eru skýrt áréttaðar af okkar hálfu,“ segir hún. Forgangsröðun stjórnvalda hvað þetta varðar sé skýr. „Við köllum eftir varanlegu vopnahléi á Gaza og að mannúðaraðstoð berist inn á svæðið. Til lengri tíma þarf Ísland áfram að tala fyrir tveggja ríkja lausninni í samheldni við okkar helstu samstarfsríki,“ segir Dagbjört. Stjórnvöld í Suður-Afríku stefndu Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum fyrir brot á lögum um þjóðarmorð. Í því sambandi segir Dagbjört mikilvægt að því sé haldið til haga að ekkert samstarfsríki Íslands hafi kært sig inn í málið. Spánn og Írlandi hafi skilað greinarferð um túlkun þeirra á samningnum en taki þar með enga afstöðu, hvorki með né á móti málsaðilum. „Það er okkar grundvallarafstaða að við treystum dómstólnum og höfum kallað eftir því að Ísrael virði bráðabirgðaráðstafanir dómstólsins. Núna er mikilvægast að einblína á aðgerðir sem við teljum geta haft meiri áhrif, þar með talið samtal við samstarfsríki um að auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög,“ segir Dagbjört. Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlum segir Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að það sé aldagömul hefð að viðhalda stjórnmálasambandi, ekki síst á ófriðartímum. Ísland hafi til að mynda ekki slitið stjórnmálasambandi við Rússland. Þess er þó vert að geta að Ísland lagði niður starfsemi sendiráðsins í Rússlandi árið 2023. „Það myndi líka draga úr vægi sjálfstæðrar greinargerðar Íslands til Alþjóðadómstólsins í Haag þar sem skyldur Ísrael sem hernámsþjóðar eru skýrt áréttaðar af okkar hálfu,“ segir hún. Forgangsröðun stjórnvalda hvað þetta varðar sé skýr. „Við köllum eftir varanlegu vopnahléi á Gaza og að mannúðaraðstoð berist inn á svæðið. Til lengri tíma þarf Ísland áfram að tala fyrir tveggja ríkja lausninni í samheldni við okkar helstu samstarfsríki,“ segir Dagbjört. Stjórnvöld í Suður-Afríku stefndu Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum fyrir brot á lögum um þjóðarmorð. Í því sambandi segir Dagbjört mikilvægt að því sé haldið til haga að ekkert samstarfsríki Íslands hafi kært sig inn í málið. Spánn og Írlandi hafi skilað greinarferð um túlkun þeirra á samningnum en taki þar með enga afstöðu, hvorki með né á móti málsaðilum. „Það er okkar grundvallarafstaða að við treystum dómstólnum og höfum kallað eftir því að Ísrael virði bráðabirgðaráðstafanir dómstólsins. Núna er mikilvægast að einblína á aðgerðir sem við teljum geta haft meiri áhrif, þar með talið samtal við samstarfsríki um að auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög,“ segir Dagbjört.
Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira