Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Árni Sæberg skrifar 23. maí 2025 16:58 Maðurinn lést í íbúð Dagbjartar í Bátavogi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á beiðni Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur um áfrýjunarleyfi á dómi Landsréttar, þar sem hún var dæmd í sextán ára fangelsi fyrir að myrða sambýlismann sinn. Landsréttur þyngdi refsingu Dagbjartar um sex ár, þar sem háttsemi hennar var heimfærð til ákvæðir hegningarlaga um manndráp, frekar en ákvæðis sömu laga um stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða. Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ sagði í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í febrúar síðastliðnum. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Telur dóm Landsréttar rangan Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðnina segir að Dagbjört hefði byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og áfrýjun lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu. Hún hefði meðal annars vísað til þess að óskýrleiki verknaðarlýsingar hefði átt að leiða til þess að málinu yrði vísað frá dómi eða í öllu falli að Landsrétti hefði ekki verið stætt á að sakfella fyrir manndráp á grundvelli þeirrar óljósu lýsingar að hún hefði beitt brotaþola „margþættu ofbeldi“ og dánarorsök hefði verið „köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn“. Dagbjört hefði byggt á því að Landsréttur virtist í dómi sínum eingöngu byggja á forsendum útvíkkaðrar réttarkrufningar um öll vafaatriði málsins og niðurstöðum dómkvadds manns þannig vikið til hliðar. Dómur Landsréttar væri því bersýnilega rangur að formi og efni til hvað varði sönnunargildi matsgerðar. Reyni á vægi sérfræðiskýrslna Auk þess hefði verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um sönnunarmat í málum þar sem reyni á vægi sérfræðiskýrslna sem aflað hefði verið einhliða af lögreglu gagnvart matsgerð dómkvaddra manna sem ákæruvaldið hefði ekki leitast eftir að fá hrundið með yfirmati. Loks hefði Dagbjört talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til hvað varðar mat á ásetningi hennar og heimfærslu brotsins. Að mati hennar væri mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um mörk ákvæða hegningarlaga um annars vegar manndráp og hins vegar líkamsárás sem leiðir til dauða. Heimfærsla brotsins varði Dagnbjörtu miklu enda hefði fangelsisrefsing hennar verið þyngd um sex ár milli dómstiga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að úrlausn þess, meðal annars um heimfærslu háttsemi Dagbjartar til refsiákvæða, kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Þá væri jafnframt haft í huga að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp í Landsrétti en hefði í héraði verið sakfelld fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Beiðnin væri því samþykkt. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15 Dagbjört dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás í Bátavogsmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. júlí 2024 15:20 Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. 28. júní 2024 16:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Landsréttur þyngdi refsingu Dagbjartar um sex ár, þar sem háttsemi hennar var heimfærð til ákvæðir hegningarlaga um manndráp, frekar en ákvæðis sömu laga um stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða. Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ sagði í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í febrúar síðastliðnum. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Telur dóm Landsréttar rangan Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðnina segir að Dagbjört hefði byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og áfrýjun lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu. Hún hefði meðal annars vísað til þess að óskýrleiki verknaðarlýsingar hefði átt að leiða til þess að málinu yrði vísað frá dómi eða í öllu falli að Landsrétti hefði ekki verið stætt á að sakfella fyrir manndráp á grundvelli þeirrar óljósu lýsingar að hún hefði beitt brotaþola „margþættu ofbeldi“ og dánarorsök hefði verið „köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn“. Dagbjört hefði byggt á því að Landsréttur virtist í dómi sínum eingöngu byggja á forsendum útvíkkaðrar réttarkrufningar um öll vafaatriði málsins og niðurstöðum dómkvadds manns þannig vikið til hliðar. Dómur Landsréttar væri því bersýnilega rangur að formi og efni til hvað varði sönnunargildi matsgerðar. Reyni á vægi sérfræðiskýrslna Auk þess hefði verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um sönnunarmat í málum þar sem reyni á vægi sérfræðiskýrslna sem aflað hefði verið einhliða af lögreglu gagnvart matsgerð dómkvaddra manna sem ákæruvaldið hefði ekki leitast eftir að fá hrundið með yfirmati. Loks hefði Dagbjört talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til hvað varðar mat á ásetningi hennar og heimfærslu brotsins. Að mati hennar væri mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um mörk ákvæða hegningarlaga um annars vegar manndráp og hins vegar líkamsárás sem leiðir til dauða. Heimfærsla brotsins varði Dagnbjörtu miklu enda hefði fangelsisrefsing hennar verið þyngd um sex ár milli dómstiga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að úrlausn þess, meðal annars um heimfærslu háttsemi Dagbjartar til refsiákvæða, kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Þá væri jafnframt haft í huga að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp í Landsrétti en hefði í héraði verið sakfelld fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Beiðnin væri því samþykkt.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15 Dagbjört dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás í Bátavogsmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. júlí 2024 15:20 Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. 28. júní 2024 16:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15
Dagbjört dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás í Bátavogsmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. júlí 2024 15:20
Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. 28. júní 2024 16:00