„Verkefnið bara heltekur okkur“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2025 16:02 Jón Viðar er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þrír fullorðnir karlmenn voru í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og náði einn þeirra að brjóta sér leið út og láta viðbragðsaðila vita af tveimur sem voru þar inni. Þeir eru nú látnir. Fjöldi nágranna var á vettvangi og hafa einhverjir lýst háværri sprengingu í tengslum við brunann. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir áfallahjálp mikilvæga í verkefnum sem þessum. Teymi frá Rauða krossinum sé vanalega boðað á vettvang til aðstoðar fyrir sjónarvotta, það hefði mátt fara betur í gær. „Nú verð ég að viðurkenna að atburðarrásin var þannig að verkefnið bara heltekur okkur og ég er ekki með nægilega góða yfirsýn yfir atburðina. Það var mikið annað sem þurfti að sinna en ég held að við hefðum mátt gera betur í þessum þætti og höfum ekki boðað Rauða krossinn. Það er allavega þannig sem þetta slær mig núna,“ segir Jón Viðar. Hann bendir fólki á að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins 1717. Áfallahjálp sé ekki síður mikilvæg fyrir viðbragðsaðila sem munu fara yfir útkallið á svokölluðum viðrunarfundi. Þar sé farið yfir ýmsar tilfinningar sem sprottið upp. „Þú kemur inn á fundinn og ert kannski að velta fyrir hvort þú hafir staðið þig nægilega vel, gleymdist að sinna þessum, gleymdist þetta, er eitthvað sem við getum gert betur. Slíkur fundur er hjá okkur í dag fyrir þá sem voru á vettvangi,“ segir Jón Viðar og bendir á að félagslegur stuðningur sé mikilvægur í aðstæðum sem þessum. Eldsupptök eru til rannsóknar hjá lögreglu og einnig til skoðunar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Jón Viðar segir útkallið hafa verið flókið þrátt fyrir að eldsvoðinn hafi verið afmarkaður. „Þetta var mikill bruni og verkefni af þessum toga eru alltaf eitthvað sem sest aðeins á fólk.“ Veistu af hverju bruninn var svo mikill? „Nei, það er það sem við vonumst til að fá einhverjar vísbendingar um. Af hverju það var svona mikill bruni.“ Slökkvilið Eldsvoði á Hjarðarhaga Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þrír fullorðnir karlmenn voru í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og náði einn þeirra að brjóta sér leið út og láta viðbragðsaðila vita af tveimur sem voru þar inni. Þeir eru nú látnir. Fjöldi nágranna var á vettvangi og hafa einhverjir lýst háværri sprengingu í tengslum við brunann. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir áfallahjálp mikilvæga í verkefnum sem þessum. Teymi frá Rauða krossinum sé vanalega boðað á vettvang til aðstoðar fyrir sjónarvotta, það hefði mátt fara betur í gær. „Nú verð ég að viðurkenna að atburðarrásin var þannig að verkefnið bara heltekur okkur og ég er ekki með nægilega góða yfirsýn yfir atburðina. Það var mikið annað sem þurfti að sinna en ég held að við hefðum mátt gera betur í þessum þætti og höfum ekki boðað Rauða krossinn. Það er allavega þannig sem þetta slær mig núna,“ segir Jón Viðar. Hann bendir fólki á að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins 1717. Áfallahjálp sé ekki síður mikilvæg fyrir viðbragðsaðila sem munu fara yfir útkallið á svokölluðum viðrunarfundi. Þar sé farið yfir ýmsar tilfinningar sem sprottið upp. „Þú kemur inn á fundinn og ert kannski að velta fyrir hvort þú hafir staðið þig nægilega vel, gleymdist að sinna þessum, gleymdist þetta, er eitthvað sem við getum gert betur. Slíkur fundur er hjá okkur í dag fyrir þá sem voru á vettvangi,“ segir Jón Viðar og bendir á að félagslegur stuðningur sé mikilvægur í aðstæðum sem þessum. Eldsupptök eru til rannsóknar hjá lögreglu og einnig til skoðunar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Jón Viðar segir útkallið hafa verið flókið þrátt fyrir að eldsvoðinn hafi verið afmarkaður. „Þetta var mikill bruni og verkefni af þessum toga eru alltaf eitthvað sem sest aðeins á fólk.“ Veistu af hverju bruninn var svo mikill? „Nei, það er það sem við vonumst til að fá einhverjar vísbendingar um. Af hverju það var svona mikill bruni.“
Slökkvilið Eldsvoði á Hjarðarhaga Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira