Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 10:59 Hailey Bieber prýðir forsíðu tískutímaritsins Vogue en eiginmaður hennar hafði áður sagt við hana að það myndi aldrei gerast. Getty/Amy Sussman Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir nú forsíðu Vogue tímaritsins þar sem hún ræðir á einlægum nótum um líf sitt. Eiginmaður hennar Justin Bieber birti forsíðumyndina á Instagram hjá sér með vægast sagt sérkennilegum texta sem hann hefur nú eytt. Justin Bieber birti forsíðumyndina af eiginkonu sinni og skrifaði upphaflega: „Þetta minnir mig á þegar við Hailey lentum í rosalegu rifrildi. Ég sagði henni að hún myndi aldrei komast á forsíðu Vogue. Úff ég veit, mjög andstyggilegt. Af einhverri ástæðu leið mér eins og hún væri að vanvirða mig svakalega og ég hugsaði að ég yrði að jafna þetta og særa hana. Ég held að samhliða því að þroskast átti maður sig betur á því að maður þarf ekki alltaf að hefna sín. Með því að hefna okkar erum við í raun að fresta því sem við viljum í raun og veru, sem er nánd og tenging. Þannig að elskan mín ég veit að þú ert búin að fyrirgefa mér að ég sagði að þú kæmist aldrei á forsíðu Vogue, það var augljóslega sorglega rangt hjá mér.“ Nú hefur Bieberinn eytt skrifunum og breytt þeim í nokkur tjákn (e. emojis). View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Hailey Bieber er stórglæsileg á forsíðunni og ræðir meðal annars um mjög erfiða fæðingu frumburðar hennar og Justins. „Að fæða barn var það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert,“ segir hún og bætir við að fæðingin sem tók átján klukkutíma hafi ekki farið eins og hún hafði séð. „Það breytti mér algjörlega frá toppi til táar að verða móðir. Mér hefur aldrei líkað jafn vel við sjálfa mig.“ View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Hún segir móðurhlutverkið sömuleiðis hafa breytt því hvernig hún bregst við gagnrýni og athugasemdir frá fólki sem hefur gjarnan sterkar skoðanir á hjónabandi hennar og Justins. „Mér líður eins og ég hafi þurft að berjast svo mikið fyrir því að fólk geti skilið mig, vitað hver ég er og séð mig fyrir það sem ég er. En fólk hefur stundum einfaldlega engan áhuga á því og það er ekkert sem þú getur gert í því.“ Þá segist hún sömuleiðis setja orkuna sína í það sem skiptir hana máli, son sinn, eiginmann sinn, fjölskylduna, innri frið og fyrirtækið sitt. Hollywood Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Justin Bieber birti forsíðumyndina af eiginkonu sinni og skrifaði upphaflega: „Þetta minnir mig á þegar við Hailey lentum í rosalegu rifrildi. Ég sagði henni að hún myndi aldrei komast á forsíðu Vogue. Úff ég veit, mjög andstyggilegt. Af einhverri ástæðu leið mér eins og hún væri að vanvirða mig svakalega og ég hugsaði að ég yrði að jafna þetta og særa hana. Ég held að samhliða því að þroskast átti maður sig betur á því að maður þarf ekki alltaf að hefna sín. Með því að hefna okkar erum við í raun að fresta því sem við viljum í raun og veru, sem er nánd og tenging. Þannig að elskan mín ég veit að þú ert búin að fyrirgefa mér að ég sagði að þú kæmist aldrei á forsíðu Vogue, það var augljóslega sorglega rangt hjá mér.“ Nú hefur Bieberinn eytt skrifunum og breytt þeim í nokkur tjákn (e. emojis). View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Hailey Bieber er stórglæsileg á forsíðunni og ræðir meðal annars um mjög erfiða fæðingu frumburðar hennar og Justins. „Að fæða barn var það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert,“ segir hún og bætir við að fæðingin sem tók átján klukkutíma hafi ekki farið eins og hún hafði séð. „Það breytti mér algjörlega frá toppi til táar að verða móðir. Mér hefur aldrei líkað jafn vel við sjálfa mig.“ View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Hún segir móðurhlutverkið sömuleiðis hafa breytt því hvernig hún bregst við gagnrýni og athugasemdir frá fólki sem hefur gjarnan sterkar skoðanir á hjónabandi hennar og Justins. „Mér líður eins og ég hafi þurft að berjast svo mikið fyrir því að fólk geti skilið mig, vitað hver ég er og séð mig fyrir það sem ég er. En fólk hefur stundum einfaldlega engan áhuga á því og það er ekkert sem þú getur gert í því.“ Þá segist hún sömuleiðis setja orkuna sína í það sem skiptir hana máli, son sinn, eiginmann sinn, fjölskylduna, innri frið og fyrirtækið sitt.
Hollywood Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01