„Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2025 11:01 Gagnrýni Jónasar Sen á Carmina Burana hefur valdið verulegum usla í tónlistarlífi landsmanna. vísir Jónas Sen tónlistarmaður og tónlistargagnrýnandi, segist sannarlega ekki hafa viljað gera lítið úr kórastarfi né íslenskri kóramenningu. Hann hafi viljað bregða upp kaldhæðnu en kærleiksríku auga. „Já, mig langar að bregðast við viðbrögðum sem hafa komið vegna greinar minnar um Carmina Burana og íslenska kórmenningu. Ég veit að margt kórfólk leggur ómetanlega vinnu í starf sitt, oft án fjárhagslegrar umbunar og með mikilli elju og ábyrgðartilfinningu,“ segir Jónas í samtali við blaðamann Vísis um þau miklu viðbrögð sem gagnrýni hans á Carmina Burana hefur fengið. Óhætt er að segja að margir hafi brugðist ókvæða við og sagt Jónas vera að ráðast á allt sem heilagt er - kórastarfið. Menningarritstjórn Vísis þurfi að hugsa sinn gang Eins og áður sagði hefur Guðmundur Andri Thorsson ritað pistil um gagnrýnina og hefur hún hlotið gríðarlega útbreiðslu. Þar í athugasemd ritar Hrólfur Sæmundsson, sem söng einmitt í téðri uppfærslu að svona lagað hefði „hreinlega aldrei fengið að birtast á prenti hér í Þýskalandi.“ Hrólfur segir vanþekkingu Jónasar skína í gegn. „Hann gagnrýnir umdirritaðan fyrir að hafa sungið með nótum. En það er alltaf gert í óratóríum og konsertrepertoire. Svo það að gagnrýna klæðaburð flytjenda… þetta gerir enginn lengur, það þykir bæði siðlaust og gamaldags. Gjarnan er bryddað upp á óvenjulegum konsertklæðnaði nú á dögum,“ segir Hrólfur og telur að þarna sé ritað af rætni. „Menningarritstjórn Vísis þarf nú alvarlega að hugsa sinn gang.“ Hrólfur Sæmundsson söngvari segir að menningarritstjórn Vísis þurfi nú alvarlega að hugsa sinn gang.vísir/kristinn svanur jónsson Jónas segir hér gæta einhverskonar misskilings. „Ég ætlaði ekki að gera lítið úr þeirri helgun, heldur leyfa mér að skoða ákveðna menningarlega stemningu – með kaldhæðnu en kærleiksríku auga,“ segir Jónas. Ekki ætlunin að særa nokkurn mann Hann segist jafnframt hafa á því skilning að sumum sárni. „Ég skil að sumum hefur þótt þetta sárt, og það var ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni – eins og gagnrýni á að gera.“ Og óhætt er að segja að það hafi Jónasi tekist, svo um munar, en það hefur verið saga gagnrýni á hinu meðvirka Íslandi; að gagnrýnendur eru lamdir miskunnarlaust niður. Sagan sýnir það svo um munar. Jónas vonar að þetta verði til þess að fólk geti talað saman. „Já, ég vona að þetta verði til þess að við getum talað opinskátt – bæði um það sem við gerum vel og það sem mætti bæta. Því í hjarta kórsöngsins býr alltaf sameiginleg ástríða fyrir tónlist.“ Tónlist Kórar Tónleikar á Íslandi Menning Fjölmiðlar Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
„Já, mig langar að bregðast við viðbrögðum sem hafa komið vegna greinar minnar um Carmina Burana og íslenska kórmenningu. Ég veit að margt kórfólk leggur ómetanlega vinnu í starf sitt, oft án fjárhagslegrar umbunar og með mikilli elju og ábyrgðartilfinningu,“ segir Jónas í samtali við blaðamann Vísis um þau miklu viðbrögð sem gagnrýni hans á Carmina Burana hefur fengið. Óhætt er að segja að margir hafi brugðist ókvæða við og sagt Jónas vera að ráðast á allt sem heilagt er - kórastarfið. Menningarritstjórn Vísis þurfi að hugsa sinn gang Eins og áður sagði hefur Guðmundur Andri Thorsson ritað pistil um gagnrýnina og hefur hún hlotið gríðarlega útbreiðslu. Þar í athugasemd ritar Hrólfur Sæmundsson, sem söng einmitt í téðri uppfærslu að svona lagað hefði „hreinlega aldrei fengið að birtast á prenti hér í Þýskalandi.“ Hrólfur segir vanþekkingu Jónasar skína í gegn. „Hann gagnrýnir umdirritaðan fyrir að hafa sungið með nótum. En það er alltaf gert í óratóríum og konsertrepertoire. Svo það að gagnrýna klæðaburð flytjenda… þetta gerir enginn lengur, það þykir bæði siðlaust og gamaldags. Gjarnan er bryddað upp á óvenjulegum konsertklæðnaði nú á dögum,“ segir Hrólfur og telur að þarna sé ritað af rætni. „Menningarritstjórn Vísis þarf nú alvarlega að hugsa sinn gang.“ Hrólfur Sæmundsson söngvari segir að menningarritstjórn Vísis þurfi nú alvarlega að hugsa sinn gang.vísir/kristinn svanur jónsson Jónas segir hér gæta einhverskonar misskilings. „Ég ætlaði ekki að gera lítið úr þeirri helgun, heldur leyfa mér að skoða ákveðna menningarlega stemningu – með kaldhæðnu en kærleiksríku auga,“ segir Jónas. Ekki ætlunin að særa nokkurn mann Hann segist jafnframt hafa á því skilning að sumum sárni. „Ég skil að sumum hefur þótt þetta sárt, og það var ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni – eins og gagnrýni á að gera.“ Og óhætt er að segja að það hafi Jónasi tekist, svo um munar, en það hefur verið saga gagnrýni á hinu meðvirka Íslandi; að gagnrýnendur eru lamdir miskunnarlaust niður. Sagan sýnir það svo um munar. Jónas vonar að þetta verði til þess að fólk geti talað saman. „Já, ég vona að þetta verði til þess að við getum talað opinskátt – bæði um það sem við gerum vel og það sem mætti bæta. Því í hjarta kórsöngsins býr alltaf sameiginleg ástríða fyrir tónlist.“
Tónlist Kórar Tónleikar á Íslandi Menning Fjölmiðlar Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira