Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2025 12:02 Hildur Antonsdóttir var nýfarin af velli þegar Madrid CFF sneri leiknum við. madrid cff Hildur Antonsdóttir byrjaði á miðjunni hjá Madrid CFF í 4-3 endurkomusigri gegn Deportivo Abanca í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Ásdís Karen Halldórsdóttir var á bekknum og kom ekki við sögu. Sigurinn færði Madrid CFF upp í tíunda sæti deildarinnar. Madrid CFF komst tveimur mörkum yfir snemma í fyrri hálfleik og var á fínni siglingu, en fékk þrjú mörk á sig með skömmu millibili í seinni hálfleik og lenti undir. Liðið gafst ekki upp, Emilie Nautnes fullkomnaði sína þrennu með tveimur mörkum til viðbótar á lokamínútunum og tryggði liðinu 4-3 sigur. Hildur var tekin af velli rétt áður en síðustu tvö mörkin voru skoruð. Sigurinn í lokaumferðinni færði Madrid CFF 33. stigið í 30. leiknum og upp í tíunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, sem Barcelona vann með yfirburðum sjötta árið í röð. View this post on Instagram A post shared by Madrid Club de Fútbol Femenino (@madrid_cff) Ásdís Karen Halldórsdóttir sat á bekknum og kom ekki við sögu í dag, en tók alls þátt í ellefu leikjum á tímabilinu. Með þrjátíu mínútur að meðaltali í leik án markframlags. Hildur spilaði í 22 af 30 leikjum liðsins á tímabilinu, sextíu mínútur að meðaltali í leik, skoraði eitt mark í tólftu umferð og gaf eina stoðsendingu í fimmtándu umferð. Hún missti tæpa tvo mánuði úr, í febrúar og mars, vegna meiðsla. Hildur er fastamaður í íslenska landsliðinu og var valin í hópinn fyrir komandi leiki gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni. Spænski boltinn Tengdar fréttir Hildur fékk svakalegt glóðarauga Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir þurfti því miður að fara af velli í fyrri hálfleik í spænsku deildinni um helgina en það var ekki að ástæðulausu. 6. maí 2025 08:01 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Madrid CFF komst tveimur mörkum yfir snemma í fyrri hálfleik og var á fínni siglingu, en fékk þrjú mörk á sig með skömmu millibili í seinni hálfleik og lenti undir. Liðið gafst ekki upp, Emilie Nautnes fullkomnaði sína þrennu með tveimur mörkum til viðbótar á lokamínútunum og tryggði liðinu 4-3 sigur. Hildur var tekin af velli rétt áður en síðustu tvö mörkin voru skoruð. Sigurinn í lokaumferðinni færði Madrid CFF 33. stigið í 30. leiknum og upp í tíunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, sem Barcelona vann með yfirburðum sjötta árið í röð. View this post on Instagram A post shared by Madrid Club de Fútbol Femenino (@madrid_cff) Ásdís Karen Halldórsdóttir sat á bekknum og kom ekki við sögu í dag, en tók alls þátt í ellefu leikjum á tímabilinu. Með þrjátíu mínútur að meðaltali í leik án markframlags. Hildur spilaði í 22 af 30 leikjum liðsins á tímabilinu, sextíu mínútur að meðaltali í leik, skoraði eitt mark í tólftu umferð og gaf eina stoðsendingu í fimmtándu umferð. Hún missti tæpa tvo mánuði úr, í febrúar og mars, vegna meiðsla. Hildur er fastamaður í íslenska landsliðinu og var valin í hópinn fyrir komandi leiki gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Hildur fékk svakalegt glóðarauga Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir þurfti því miður að fara af velli í fyrri hálfleik í spænsku deildinni um helgina en það var ekki að ástæðulausu. 6. maí 2025 08:01 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Hildur fékk svakalegt glóðarauga Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir þurfti því miður að fara af velli í fyrri hálfleik í spænsku deildinni um helgina en það var ekki að ástæðulausu. 6. maí 2025 08:01