Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 21:53 Davíð segir sánuferðir geta haft margvísleg jákvæð áhrif á líkamann og hjartað. Aðsend/Vísir/Vilhelm Hjartalæknir segir sánuferðir geta haft margþætt jákvæð áhrif á heilsu fólks og ekki síst hjartað. Sánuferðir hafi sambærileg áhrif og líkamsrækt, lækki blóðþrýsting og auki losun endorfína sem dragi úr streitu. Finnsk rannsókn frá 2015 var til umræðu í Reykjavík síðdegis í dag en í rannsókninni fylgdu vísindamenn eftir rúmlega tvö þúsund einstaklingum í tuttugu ár til að rannsaka áhrif reglulegrar sánunotkunar á heilsu. Samkvæmt rannsókninni minnkuðu dánarlíkur þeirra sem notuðu sánu tvisvar til þrisvar í viku um 24 prósent en hjá þeim sem fóru að meðaltali fjórum til sjö sinnum í viku minnkuðu líkurnar um allt að 40 prósent. Að auki kom í ljós að tuttugu mínútna sánutími í stað tíu mínútna minnkaði líkur á dauðsfalli vegna hjartaáfalla um 52 prósent. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild landspítalans, ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um sánur og áhrif þeirra á hjartaheilsu. Sambærilegt álag á hjartað og í líkamsrækt Davíð sagði niðurstöður rannsóknarinnar ekki koma á óvart. „Það hefur lengi verið talað um að sána hafi margþætt góð áhrif á heilsuna og ekki síst hjartaheilsuna. Ég held að þessi rannsókn, sem virðist vera nokkuð stór og vel gerð, undirstriki það sem hefur áður verið haldið fram,“ segir Davíð. „Ástæðurnar fyrir þessu gætu verið fjölþættar, það er til dæmis vitað að púlshraðinn eykst við að fara í sánu. Púlsinn fer gjarnan yfir hundrað og stundum upp yfir 150,“ segir Davíð. Hitinn valdi því að álag á hjartað eykst og verður álagið sambærilegt og í miðlungslíkamshreyfingu. Það er fátt betra en að skella sér í góða sánu.Getty „Það er líka vitað að reglulegar sánuferðir lækka blóðþrýsting og hafa mjög jákvæð áhrif á letjandi hluta ósjálfráða taugakerfisins sem er yfirleitt gott fyrir heilsuna. Svo hefur því verið haldið fram að sánunotkun auki losun á svokölluðum endorfínum, sem eru efni sem auka vellíðan og draga úr streitu,“ segir Davíð. Einnig sé talið að sánuferðir auki myndun bráðfasaprótína, svokallaðra „heat schock“-prótína, sem „hafa gjarnan jákvæð áhrif á bólguferli, auka viðgerðargetu fruma og hafa frumuverndandi áhrif.“ Það sé því fullt af mögulegum jákvæðum áhrifum af sánuferðum. Fátt mæli gegn sánunni Davíð segist ekki viss um hve mikinn hita þurfi til að framkalla slík áhrif en allur hiti yfir 50 til 60 gráðum geti verið gagnlegur í því tilliti. „Ef við berum þetta saman við hreyfingu þá er hreyfing yfirleitt betri þeim mun lengri sem hún er. Þetta er sjálfsagt svipað,“ segir Davíð. Davíð segir fátt mæla gegn því að fara í sánu. Fólk eigi til að svitna mikið ef það er lengi í sánu og geti þá þornað um of vökvi það sig ekki. Er minna um hjartaáföll í Finnlandi? „Það held ég ekki, nei. Ég held að þeir séu mjög svipuð þjóð og við erum með svipaðan áhættuprófíl almennt og ég hef ekki heyrt að hjartaáföll séu færri þar,“ sagði Davíð. Hvað finnst þér um að hoppa beint í kalt vatn eftir sánu? „Ég veit það hreinlega ekki. Það hefur ekki verið sýnt fram á mælanlega heilsufarsáhrif kaldra baða en það veldur vellíðan hjá mörgum og ég myndi ekkert mæla gegn því endilega,“ segir Davíð. Reykjavík síðdegis Heilsa Sundlaugar og baðlón Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Finnsk rannsókn frá 2015 var til umræðu í Reykjavík síðdegis í dag en í rannsókninni fylgdu vísindamenn eftir rúmlega tvö þúsund einstaklingum í tuttugu ár til að rannsaka áhrif reglulegrar sánunotkunar á heilsu. Samkvæmt rannsókninni minnkuðu dánarlíkur þeirra sem notuðu sánu tvisvar til þrisvar í viku um 24 prósent en hjá þeim sem fóru að meðaltali fjórum til sjö sinnum í viku minnkuðu líkurnar um allt að 40 prósent. Að auki kom í ljós að tuttugu mínútna sánutími í stað tíu mínútna minnkaði líkur á dauðsfalli vegna hjartaáfalla um 52 prósent. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild landspítalans, ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um sánur og áhrif þeirra á hjartaheilsu. Sambærilegt álag á hjartað og í líkamsrækt Davíð sagði niðurstöður rannsóknarinnar ekki koma á óvart. „Það hefur lengi verið talað um að sána hafi margþætt góð áhrif á heilsuna og ekki síst hjartaheilsuna. Ég held að þessi rannsókn, sem virðist vera nokkuð stór og vel gerð, undirstriki það sem hefur áður verið haldið fram,“ segir Davíð. „Ástæðurnar fyrir þessu gætu verið fjölþættar, það er til dæmis vitað að púlshraðinn eykst við að fara í sánu. Púlsinn fer gjarnan yfir hundrað og stundum upp yfir 150,“ segir Davíð. Hitinn valdi því að álag á hjartað eykst og verður álagið sambærilegt og í miðlungslíkamshreyfingu. Það er fátt betra en að skella sér í góða sánu.Getty „Það er líka vitað að reglulegar sánuferðir lækka blóðþrýsting og hafa mjög jákvæð áhrif á letjandi hluta ósjálfráða taugakerfisins sem er yfirleitt gott fyrir heilsuna. Svo hefur því verið haldið fram að sánunotkun auki losun á svokölluðum endorfínum, sem eru efni sem auka vellíðan og draga úr streitu,“ segir Davíð. Einnig sé talið að sánuferðir auki myndun bráðfasaprótína, svokallaðra „heat schock“-prótína, sem „hafa gjarnan jákvæð áhrif á bólguferli, auka viðgerðargetu fruma og hafa frumuverndandi áhrif.“ Það sé því fullt af mögulegum jákvæðum áhrifum af sánuferðum. Fátt mæli gegn sánunni Davíð segist ekki viss um hve mikinn hita þurfi til að framkalla slík áhrif en allur hiti yfir 50 til 60 gráðum geti verið gagnlegur í því tilliti. „Ef við berum þetta saman við hreyfingu þá er hreyfing yfirleitt betri þeim mun lengri sem hún er. Þetta er sjálfsagt svipað,“ segir Davíð. Davíð segir fátt mæla gegn því að fara í sánu. Fólk eigi til að svitna mikið ef það er lengi í sánu og geti þá þornað um of vökvi það sig ekki. Er minna um hjartaáföll í Finnlandi? „Það held ég ekki, nei. Ég held að þeir séu mjög svipuð þjóð og við erum með svipaðan áhættuprófíl almennt og ég hef ekki heyrt að hjartaáföll séu færri þar,“ sagði Davíð. Hvað finnst þér um að hoppa beint í kalt vatn eftir sánu? „Ég veit það hreinlega ekki. Það hefur ekki verið sýnt fram á mælanlega heilsufarsáhrif kaldra baða en það veldur vellíðan hjá mörgum og ég myndi ekkert mæla gegn því endilega,“ segir Davíð.
Reykjavík síðdegis Heilsa Sundlaugar og baðlón Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira