Innlent

Enn einn skjálftinn austan við Gríms­ey

Jón Þór Stefánsson skrifar
Fá fuglabjargi við suðurodda Grímseyjar. Myndin er úr safni.
Fá fuglabjargi við suðurodda Grímseyjar. Myndin er úr safni. Egill Aðalsteinsson

Laust fyrir miðnætti í gær varð jarðskjálfti sem mælst hefur 3,8 að stærð.

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni fannst skjálftinn í byggð á Norðurlandi, en um er að ræða skjálfta af sömu skjálftahrinu austur af Grímsey sem hefur verið í gangi síðustu tvo daga.

Aðfaranótt þriðjudags varð skjálfti sem mældist 4,7 og í gærnótt varð skjálfti sem mældist 5,0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×