Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Jón Þór Stefánsson skrifar 14. maí 2025 10:30 Svavar telur að hárígræðslur séu algengari en flesta gruni. Bylgjan Svavar Elliði Svavarsson, kennari og tónlistarmaður, fór til Tyrklands í hárígræðslu fyrir um mánuði síðan. „Ég var búinn að pæla lengi í þessu því hárið mitt er að þynnast svo mikið. Manni verður svolítið kalt á hausnum,“ sagði Svavar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um aðgerðina. Hann segir ákvörðunina einnig hafa verið útlitslega. „Áður en þú ferð í aðgerðina máttu ekki drekka áfengi viku áður, og svoleiðis. Það er bara algjört bann við því. Svo máttu ekki hafa svona líkamlega kvilla eins og sykursýki eða hjartaveikindi og svo framvegis,“ segir Svavar. „Aðgerðin er bara þannig að þú ferð til læknis og hann skoðar þig. Þetta er hálfgerð verkfræði, að setja hár á höfuðið á þér.“ Aðgerðin sjálf snýst um að taka hár þaðan sem mikið er af því, sem er oft á hnakka, og færa yfir þar sem það vantar. „Þetta tók alveg átta klukkustundir. Maður er vakandi allan tímann,“ segir Svavar, sem var deyfður og fékk tíu mínútna matarpásu. „Maður finnur fyrir potinu allan tímann. En maður fann engan sársauka.“ En þegar deyfingin er farin? Var þetta þá vont? „Ég var aðallega bara bólginn. Ég fann ekki fyrir miklum sársauka. En það myndaðist bjúgur á hausnum, sem er eðlilegt eftir svona.“ Líkt og áður segir er nú um mánuður liðinn síðan hann fór í aðgerðina. Hann má því fara út að hlaupa aftur, en hann hefur ekkert mátt gera það síðan hann fór í aðgerðina. „Ég mátti ekkert svitna í heilan mánuð. Ég er mjög feginn að geta farið að hlaupa aftur.“ Svavar segir að hann megi búast við því að hárið fari að vaxa aftur þremur mánuðum eftir aðgerðina. „Þá á að koma hár sem er ekkert að fara aftur. Svo verður þetta alltaf meira og meira með tímanum.“ Heldur þú að það sé meira um þetta en fólk gerir sér grein fyrir? Vill fólk ekki tala um þetta? „Já, alveg klárlega. Ég sé það núna. Þegar maður leitar eftir því hugsar maður: Vá! Þessi fór í hárígræðslu,“ segir Svavar sem telur að karlar fari í svona ígræðslur frekar en konur. Bítið Lýtalækningar Tyrkland Íslendingar erlendis Mest lesið Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Lífið Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Lífið Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Tónlist Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Lífið Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Lífið Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Lífið Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar Lífið Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Lífið Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Lífið Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Lífið samstarf Fleiri fréttir Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Eftirrétturinn sem Espresso Martini-aðdáendur elska Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Ragga Gísla og Hipsumhaps á Innipúkanum sem færir sig um set Væb fara í tónleikaferð um Evrópu Unnur Birna og Pétur keyptu einbýlishús í Garðabæ „Þetta var eins og draumur sem ætlaði aldrei að taka enda“ „Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“ Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar „Fullkomin viðbót“ hjá Selmu og Sölva Uppáhalds sumardrykkur Gerðar: „Ég fæ ekki nóg“ Felix kveður Eurovision með tárum Matti og Brynhildur selja slotið og stefna á sveitasæluna Bríet og Reykjavíkurdætur á Kvennavöku annað kvöld Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Quarashi aftur á svið Mikil stemning á Íslandshátíð í Tívólí í Kaupmannahöfn Merktur LXS skvísunum fyrir lífstíð Kristín og Þorvar gáfu syninum nafn á þjóðhátíðardaginn Mos Def staðfestur og unnið að fleiri tónleikum í stað Lóu Rappa á lýðveldishátíð í tívolíinu: „Heyri eiginlega bara íslensku hérna“ Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Bieber í basli: „Ég veit að ég er skemmdur“ Magnús hjá Blue Car kaupir glæsiíbúð Bjögga Thors Dóttir Hilmis Snæs og Völu er Völudóttir Sjá meira
„Ég var búinn að pæla lengi í þessu því hárið mitt er að þynnast svo mikið. Manni verður svolítið kalt á hausnum,“ sagði Svavar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um aðgerðina. Hann segir ákvörðunina einnig hafa verið útlitslega. „Áður en þú ferð í aðgerðina máttu ekki drekka áfengi viku áður, og svoleiðis. Það er bara algjört bann við því. Svo máttu ekki hafa svona líkamlega kvilla eins og sykursýki eða hjartaveikindi og svo framvegis,“ segir Svavar. „Aðgerðin er bara þannig að þú ferð til læknis og hann skoðar þig. Þetta er hálfgerð verkfræði, að setja hár á höfuðið á þér.“ Aðgerðin sjálf snýst um að taka hár þaðan sem mikið er af því, sem er oft á hnakka, og færa yfir þar sem það vantar. „Þetta tók alveg átta klukkustundir. Maður er vakandi allan tímann,“ segir Svavar, sem var deyfður og fékk tíu mínútna matarpásu. „Maður finnur fyrir potinu allan tímann. En maður fann engan sársauka.“ En þegar deyfingin er farin? Var þetta þá vont? „Ég var aðallega bara bólginn. Ég fann ekki fyrir miklum sársauka. En það myndaðist bjúgur á hausnum, sem er eðlilegt eftir svona.“ Líkt og áður segir er nú um mánuður liðinn síðan hann fór í aðgerðina. Hann má því fara út að hlaupa aftur, en hann hefur ekkert mátt gera það síðan hann fór í aðgerðina. „Ég mátti ekkert svitna í heilan mánuð. Ég er mjög feginn að geta farið að hlaupa aftur.“ Svavar segir að hann megi búast við því að hárið fari að vaxa aftur þremur mánuðum eftir aðgerðina. „Þá á að koma hár sem er ekkert að fara aftur. Svo verður þetta alltaf meira og meira með tímanum.“ Heldur þú að það sé meira um þetta en fólk gerir sér grein fyrir? Vill fólk ekki tala um þetta? „Já, alveg klárlega. Ég sé það núna. Þegar maður leitar eftir því hugsar maður: Vá! Þessi fór í hárígræðslu,“ segir Svavar sem telur að karlar fari í svona ígræðslur frekar en konur.
Bítið Lýtalækningar Tyrkland Íslendingar erlendis Mest lesið Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Lífið Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Lífið Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Tónlist Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Lífið Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Lífið Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Lífið Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar Lífið Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Lífið Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Lífið Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Lífið samstarf Fleiri fréttir Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Eftirrétturinn sem Espresso Martini-aðdáendur elska Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Ragga Gísla og Hipsumhaps á Innipúkanum sem færir sig um set Væb fara í tónleikaferð um Evrópu Unnur Birna og Pétur keyptu einbýlishús í Garðabæ „Þetta var eins og draumur sem ætlaði aldrei að taka enda“ „Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“ Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar „Fullkomin viðbót“ hjá Selmu og Sölva Uppáhalds sumardrykkur Gerðar: „Ég fæ ekki nóg“ Felix kveður Eurovision með tárum Matti og Brynhildur selja slotið og stefna á sveitasæluna Bríet og Reykjavíkurdætur á Kvennavöku annað kvöld Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Quarashi aftur á svið Mikil stemning á Íslandshátíð í Tívólí í Kaupmannahöfn Merktur LXS skvísunum fyrir lífstíð Kristín og Þorvar gáfu syninum nafn á þjóðhátíðardaginn Mos Def staðfestur og unnið að fleiri tónleikum í stað Lóu Rappa á lýðveldishátíð í tívolíinu: „Heyri eiginlega bara íslensku hérna“ Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Bieber í basli: „Ég veit að ég er skemmdur“ Magnús hjá Blue Car kaupir glæsiíbúð Bjögga Thors Dóttir Hilmis Snæs og Völu er Völudóttir Sjá meira