Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2025 10:40 Haraldur fagnar nú því sem hann kallar fullnaðarsigur í baráttunni við Röst sem vill rannsaka kolefnisbindingu sjávar með því að binda vítissóta í Hvalfirði. „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ Þetta er svar ráðuneytisins við sérstakri fyrirspurn Þorbjargar Gísladóttur sveitarstjóra Kjósarhrepps. Hún segist hafa sent fyrirspurnina eftir að hafa séð að Röst var byrjuð að koma sér fyrir með vinnubúðir við höfnina hjá Olíudreifingu, þar sem þeir hyggjast hafa aðsetur. „Fullnaðar sigur! Samkvæmt pósti Utanríkisráðuneytisins í dag hefur rannsóknarleyfi Rastar í Hvalfirði verið hafnað. Íslensk náttúra sigraði að þessu sinni,“ segir Haraldur Eiríksson leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu. Vísir hefur þegar greint frá áhyggjum Haraldar og margra annarra af leyfisveitingum til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar. Þrjátíu tonn af vítissóta í Hvalfjörð Haraldur segir að Röst vilji sturta 30 tonnum af vítissóta í Hvalfjörð en Harald minnir að það séu um 200 tonn af upplausn. Haraldur taldi einsýnt að þarna væri risastórt umhverfisslys í uppsiglingu. Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir hefur skrifað nokkrar fréttir sem hafa fjallað um starfsemina en Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Þetta hins vegar lagðist ekki vel í Harald og marga aðra sem við Hvalfjörð búa. Þeir töldu meðal annars stjórnsýsluna ekki í lagi í tengslum við málið. Rastar-menn eru vitaskuld á öndverðu máli: En Haraldur er ódeigur í vörninni: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka,“ skrifaði Haraldur í grein. Fagnar því að ráðuneytið hlusti á áhyggjur íbúa Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri segist alltaf standa með náttúrunni.Kjósarhreppur Þorbjörg tekur í sama streng, hún segir hreppinn ávallt standa með Hvalfirði, dýralífi og náttúru. „Við eigum í vök að verjast vegna uppbyggingar á mengandi iðnaði á Grundartanga svæðinu í í Hvalfjarðarsveit. Kjósarhreppur er lítið sveitarfélag sem byggir afkomu sína á hreinni náttúru og ómenguðu umhverfi og leggur alla áherslu á að standa með því nú sem fyrr. Það blæs okkur því byr í brjóst að finna að ráðamenn hlusta á rök þegar kemur að svo vafasömum aðgerðum. Það er mikilvægt að verkefni sem sett eru af stað undir því yfirskyni að kolefnisjafna séu rýnd og kjarninn skilinn frá hisminu.“ Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Hvorki kolefnisförgun eða kolefnisbinding á sér stað og engar kolefniseiningar til kolefnisjöfnunar verða gefnar út, hvorki núna né í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Rastar. Hvalfjarðarsveit Umhverfismál Hafið Kjósarhreppur Tengdar fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. 10. mars 2025 14:01 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Þetta er svar ráðuneytisins við sérstakri fyrirspurn Þorbjargar Gísladóttur sveitarstjóra Kjósarhrepps. Hún segist hafa sent fyrirspurnina eftir að hafa séð að Röst var byrjuð að koma sér fyrir með vinnubúðir við höfnina hjá Olíudreifingu, þar sem þeir hyggjast hafa aðsetur. „Fullnaðar sigur! Samkvæmt pósti Utanríkisráðuneytisins í dag hefur rannsóknarleyfi Rastar í Hvalfirði verið hafnað. Íslensk náttúra sigraði að þessu sinni,“ segir Haraldur Eiríksson leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu. Vísir hefur þegar greint frá áhyggjum Haraldar og margra annarra af leyfisveitingum til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar. Þrjátíu tonn af vítissóta í Hvalfjörð Haraldur segir að Röst vilji sturta 30 tonnum af vítissóta í Hvalfjörð en Harald minnir að það séu um 200 tonn af upplausn. Haraldur taldi einsýnt að þarna væri risastórt umhverfisslys í uppsiglingu. Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir hefur skrifað nokkrar fréttir sem hafa fjallað um starfsemina en Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Þetta hins vegar lagðist ekki vel í Harald og marga aðra sem við Hvalfjörð búa. Þeir töldu meðal annars stjórnsýsluna ekki í lagi í tengslum við málið. Rastar-menn eru vitaskuld á öndverðu máli: En Haraldur er ódeigur í vörninni: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka,“ skrifaði Haraldur í grein. Fagnar því að ráðuneytið hlusti á áhyggjur íbúa Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri segist alltaf standa með náttúrunni.Kjósarhreppur Þorbjörg tekur í sama streng, hún segir hreppinn ávallt standa með Hvalfirði, dýralífi og náttúru. „Við eigum í vök að verjast vegna uppbyggingar á mengandi iðnaði á Grundartanga svæðinu í í Hvalfjarðarsveit. Kjósarhreppur er lítið sveitarfélag sem byggir afkomu sína á hreinni náttúru og ómenguðu umhverfi og leggur alla áherslu á að standa með því nú sem fyrr. Það blæs okkur því byr í brjóst að finna að ráðamenn hlusta á rök þegar kemur að svo vafasömum aðgerðum. Það er mikilvægt að verkefni sem sett eru af stað undir því yfirskyni að kolefnisjafna séu rýnd og kjarninn skilinn frá hisminu.“ Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Hvorki kolefnisförgun eða kolefnisbinding á sér stað og engar kolefniseiningar til kolefnisjöfnunar verða gefnar út, hvorki núna né í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Rastar.
Hvalfjarðarsveit Umhverfismál Hafið Kjósarhreppur Tengdar fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. 10. mars 2025 14:01 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. 10. mars 2025 14:01