Innlent

Vara við aukinni hættu á gróður­eldum á Austur­landi

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Egilsstöðum í þurru og björtu veðri. Myndin er úr safni.
Frá Egilsstöðum í þurru og björtu veðri. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Hætta á gróðureldum á Austurlandi þar sem lítil úrkoma hefur verið síðustu vikur hefur aukist síðustu daga. Almannavarnir hvetja íbúa og gesti í sumarhúsahverfum þar sem gróður er mikill til þess að fara varlega með eld við þær aðstæður.

Gróður er sagður þurr víða í tilkynningu frá almannavarnanefnd á Austurlandi. Íbúar og gestir eru sérstaklega hvattir til að gæta að því að ekki stafi hætta af útigrillum, ekki síst einnota, og að glóð úr vindlum eða vindlingum berist ekki í gróður.

Vísar nefndin á kynningu á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um hvað beri að hafa í huga til að koma í veg fyrir gróðurelda og fyrstu viðbrögð við þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×