Lífið

Norður­ljósin séu svalasta undur veraldar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Go-Jo keppir fyrir hönd Ástralíu í Eurovision í ár.
Go-Jo keppir fyrir hönd Ástralíu í Eurovision í ár. Vísir/Bjarki

Keppandi Ástralíu í Eurovision í ár segist elska að prakkarast með strákunum í Væb. Þá hafi hann alltaf langað til að heimsækja Ísland þar sem hann telur norðurljósin svalasta undur veraldar. 

Go-Jo keppir fyrir hönd Ástralíu í Eurovision í ár. Glöggir lesendur hafa kannski áttað sig á því að Ástralía er ansi langt frá því að vera í Evrópu, en Ástralar hafa fengið að taka þátt frá árinu 2015, meðal annars vegna mikils áhuga þar í landi á keppninni. 

Go-Jo syngur lagið Milkshake Man. Hann segir ferlið í kringum keppnina hafa verið ótrúlegt. 

„Það eru allir svo stuðningsríkir. Þetta er búið að vera krefjandi, en ég finn fyrir miklum stuðningi og það eru allir búnir að leggja mikla vinnu í þetta. Mér líður mjög vel fyrir undanúrslitin, við erum með gott listaverk sem við ætlum að kynna,“ segir Go-Jo. 

Hann segist frá barnsaldri hafa viljað heimsækja Ísland. Hann horfi reglulega á myndbönd af Íslandi og íslenskri náttúru. 

„Þið eruð með norðurljósin, þau eru eitthvað sem ég get ekki ímyndað mér. Þau eru svo töfrandi. Ég hef hugsað um daginn sem ég mun sjá þau síðan ég var lítið barn. Mér finnst þau vera eitt af svölustu undrum veraldar,“ segir Go-Jo. 

Prakkarast með Væb

Vikurnar fram að keppni hefur hann verið mikið í kringum Væb-strákana. Hann segist elska að vera með þeim.

„Mér líður eins og ég sé einnig mjög orkumikill og þegar ég hitti þannig fólk, þá er það alltaf gaman. Þegar ég er með Væb-strákunum líður mér eins og við séum alltaf að prakkarast,“ segir Go-Jo. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.