Innlent

Vopna­hlé og í beinni frá Basel og Öskju­hlíð

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Mikilvæg skref hafa verið stigin í átt að vopnahléi í Úkraínu síðustu daga, að sögn utanríkisráðherra. Rússar segjast tilbúnir til viðræðna en Úkraína og bandalagsþjóðir hafa gert kröfu um fyrst verði skilyrðislaust vopnahlé. Við ræðum við Þorgerði Katrínu í hádegisfréttum Bylgjunnar og mögulegar vendingar í stríðinu.

Breytingar á veiðigjaldi þurfa að eiga sér stað í skrefum og með samtali. Við heyrum í framkvæmdastjóra Samtaka sjávarútvegsins sem segir greinina tilbúna í umræðu um hækkun þess með slíkum hætti

Þá svarar Reykjavíkurborg fyrir gagnrýni KSÍ á svokallað skólaþorp í Laugardalnum sem á að rísa steinsnar frá Laugardalsvelli auk þess sem við verðum í beinni útsendingu frá Basel í Sviss þar sem opnunarhóf Eurovision er að hefjast og frá Öskuhlíð þar sem tíu standa eftir í bakgarðshlaupnu.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 11. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×