Í öðru tilfelli barst tilkynning um þjófnað í verslun en þar reyndist sá grunaði ofurölvi og óviðræðurhæfur. Hann var vistaður í fangaklefa í nótt. Einnig var óskað eftir aðstoð á veitingastað vegna ölvaðs einstaklings sem var til vandræða. Honum var vísað út og hélt sína leið.
Lögregluþjónar höfðu einnig afskipti af erlendum einstakling sem grunaður er um að vera hér á landi án dvalarleyfis. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Þá var einn sem lenti í rafhlaupahjólslysi fluttur á bráðamóttöku til skoðunnar.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Að minnsta kosti einn þeirra reyndist áður hafa verið sviptur ökuréttindum.