Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2025 18:54 Breytingarnar voru kynntar á starfsmannafundi í Þjóðminjasafninu í dag. Vísir/Vilhelm Fornleifafræðingum fækkar um þrjá á Þjóðminjasafninu í uppsögnum. Þjóðminjavörður segir breytta verkefnastöðu og hagræðingu ástæðu fyrir uppsögnunum. Prófessor í sagnfræði hvetur til mótmæla vegna breytinganna. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að fjórir starfsmenn myndu missa vinnuna í uppsögnum á safninu þar af þrír fornleifafræðingur. Fimm störf verða lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis en ekki hefur verið fastur starfsmaður í ræstingum. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður segir alltaf miður að þurfa að grípa til uppsagna. „Það er breytt verkefnastaða innan safnsins ásamt hagræðingu í rekstri sem eru aðalástæður breytinganna en slíkt er óhjákvæmilegt þegar samtímis eru aðhaldskröfur frá stjórnvöldum, nýr stofnanasamningur tekur gildi og sértekjur safnins lækka,“ segir Harpa í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurður Gylfi Magnússon er hugsi yfir uppsögnunum.Kristinn Ingvarsson Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segist í færslu á Facebook ekki eiga eitt aukatekið orð vegna breytinganna. „Nú vill svo til að ég þekki vel til tveggja þessara manna og ég fullyrði að þetta eru afburða góðir vísindamenn. Nú spyr ég: Hvernig er hægt að komast upp með svona framkomu án þess að gefa skýringar nema svona málamynda yfirklór. Hvernig er hægt að réttlæta það að segja upp þremur af fjórum fornleifafræðingum sem starfa við Þjóðminjasafn Íslands þegar þessi stofnun hefur fyrir nokkrum árum verið gerð að háskólastofnum sem krefst vísindalegra gæða af starfsfólki sínu. Er hægt að hugsa sér þjóðminjasafn án fornleifafræðinga? Hvar í heiminum væri slíkt á dagskrá?“ Harpa segir skipulagsbreytingar og uppsagnir í eðli sínu erfiðar og eðlilegt að fólk hafi skoðanir á þeim en því miður séu slíkar aðgerðir stundum nauðsynlegar. Um sé að ræða vel ígrundaðar ákvarðanir sem ætlað er að styrkja starfsemi og rekstur safnsins til lengri tíma. Hún telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af menningunni í landinu. „Nei, svo tel ég ekki vera, þvert á móti eru framtíðaráformin þau að auka breidd sérþekkingar innan safnsins. Þá er rétt að árétta að þó að þeim fækki sem hafa fornleifafræði að mennt hjá stofnuninni, þá eru enn starfandi 5 einstaklingar með sérmenntun í fornleifafræði og það er áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu.“ Sigurður Gylfi segir um tóma vitleysu að ræða. „Geta yfirmenn í svona stofnunum farið bara sínu fram án þess að gripið sé í taumana? Ég vil hvetja fagfólk í hugvísindum til að rísa upp og mótmæla þessum gjörningi. Þetta nær ekki nokkurri átt.“ Borgarskjalasafnið hafi verið lagt niður fyrir tveimur árum á afar hæpnum forsendum. „Skaðinn af þeim gjörningi var mikill og óbætanlegur. Ég verð að segja að ég hef verulegar áhyggjur af menningunni í landinu og stöðum mála hjá helstu menningarstofnunum. Nú hvet ég fólk til að láta í sér heyra, nú er nóg komið! Er ekki rétt fyrir menntamálayfirvöld að grípa í taumana?“ Fornminjar Háskólar Vinnumarkaður Söfn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að fjórir starfsmenn myndu missa vinnuna í uppsögnum á safninu þar af þrír fornleifafræðingur. Fimm störf verða lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis en ekki hefur verið fastur starfsmaður í ræstingum. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður segir alltaf miður að þurfa að grípa til uppsagna. „Það er breytt verkefnastaða innan safnsins ásamt hagræðingu í rekstri sem eru aðalástæður breytinganna en slíkt er óhjákvæmilegt þegar samtímis eru aðhaldskröfur frá stjórnvöldum, nýr stofnanasamningur tekur gildi og sértekjur safnins lækka,“ segir Harpa í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurður Gylfi Magnússon er hugsi yfir uppsögnunum.Kristinn Ingvarsson Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segist í færslu á Facebook ekki eiga eitt aukatekið orð vegna breytinganna. „Nú vill svo til að ég þekki vel til tveggja þessara manna og ég fullyrði að þetta eru afburða góðir vísindamenn. Nú spyr ég: Hvernig er hægt að komast upp með svona framkomu án þess að gefa skýringar nema svona málamynda yfirklór. Hvernig er hægt að réttlæta það að segja upp þremur af fjórum fornleifafræðingum sem starfa við Þjóðminjasafn Íslands þegar þessi stofnun hefur fyrir nokkrum árum verið gerð að háskólastofnum sem krefst vísindalegra gæða af starfsfólki sínu. Er hægt að hugsa sér þjóðminjasafn án fornleifafræðinga? Hvar í heiminum væri slíkt á dagskrá?“ Harpa segir skipulagsbreytingar og uppsagnir í eðli sínu erfiðar og eðlilegt að fólk hafi skoðanir á þeim en því miður séu slíkar aðgerðir stundum nauðsynlegar. Um sé að ræða vel ígrundaðar ákvarðanir sem ætlað er að styrkja starfsemi og rekstur safnsins til lengri tíma. Hún telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af menningunni í landinu. „Nei, svo tel ég ekki vera, þvert á móti eru framtíðaráformin þau að auka breidd sérþekkingar innan safnsins. Þá er rétt að árétta að þó að þeim fækki sem hafa fornleifafræði að mennt hjá stofnuninni, þá eru enn starfandi 5 einstaklingar með sérmenntun í fornleifafræði og það er áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu.“ Sigurður Gylfi segir um tóma vitleysu að ræða. „Geta yfirmenn í svona stofnunum farið bara sínu fram án þess að gripið sé í taumana? Ég vil hvetja fagfólk í hugvísindum til að rísa upp og mótmæla þessum gjörningi. Þetta nær ekki nokkurri átt.“ Borgarskjalasafnið hafi verið lagt niður fyrir tveimur árum á afar hæpnum forsendum. „Skaðinn af þeim gjörningi var mikill og óbætanlegur. Ég verð að segja að ég hef verulegar áhyggjur af menningunni í landinu og stöðum mála hjá helstu menningarstofnunum. Nú hvet ég fólk til að láta í sér heyra, nú er nóg komið! Er ekki rétt fyrir menntamálayfirvöld að grípa í taumana?“
Fornminjar Háskólar Vinnumarkaður Söfn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu