Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 7. maí 2025 19:09 Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hyggjast efla eftirlit á áfengissölu á íþróttaleikjum. Vísir/Sigurjón/Hulda Margrét Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. Íþróttafélögin selja mörg hver áfengi í tengslum við kappleiki hjá meistaraflokkum sínum. Á fjölmennustu leikjunum eru dæmi um að seldir séu þúsundir lítra af bjór. „Áfengisneysla á íþróttakappleikjum hefur aukist. Við sjáum þetta bara í sjónvarpinu og í umfjöllun fjölmiðla. Við höfum líka farið í eftirlit á staði og séð að þetta er bara að gerast í raunveruleikanum,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur vegna þessa meðal annars fundað með íþróttahreyfingunni. Sýslumannsembættin sjá um að úthluta leyfum sem félögin þurfa til að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Ýmiss konar misbrestir á áfengissölu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að skoða með sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hvort að leyfi íþróttafélaganna séu til staðar og í lagi. „Það hefur verið misbrestur á því. Allt frá því að ekkert leyfi hefur verið til staðar og yfir í það að leyfi hefur verið til staðar en áfengissalan og neyslan ekki verið í þeim rýmum sem að leyfið kvað á um,“ segir Ásmundur. Þannig hafa félögin ekki öll leyfi fyrir því að fólk megi drekka áfengi í stúkunni. Ásmundur segir lögregluna ætla að efla eftirlit með áfengissölu íþróttafélaganna. „Við leggjum aðaláhersluna á það að íþróttafélögin séu með þau leyfi sem þarf til þess mega selja áfengi og veita áfengi.“ Dæmi eru um að lögreglan hafi verið kölluð til vegna áfengisneyslu á kappleikjum. „Það hafa komið verkefni inn á borð lögreglu sem má kannski rekja til þess að áfengisneysla er á þessum íþróttakappleikjum og við höfum alveg dæmi um það að lögreglan hefur þurft að fara til þess að skakka leikinn þegar jafnvel hefur komið til átaka á milli fólks. Þó kannski að það sé erfitt að rekja það beint en það má svona leiða að því líkur.“ Félögin farin að skutla áfengi heim Á leikjunum séu yfirleitt fjölmörg börn. „Það er bara mjög eðlilegt að foreldrar kannski spyrji sig spurninga hvort að þetta umhverfi, að vera að neyta áfengi á íþróttakappleikjum, samræmist það að vera með börin sín meðferðis en ég ætla svo sem bara að eftirláta foreldrum að gera það upp við sig,“ segir Ásmundur. Þá hafa lögreglu borist ábendingar um að sum íþróttafélaganna hafi gengið lengra og séu farin að selja áfengi merkt félögunum í fjáröflunarskyni og keyra heim til fólks. „Það er allavega þannig að áfengissalan, ef það er hægt að kalla þetta svo, er ekki bara að fara fram á íþróttakappleikjunum. Hún er líka að fara fram, ef að þessi grunur er á rökum reistur, með heimskutli á áfengi.“ Áfengi Lögreglumál Fíkn Fótbolti Körfubolti Handbolti Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Íþróttafélögin selja mörg hver áfengi í tengslum við kappleiki hjá meistaraflokkum sínum. Á fjölmennustu leikjunum eru dæmi um að seldir séu þúsundir lítra af bjór. „Áfengisneysla á íþróttakappleikjum hefur aukist. Við sjáum þetta bara í sjónvarpinu og í umfjöllun fjölmiðla. Við höfum líka farið í eftirlit á staði og séð að þetta er bara að gerast í raunveruleikanum,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur vegna þessa meðal annars fundað með íþróttahreyfingunni. Sýslumannsembættin sjá um að úthluta leyfum sem félögin þurfa til að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Ýmiss konar misbrestir á áfengissölu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að skoða með sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hvort að leyfi íþróttafélaganna séu til staðar og í lagi. „Það hefur verið misbrestur á því. Allt frá því að ekkert leyfi hefur verið til staðar og yfir í það að leyfi hefur verið til staðar en áfengissalan og neyslan ekki verið í þeim rýmum sem að leyfið kvað á um,“ segir Ásmundur. Þannig hafa félögin ekki öll leyfi fyrir því að fólk megi drekka áfengi í stúkunni. Ásmundur segir lögregluna ætla að efla eftirlit með áfengissölu íþróttafélaganna. „Við leggjum aðaláhersluna á það að íþróttafélögin séu með þau leyfi sem þarf til þess mega selja áfengi og veita áfengi.“ Dæmi eru um að lögreglan hafi verið kölluð til vegna áfengisneyslu á kappleikjum. „Það hafa komið verkefni inn á borð lögreglu sem má kannski rekja til þess að áfengisneysla er á þessum íþróttakappleikjum og við höfum alveg dæmi um það að lögreglan hefur þurft að fara til þess að skakka leikinn þegar jafnvel hefur komið til átaka á milli fólks. Þó kannski að það sé erfitt að rekja það beint en það má svona leiða að því líkur.“ Félögin farin að skutla áfengi heim Á leikjunum séu yfirleitt fjölmörg börn. „Það er bara mjög eðlilegt að foreldrar kannski spyrji sig spurninga hvort að þetta umhverfi, að vera að neyta áfengi á íþróttakappleikjum, samræmist það að vera með börin sín meðferðis en ég ætla svo sem bara að eftirláta foreldrum að gera það upp við sig,“ segir Ásmundur. Þá hafa lögreglu borist ábendingar um að sum íþróttafélaganna hafi gengið lengra og séu farin að selja áfengi merkt félögunum í fjáröflunarskyni og keyra heim til fólks. „Það er allavega þannig að áfengissalan, ef það er hægt að kalla þetta svo, er ekki bara að fara fram á íþróttakappleikjunum. Hún er líka að fara fram, ef að þessi grunur er á rökum reistur, með heimskutli á áfengi.“
Áfengi Lögreglumál Fíkn Fótbolti Körfubolti Handbolti Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira