Nýr fulltrúi í stjórn verður Sigríður Ósk Bjarnardóttir, doktor í byggingarverkfræði. Hún tekur sæti Rúnars Sigurjónssonar sem verður varamaður.
Skipun Ingu í stjórn HMS hefur vakið athygli en þar var stjórn stofnunnarinnar skipt út. Jafnréttisstofa gerði athugasemd við skipunina og taldi hana stangast á við jafnréttislög. Auk þess gerði Verkfræðingafélags Íslands athugasemdir en það er mat félagsins að stjórnarmenn skorti fagþekkingu.
Inga sagði eftir ríkisstjórnarfund að hún liti það grafalvarlegum augum ef lögin hefðu verið brotin. Ef það væri raunin yrði þessu breytt og það hefur nú verið gert.
Eftir breytingarnar verður stjórnin svo skipuð samkvæmt tilkynningu:
• Sigurður Tyrfingsson, formaður, án tilnefningar,
• Jónas Yngvi Ásgrímsson, án tilnefningar,
• Oddný Árnadóttir, án tilnefningar,
• Sigríður Ósk Bjarnadóttir, án tilnefningar,
• Arnar Þór Sævarsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Til vara:
• Hanna Guðmundsdóttir, án tilnefningar,
• Rúnar Sigurjónsson, án tilnefningar.