Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2025 11:30 Pedri hefur átt gott tímabil í vetur. getty/Image Photo Agency Þrátt fyrir að Lamine Yamal, Raphinha og Robert Lewandowski hafi skorað samtals 86 mörk í vetur segir Toni Kroos að Pedri sé mikilvægasti leikmaður Barcelona. Barcelona hefur spilað einkar vel undir stjórn Hansis Flick í vetur og á enn möguleika á að vinna þrefalt. Barcelona er búið að vinna spænsku bikarkeppnina, er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og mætir Inter í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leikurinn fór 3-3. Mest hefur verið rætt um sóknartríóið í liði Barcelona en að mati Kroos, sem lagði skóna á hilluna síðasta sumar, er Pedri lykilinn að velgengni Börsunga. Hann segir hann vera besta miðjumann í heimi. „Fyrir mér er leikmaður eins og Pedri mikilvægari en Lamine Yamal, Raphinha eða Lewandowski,“ sagði Kroos í hlaðvarpi sínu, Einfach mal Luppen. „Þeir ráða kannski úrslitum leikja en til að gera það er Pedri besti leikmaður heims í sinni stöðu. Hann er leikmaður sem þú saknar þegar hann er ekki með, sama á móti hverjum það er. Hann skorar ekki bara eða leggur upp mörk heldur býður hann upp á lausnir.“ Pedri hefur leikið 54 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili, skorað sex mörk og gefið sjö stoðsendingar. „Ég hef fylgst með því sem Pedri hefur gert á tímabilinu. Í Meistaradeildinni er hann betri en mótherjar hans í hverjum einasta leik. Í spænsku úrvalsdeildinni er munurinn meiri. Ef þú ert án leikmanns eins og hans tekurðu eftir því. Hann er bestur,“ sagði Kroos. „Hann er einn af fáum miðjumönnum í sinni stöðu sem getur leikið á andstæðing þegar það er ekkert pláss. Leikmaður eins og Pedri hjálpar þér á öllum sviðum leiksins.“ Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter Sjá meira
Barcelona hefur spilað einkar vel undir stjórn Hansis Flick í vetur og á enn möguleika á að vinna þrefalt. Barcelona er búið að vinna spænsku bikarkeppnina, er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og mætir Inter í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leikurinn fór 3-3. Mest hefur verið rætt um sóknartríóið í liði Barcelona en að mati Kroos, sem lagði skóna á hilluna síðasta sumar, er Pedri lykilinn að velgengni Börsunga. Hann segir hann vera besta miðjumann í heimi. „Fyrir mér er leikmaður eins og Pedri mikilvægari en Lamine Yamal, Raphinha eða Lewandowski,“ sagði Kroos í hlaðvarpi sínu, Einfach mal Luppen. „Þeir ráða kannski úrslitum leikja en til að gera það er Pedri besti leikmaður heims í sinni stöðu. Hann er leikmaður sem þú saknar þegar hann er ekki með, sama á móti hverjum það er. Hann skorar ekki bara eða leggur upp mörk heldur býður hann upp á lausnir.“ Pedri hefur leikið 54 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili, skorað sex mörk og gefið sjö stoðsendingar. „Ég hef fylgst með því sem Pedri hefur gert á tímabilinu. Í Meistaradeildinni er hann betri en mótherjar hans í hverjum einasta leik. Í spænsku úrvalsdeildinni er munurinn meiri. Ef þú ert án leikmanns eins og hans tekurðu eftir því. Hann er bestur,“ sagði Kroos. „Hann er einn af fáum miðjumönnum í sinni stöðu sem getur leikið á andstæðing þegar það er ekkert pláss. Leikmaður eins og Pedri hjálpar þér á öllum sviðum leiksins.“ Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter Sjá meira