Halla og Björn halda til Svíþjóðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2025 13:09 Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir halda í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Sigurjón Ragnar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. Í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands kemur fram að Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning bjóði til heimsóknarinnar sem hefur það að markmiði að styrkja góð tengsl landanna tveggja og vinna að frekara samstarfi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, sjónvarps- og kvikmndagerðar og öryggismála. „Samhliða ríkisheimsókninni fer viðskiptasendinefnd, leidd af Íslandsstofu, til Svíþjóðar með fulltrúum 30 íslenskra fyrirtækja með áherslu á líftækni, nýsköpun og fjárfestingar. Í tilefni heimsóknarinnar fer einnig sendinefnd á sviði sjónvarps- og kvikmyndagerðar og tekur þátt í dagskrá sem skipulögð er í samstarfi Swedish institute og sænska utanríkisráðuneytisins við Kvikmyndamiðstöð Íslands og Film in Iceland,“ segir meðal annars um heimsóknina í tilkynningu forsetaembættisins. Gestgjafarnir Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning.Kungahuset/Peter Knutson Dagskrá heimsóknarinnar hefst með móttökuathöfn við konungshöllina í Stokkhólmi, og þá mun Halla funda með forseta sænska þingsins ásamt utanríkisráðherra og öðrum fulltrúum úr sendinefnd. Fundað verður einnig með Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar og snæddur hádegisverður með konungshjónunum svo fátt eitt sé nefnt. Kokkalandsliðið græjar veislumatinn Þá mun Björn Skúlason heimsækja dagvistunarúrræði ásamt Silvíu drottningu sem drottningin stofnaði til fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma en Alma Möller og sænski ráðherra öldrunarmála verða með í för. Silvía drottning mun jafnframt fylgja Birni og Ölmu í hiemsókn í Barnahus, sem er barnaverndarúrræði að íslenskri fyrirmynd. Fyrsta degi heimsóknarinnar lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni. Á miðvikudaginn eru fyrirhugaðar heimsóknir á Karolinksa háskólasjúkrahúsið og í viðskiptaháskólann í Stokkhólmi og snæddur hádegisverður í Ráðhúsinu í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Haldið verður einnig Konunglega tækniháskólann og í Kvikmyndahúsið svokallaða sem hefur átt sterk tengsl við Íslendinga í gegnum tíðina. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku til heiðurs sænsku konungshjónunum þar sem íslenska kokkalandsliðið mun reiða fram veitingar. „Á lokadegi þessarar ríkisheimsóknar, sem er fimmtudagurinn 8. maí, skoðar forseti ásamt fylgdarliði Torsåker bæinn þar sem rekin er þróunarstöð fyrir matvæli framtíðar með áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og lýðheilsu. Þaðan heldur hópurinn í Rosersberg-höll þar sem konungshjónin kveðja gestina og heimsókninni lýkur,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Nánar má lesa um heimsóknina á vefsíðu embættis forseta Íslands. Utanríkismál Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Íslendingar erlendis Kóngafólk Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands kemur fram að Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning bjóði til heimsóknarinnar sem hefur það að markmiði að styrkja góð tengsl landanna tveggja og vinna að frekara samstarfi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, sjónvarps- og kvikmndagerðar og öryggismála. „Samhliða ríkisheimsókninni fer viðskiptasendinefnd, leidd af Íslandsstofu, til Svíþjóðar með fulltrúum 30 íslenskra fyrirtækja með áherslu á líftækni, nýsköpun og fjárfestingar. Í tilefni heimsóknarinnar fer einnig sendinefnd á sviði sjónvarps- og kvikmyndagerðar og tekur þátt í dagskrá sem skipulögð er í samstarfi Swedish institute og sænska utanríkisráðuneytisins við Kvikmyndamiðstöð Íslands og Film in Iceland,“ segir meðal annars um heimsóknina í tilkynningu forsetaembættisins. Gestgjafarnir Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning.Kungahuset/Peter Knutson Dagskrá heimsóknarinnar hefst með móttökuathöfn við konungshöllina í Stokkhólmi, og þá mun Halla funda með forseta sænska þingsins ásamt utanríkisráðherra og öðrum fulltrúum úr sendinefnd. Fundað verður einnig með Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar og snæddur hádegisverður með konungshjónunum svo fátt eitt sé nefnt. Kokkalandsliðið græjar veislumatinn Þá mun Björn Skúlason heimsækja dagvistunarúrræði ásamt Silvíu drottningu sem drottningin stofnaði til fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma en Alma Möller og sænski ráðherra öldrunarmála verða með í för. Silvía drottning mun jafnframt fylgja Birni og Ölmu í hiemsókn í Barnahus, sem er barnaverndarúrræði að íslenskri fyrirmynd. Fyrsta degi heimsóknarinnar lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni. Á miðvikudaginn eru fyrirhugaðar heimsóknir á Karolinksa háskólasjúkrahúsið og í viðskiptaháskólann í Stokkhólmi og snæddur hádegisverður í Ráðhúsinu í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Haldið verður einnig Konunglega tækniháskólann og í Kvikmyndahúsið svokallaða sem hefur átt sterk tengsl við Íslendinga í gegnum tíðina. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku til heiðurs sænsku konungshjónunum þar sem íslenska kokkalandsliðið mun reiða fram veitingar. „Á lokadegi þessarar ríkisheimsóknar, sem er fimmtudagurinn 8. maí, skoðar forseti ásamt fylgdarliði Torsåker bæinn þar sem rekin er þróunarstöð fyrir matvæli framtíðar með áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og lýðheilsu. Þaðan heldur hópurinn í Rosersberg-höll þar sem konungshjónin kveðja gestina og heimsókninni lýkur,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Nánar má lesa um heimsóknina á vefsíðu embættis forseta Íslands.
Utanríkismál Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Íslendingar erlendis Kóngafólk Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira