Fótbolti

Svein­dís fékk lang­þráð tæki­færi í byrjunar­liðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Wolfsburg í dag.
Sveindís Jane Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Wolfsburg í dag. getty/Gabor Baumgarten

Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem rúllaði yfir Potsdam, 0-4, í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Þetta var fyrsti leikur Sveindísar í byrjunarliði Wolfsburg í deildinni síðan 8. mars. Hún var síðast í byrjunarliðinu hjá Wolfsburg þegar liðið tapaði fyrir Barcelona, 6-1, í Meistaradeild Evrópu 27. mars.

Sveindís lék allan leikinn fyrir Wolfsburg sem var mun sterkari aðilinn í dag. Vivien Endemann, Justine Kielland, Lena Lattwein og Lynn Wilms skoruðu mörk gestanna.

Wolfsburg er í 2. sæti deildarinnar með 48 stig, fimm stigum á eftir meisturum Bayern München og fjórum stigum á undan Eintracht Frankfurt sem er í 3. sætinu.

Sveindís hefur komið við sögu í átján deildarleikjum með Wolfsburg á tímabilinu og skoraði eitt mark. Hún hefur þó aðeins fjórum sinnum verið í byrjunarliðinu og miklar vangaveltur eru um framtíð hennar hjá Wolfsburg. Samningur hennar við félagið rennur út í sumar.


Tengdar fréttir

Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen

Bayer Leverkusen vann 1-0 sigur á RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði eina mark leiksins upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×