Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 14:02 Starfshópnum var falið að rýna í lagaumgjörð hvalveiða á Íslandi. Vísir/Egill Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum. Starfshópurinn var skipaður af þáverandi starfandi matvælaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, í febrúar í fyrra. Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, var skipaður formaður starfshópsins en honum var falið að rýna lagaumgjörð hvalveiða, þar með talið alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Í tilkynningu um starfshópinn í febrúar í fyrra kom fram að starfshópurinn ætti að skila skýrslu þar sem fram kæmi valkostagreining um mögulegar leiðir til úrbóta og stefnumótunar. „Valkostir skulu bæði taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við veiðum til framtíðar. Skýrslunni er ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar,“ segir í tilkynningunni. Starfshópinn skipa, auk Þorgeirs, Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindarétti við Háskóla Íslands, Árni Kolbeinsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, Dr. Snjólaug Árnadóttir, forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík og dósent og Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands og dósent í stjórnsýslurétti. Ekki fleiri sótt um leyfi Í desember voru gefin í tvö leyfi til hvalveiða. Hvalur hf. fékk leyfi til hvalveiða og Tjaldtangi hf. fékk leyfi til að veiða hrefnu. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann myndi ekki veiða langreyði í sumar en Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldanga hf., sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að hann myndi hefja hrefnuveiðar í sumar. Hann stefnir á að selja kjötið á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa ekki fleiri sótt um leyfi. Fjórir sóttu um leyfi fyrir áramót en tveir umsækjenda uppfylltu ekki skilyrði fyrir leyfisveitingu til hrefnuveiða. Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34 Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. 8. apríl 2025 19:33 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður af þáverandi starfandi matvælaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, í febrúar í fyrra. Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, var skipaður formaður starfshópsins en honum var falið að rýna lagaumgjörð hvalveiða, þar með talið alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Í tilkynningu um starfshópinn í febrúar í fyrra kom fram að starfshópurinn ætti að skila skýrslu þar sem fram kæmi valkostagreining um mögulegar leiðir til úrbóta og stefnumótunar. „Valkostir skulu bæði taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við veiðum til framtíðar. Skýrslunni er ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar,“ segir í tilkynningunni. Starfshópinn skipa, auk Þorgeirs, Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindarétti við Háskóla Íslands, Árni Kolbeinsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, Dr. Snjólaug Árnadóttir, forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík og dósent og Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands og dósent í stjórnsýslurétti. Ekki fleiri sótt um leyfi Í desember voru gefin í tvö leyfi til hvalveiða. Hvalur hf. fékk leyfi til hvalveiða og Tjaldtangi hf. fékk leyfi til að veiða hrefnu. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann myndi ekki veiða langreyði í sumar en Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldanga hf., sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að hann myndi hefja hrefnuveiðar í sumar. Hann stefnir á að selja kjötið á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa ekki fleiri sótt um leyfi. Fjórir sóttu um leyfi fyrir áramót en tveir umsækjenda uppfylltu ekki skilyrði fyrir leyfisveitingu til hrefnuveiða.
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34 Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. 8. apríl 2025 19:33 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34
Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. 8. apríl 2025 19:33