Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 12:02 Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubílstjóra. Vísir/Friðrik Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. Framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar City Taxi sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær óttast að leigubílastöðvar hefðu ekki nægar upplýsingar um leigubílastjóra á sínum snærum. Þá hafa fréttir borist af því að konur óski í auknum mæli eftir leigubílum með kvenkyns leigubílstjórum. Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir það áhyggjuefni að almenningur treysti ekki leigubílstjórum. Reynslulausir ökumenn á götunum „Það á náttúrulega ekki að mismuna bílstjórum eftir kyni frekar en þjóðerni. Það eiga bara allir að uppfylla jafnt skilyrði þess að vera treystandi fyrir leiguakstri og það kemur náttúrulega í ljós með því að bílstjórar eru látnir stunda leiguakstur í starfsnámi áður en þeir fara að reka eigin leigubíl og á þeim tíma sem þeir eru að keyra í afleysingum hjá öðrum og eru undir tilsjón annarra er hægt að sjá hvernig þeim gengur og hvort það heyrist eitthvað misjafnt af þeim, hvort þeir misbjóði farþegum eða sinni vinnunni ekki vel og þá bara halda þeir ekkert áfram.“ Ekki sé lengur skylda að taka starfsnámið og því keyri reynslulausir ökumenn leigubílum. Daníel segir umtalaðar breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn enn draga dilk á eftir sér. Hann segir að verið sé að bæta eftirlit á Norðurlöndum með leigubílaakstri, til dæmis standi til að taka í notkun litaðar númeraplötur í Finnlandi sem muni auðvelda eftirlit í framkvæmd. Daníel segir ýmislegt til ráða til að sporna gegn þessari þróun hér á landi. „Það er til ráða að hafa eftirlit með úthlutun, hún getur ekki gengið upp endalaust, að dæla út leyfum og enginn getur lifað á því. Þetta er eins og gullæðið forðum. Það lifir enginn á þessu, og þá verða fyrir rest mjög léleg þjónusta og stöðvarnar gefast líka upp því þær halda ekki rekstri.“ Mikil fækkun kvenkyns leigubílstjóra Hann segir að eftir breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn hafi orðið mikil fækkun á kvenkyns leigubílstjórum, þær séu nú einungis átta prósent félagsmanna. „Helmingur farþeganna eru konur og ef það eiga bara konur að keyra þær þá þarf að fjölga kvenkyns bílstjórum en það gengur ekki upp, það eiga allir að uppfylla skilyrðin til þess að þjóna öllum.“ Leigubílar Samgöngur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar City Taxi sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær óttast að leigubílastöðvar hefðu ekki nægar upplýsingar um leigubílastjóra á sínum snærum. Þá hafa fréttir borist af því að konur óski í auknum mæli eftir leigubílum með kvenkyns leigubílstjórum. Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir það áhyggjuefni að almenningur treysti ekki leigubílstjórum. Reynslulausir ökumenn á götunum „Það á náttúrulega ekki að mismuna bílstjórum eftir kyni frekar en þjóðerni. Það eiga bara allir að uppfylla jafnt skilyrði þess að vera treystandi fyrir leiguakstri og það kemur náttúrulega í ljós með því að bílstjórar eru látnir stunda leiguakstur í starfsnámi áður en þeir fara að reka eigin leigubíl og á þeim tíma sem þeir eru að keyra í afleysingum hjá öðrum og eru undir tilsjón annarra er hægt að sjá hvernig þeim gengur og hvort það heyrist eitthvað misjafnt af þeim, hvort þeir misbjóði farþegum eða sinni vinnunni ekki vel og þá bara halda þeir ekkert áfram.“ Ekki sé lengur skylda að taka starfsnámið og því keyri reynslulausir ökumenn leigubílum. Daníel segir umtalaðar breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn enn draga dilk á eftir sér. Hann segir að verið sé að bæta eftirlit á Norðurlöndum með leigubílaakstri, til dæmis standi til að taka í notkun litaðar númeraplötur í Finnlandi sem muni auðvelda eftirlit í framkvæmd. Daníel segir ýmislegt til ráða til að sporna gegn þessari þróun hér á landi. „Það er til ráða að hafa eftirlit með úthlutun, hún getur ekki gengið upp endalaust, að dæla út leyfum og enginn getur lifað á því. Þetta er eins og gullæðið forðum. Það lifir enginn á þessu, og þá verða fyrir rest mjög léleg þjónusta og stöðvarnar gefast líka upp því þær halda ekki rekstri.“ Mikil fækkun kvenkyns leigubílstjóra Hann segir að eftir breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn hafi orðið mikil fækkun á kvenkyns leigubílstjórum, þær séu nú einungis átta prósent félagsmanna. „Helmingur farþeganna eru konur og ef það eiga bara konur að keyra þær þá þarf að fjölga kvenkyns bílstjórum en það gengur ekki upp, það eiga allir að uppfylla skilyrðin til þess að þjóna öllum.“
Leigubílar Samgöngur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira