Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 12:02 Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubílstjóra. Vísir/Friðrik Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. Framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar City Taxi sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær óttast að leigubílastöðvar hefðu ekki nægar upplýsingar um leigubílastjóra á sínum snærum. Þá hafa fréttir borist af því að konur óski í auknum mæli eftir leigubílum með kvenkyns leigubílstjórum. Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir það áhyggjuefni að almenningur treysti ekki leigubílstjórum. Reynslulausir ökumenn á götunum „Það á náttúrulega ekki að mismuna bílstjórum eftir kyni frekar en þjóðerni. Það eiga bara allir að uppfylla jafnt skilyrði þess að vera treystandi fyrir leiguakstri og það kemur náttúrulega í ljós með því að bílstjórar eru látnir stunda leiguakstur í starfsnámi áður en þeir fara að reka eigin leigubíl og á þeim tíma sem þeir eru að keyra í afleysingum hjá öðrum og eru undir tilsjón annarra er hægt að sjá hvernig þeim gengur og hvort það heyrist eitthvað misjafnt af þeim, hvort þeir misbjóði farþegum eða sinni vinnunni ekki vel og þá bara halda þeir ekkert áfram.“ Ekki sé lengur skylda að taka starfsnámið og því keyri reynslulausir ökumenn leigubílum. Daníel segir umtalaðar breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn enn draga dilk á eftir sér. Hann segir að verið sé að bæta eftirlit á Norðurlöndum með leigubílaakstri, til dæmis standi til að taka í notkun litaðar númeraplötur í Finnlandi sem muni auðvelda eftirlit í framkvæmd. Daníel segir ýmislegt til ráða til að sporna gegn þessari þróun hér á landi. „Það er til ráða að hafa eftirlit með úthlutun, hún getur ekki gengið upp endalaust, að dæla út leyfum og enginn getur lifað á því. Þetta er eins og gullæðið forðum. Það lifir enginn á þessu, og þá verða fyrir rest mjög léleg þjónusta og stöðvarnar gefast líka upp því þær halda ekki rekstri.“ Mikil fækkun kvenkyns leigubílstjóra Hann segir að eftir breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn hafi orðið mikil fækkun á kvenkyns leigubílstjórum, þær séu nú einungis átta prósent félagsmanna. „Helmingur farþeganna eru konur og ef það eiga bara konur að keyra þær þá þarf að fjölga kvenkyns bílstjórum en það gengur ekki upp, það eiga allir að uppfylla skilyrðin til þess að þjóna öllum.“ Leigubílar Samgöngur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar City Taxi sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær óttast að leigubílastöðvar hefðu ekki nægar upplýsingar um leigubílastjóra á sínum snærum. Þá hafa fréttir borist af því að konur óski í auknum mæli eftir leigubílum með kvenkyns leigubílstjórum. Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir það áhyggjuefni að almenningur treysti ekki leigubílstjórum. Reynslulausir ökumenn á götunum „Það á náttúrulega ekki að mismuna bílstjórum eftir kyni frekar en þjóðerni. Það eiga bara allir að uppfylla jafnt skilyrði þess að vera treystandi fyrir leiguakstri og það kemur náttúrulega í ljós með því að bílstjórar eru látnir stunda leiguakstur í starfsnámi áður en þeir fara að reka eigin leigubíl og á þeim tíma sem þeir eru að keyra í afleysingum hjá öðrum og eru undir tilsjón annarra er hægt að sjá hvernig þeim gengur og hvort það heyrist eitthvað misjafnt af þeim, hvort þeir misbjóði farþegum eða sinni vinnunni ekki vel og þá bara halda þeir ekkert áfram.“ Ekki sé lengur skylda að taka starfsnámið og því keyri reynslulausir ökumenn leigubílum. Daníel segir umtalaðar breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn enn draga dilk á eftir sér. Hann segir að verið sé að bæta eftirlit á Norðurlöndum með leigubílaakstri, til dæmis standi til að taka í notkun litaðar númeraplötur í Finnlandi sem muni auðvelda eftirlit í framkvæmd. Daníel segir ýmislegt til ráða til að sporna gegn þessari þróun hér á landi. „Það er til ráða að hafa eftirlit með úthlutun, hún getur ekki gengið upp endalaust, að dæla út leyfum og enginn getur lifað á því. Þetta er eins og gullæðið forðum. Það lifir enginn á þessu, og þá verða fyrir rest mjög léleg þjónusta og stöðvarnar gefast líka upp því þær halda ekki rekstri.“ Mikil fækkun kvenkyns leigubílstjóra Hann segir að eftir breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn hafi orðið mikil fækkun á kvenkyns leigubílstjórum, þær séu nú einungis átta prósent félagsmanna. „Helmingur farþeganna eru konur og ef það eiga bara konur að keyra þær þá þarf að fjölga kvenkyns bílstjórum en það gengur ekki upp, það eiga allir að uppfylla skilyrðin til þess að þjóna öllum.“
Leigubílar Samgöngur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira