Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. apríl 2025 16:28 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í borginni. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar. Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað betur megi fara í rekstri borgarinnar. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Þegar þetta er ritað hafa 193 tillögur borist í gáttina og kennir þar ýmissa grasa. Bjóða út sorphirðu og selja bílastæðahús Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn. Tillögur hennar eru ellefu og eru þær eftirfarandi: Einfalda miðlæga stjórnsýslu og leggja niður mannréttindaskrifstofu (ríkið hefur tekið við þessu verkefni. Leggja af tvö pólitísk ráð þ.e. stafræna ráðið og mannréttindaráð. Verkefni beggja ráða má finna annan stað innan fagráða borgarinnar. Stofna B-hlutafélag utan um eignir borgarinnar Selja þær fasteignir sem borgin þarf ekki að eiga, dæmi Iðnó, húsnæði Tjarnargötu. Úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús Bjóða út alla sorphirðu borgarinnar Selja malbikunarstöðina Höfða eða selja hluti inn til nágrannasveitarfélaga Endurskoða eignarhald á dótturfyrirtækjum Orkuveitunnar m.t.t. samkeppnissjónarmiða annars vegar og innviða uppbyggingar hinsvegar. Endurskoða algjörlega strúktúr fagsviða m.t.t. millistjórnenda, fagábyrgða og fjármála ábyrgðar. Setja má sér markmið að fækka millistjórnendum um 10%. Endurskoða rekstur safna og menningarhús m.t.t. mögulegra PPP verkefna eða samrekstur við aðrar menningarhús og söfn. Endurhanna allt innkaupaferli borgarinnar. Borga 30 þúsund fyrir ljósaperuskipti Ein tillagan er frá aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjóra í miðbænum. Hún segir að mikill sparnaður myndi hljótast af því að hafa húsvarðateymi sem gæti sinnt störfum á leikskólum eins og að pússa og mála guggakistu og önnur slík verkefni. „Að kalla til verktaka í hvert skipti sem rukkar þrjátíu þúsund krónur fyrir að skipta um eina ljósaperu er út í hött,“ segir hún, og af því má ráða að slíkt hafi verið venjan hjá Reykjavíkurborg, að minnsta kosti í leikskóla hennar. Fækka borgarfulltrúum og lækka laun Í annarri tillögu er lagt til að borgarfulltrúum verði fækkað aftur í 15 manns, og að laun borgarstjóra verði lækkuð niður í 1,5 milljón á mánuði. Fjölmargar tillögur hafa eitthvað með borgarlínuna að gera, ýmist er lagt til að hætt verði við hana eða framkvæmdum seinkað. „Legg til að hætt verði við borgarlínu,“ segir ein. „Hætta alfarið við BORGARLÍNUNA og þessa fáralegu brú sem sómar sig vel á suðlægum stöðum EKKI á ISLANDI enda eru íslendingar bílaþjóð og mun alltaf verða.....“ segir í annarri tillögu. „Þegar gögn um væntanlega Borgarlínu eru skoðuð virðist áberandi lítið fjallað um kosti, galla og mögulegar úrbætur á núvarandi þjónustu strætó. Það er mjög lítið fjallað um til hvaða ráða á að grípa til að notkun á strætó verði raunverulegur valkostur,“ segir þriðja tillagan um borgarlínuna. Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Sjá meira
Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað betur megi fara í rekstri borgarinnar. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Þegar þetta er ritað hafa 193 tillögur borist í gáttina og kennir þar ýmissa grasa. Bjóða út sorphirðu og selja bílastæðahús Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn. Tillögur hennar eru ellefu og eru þær eftirfarandi: Einfalda miðlæga stjórnsýslu og leggja niður mannréttindaskrifstofu (ríkið hefur tekið við þessu verkefni. Leggja af tvö pólitísk ráð þ.e. stafræna ráðið og mannréttindaráð. Verkefni beggja ráða má finna annan stað innan fagráða borgarinnar. Stofna B-hlutafélag utan um eignir borgarinnar Selja þær fasteignir sem borgin þarf ekki að eiga, dæmi Iðnó, húsnæði Tjarnargötu. Úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús Bjóða út alla sorphirðu borgarinnar Selja malbikunarstöðina Höfða eða selja hluti inn til nágrannasveitarfélaga Endurskoða eignarhald á dótturfyrirtækjum Orkuveitunnar m.t.t. samkeppnissjónarmiða annars vegar og innviða uppbyggingar hinsvegar. Endurskoða algjörlega strúktúr fagsviða m.t.t. millistjórnenda, fagábyrgða og fjármála ábyrgðar. Setja má sér markmið að fækka millistjórnendum um 10%. Endurskoða rekstur safna og menningarhús m.t.t. mögulegra PPP verkefna eða samrekstur við aðrar menningarhús og söfn. Endurhanna allt innkaupaferli borgarinnar. Borga 30 þúsund fyrir ljósaperuskipti Ein tillagan er frá aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjóra í miðbænum. Hún segir að mikill sparnaður myndi hljótast af því að hafa húsvarðateymi sem gæti sinnt störfum á leikskólum eins og að pússa og mála guggakistu og önnur slík verkefni. „Að kalla til verktaka í hvert skipti sem rukkar þrjátíu þúsund krónur fyrir að skipta um eina ljósaperu er út í hött,“ segir hún, og af því má ráða að slíkt hafi verið venjan hjá Reykjavíkurborg, að minnsta kosti í leikskóla hennar. Fækka borgarfulltrúum og lækka laun Í annarri tillögu er lagt til að borgarfulltrúum verði fækkað aftur í 15 manns, og að laun borgarstjóra verði lækkuð niður í 1,5 milljón á mánuði. Fjölmargar tillögur hafa eitthvað með borgarlínuna að gera, ýmist er lagt til að hætt verði við hana eða framkvæmdum seinkað. „Legg til að hætt verði við borgarlínu,“ segir ein. „Hætta alfarið við BORGARLÍNUNA og þessa fáralegu brú sem sómar sig vel á suðlægum stöðum EKKI á ISLANDI enda eru íslendingar bílaþjóð og mun alltaf verða.....“ segir í annarri tillögu. „Þegar gögn um væntanlega Borgarlínu eru skoðuð virðist áberandi lítið fjallað um kosti, galla og mögulegar úrbætur á núvarandi þjónustu strætó. Það er mjög lítið fjallað um til hvaða ráða á að grípa til að notkun á strætó verði raunverulegur valkostur,“ segir þriðja tillagan um borgarlínuna.
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Sjá meira