Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. apríl 2025 21:45 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Einar Tæknifyrirtækið Meta hyggst nota opinbert efni notenda sinna á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram til að þjálfa gervigreind. Forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til að hafa varann á hvað það birti á samfélagsmiðlum. Hún ætlar sjálf að afþakka að efnið hennar verði notað en fólk þurfa taka sjálfstæða ákvörðun. Fyrir nokkrum dögum var greint frá að í lok maí 2025 mun Meta nýta færslur, myndir og athugasemdir notenda Facebook og Instagram í Evrópu til að þjálfa gervigreind. Áætlað var að hefja þjálfunina árið 2024 en þeirri ákvörðun var frestað eftir athugasemdir írsku persónuverndarstofnunarinnar við lagagrundvöll og skort á gagnsæi. „Við vissum alltaf að samfélagsmiðlar væru að nota gögnin okkar að einhverju leiti. Nú er það orðið svart á hvítu að þetta er það sem þeir ætla að gera, að nota gögn sem að fólk hefur sent frá sér áður og það sem mun koma,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, í Reykjavík síðdegis. „Sem að við höfum bent á að persónuverndarlöggjöfin er bjargvættur í þessu öllu saman að því leitinu til að núna fáum við að segja af eða á hvort okkur sé alveg sama um þessi not.“ Að sögn Helgu er vandamálið hins vegar skortur á upplýsingum um hvað verði nýtt í þjálfun gervigreindar og hvað ekki. Um sé að ræða valdamestu fyrirtæki heims sem eiga tól sem milljónir manna nota án endurgjalds og því þurfi að hafa varann á. Almenningur sem nýtir sér ókeypis miðla sé í sjálfu sér að taka áhættu og ættu ekki að ræða þar viðkvæm mál, jafnvel í lokuðum spjallhópum. „Hvar stoppar fyrirtækið sem hefur í rauninni tækifærið til að nýta helling þarna inni? Við vitum það ekki og þess vegna höfum við sagt við fólk, farið þið varlega.“ Viti ekki hver áhrifin verða Helga segir einnig að fólk viti ekki alveg í dag hver áhrif þess að mata gervigreind af samfélagsmiðlum almennings verði. „Fyrirtæki hafa stundum nýtt þessar upplýsingar í að stoppa okkur af í einhverju sem við viljum fá. Upplýsingar hafa verið nýttar gegn fólki, til að fá atvinnu, að fá að komast í háskóla og allt sem við höfum talið upp í gegnum árin,“ segir hún. Helga segist hafa heyrt um atvik þar sem leitað er að einstaklingum á netinu sem sækja um starf eða háskólanám til að meta hvers konar persóna viðkomandi er. „Þess vegna er fínt að hafa valið. Viltu að stórfyrirtæki sé að nota allar myndirnar, jafnvel af nýja barnabarninu eða fermingunni eða þessu og hinu, til að þjálfa rosalega flott gervigreindartól? Það er kannski falleg hugsun að leyfa það og hinir sem eru varkárir hafa val um að segja nei takk,“ segir Helga. Hún segist sjálf muna afþakka að efnið á hennar eigin samfélagsmiðlum verði nýtt í þjálfun gervigreindar en jafnframt að hver og einn einstaklingur ætti að taka sjálfur ákvörðun um hvort þeir afþakki notkunina eða ekki. Meta Gervigreind Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var greint frá að í lok maí 2025 mun Meta nýta færslur, myndir og athugasemdir notenda Facebook og Instagram í Evrópu til að þjálfa gervigreind. Áætlað var að hefja þjálfunina árið 2024 en þeirri ákvörðun var frestað eftir athugasemdir írsku persónuverndarstofnunarinnar við lagagrundvöll og skort á gagnsæi. „Við vissum alltaf að samfélagsmiðlar væru að nota gögnin okkar að einhverju leiti. Nú er það orðið svart á hvítu að þetta er það sem þeir ætla að gera, að nota gögn sem að fólk hefur sent frá sér áður og það sem mun koma,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, í Reykjavík síðdegis. „Sem að við höfum bent á að persónuverndarlöggjöfin er bjargvættur í þessu öllu saman að því leitinu til að núna fáum við að segja af eða á hvort okkur sé alveg sama um þessi not.“ Að sögn Helgu er vandamálið hins vegar skortur á upplýsingum um hvað verði nýtt í þjálfun gervigreindar og hvað ekki. Um sé að ræða valdamestu fyrirtæki heims sem eiga tól sem milljónir manna nota án endurgjalds og því þurfi að hafa varann á. Almenningur sem nýtir sér ókeypis miðla sé í sjálfu sér að taka áhættu og ættu ekki að ræða þar viðkvæm mál, jafnvel í lokuðum spjallhópum. „Hvar stoppar fyrirtækið sem hefur í rauninni tækifærið til að nýta helling þarna inni? Við vitum það ekki og þess vegna höfum við sagt við fólk, farið þið varlega.“ Viti ekki hver áhrifin verða Helga segir einnig að fólk viti ekki alveg í dag hver áhrif þess að mata gervigreind af samfélagsmiðlum almennings verði. „Fyrirtæki hafa stundum nýtt þessar upplýsingar í að stoppa okkur af í einhverju sem við viljum fá. Upplýsingar hafa verið nýttar gegn fólki, til að fá atvinnu, að fá að komast í háskóla og allt sem við höfum talið upp í gegnum árin,“ segir hún. Helga segist hafa heyrt um atvik þar sem leitað er að einstaklingum á netinu sem sækja um starf eða háskólanám til að meta hvers konar persóna viðkomandi er. „Þess vegna er fínt að hafa valið. Viltu að stórfyrirtæki sé að nota allar myndirnar, jafnvel af nýja barnabarninu eða fermingunni eða þessu og hinu, til að þjálfa rosalega flott gervigreindartól? Það er kannski falleg hugsun að leyfa það og hinir sem eru varkárir hafa val um að segja nei takk,“ segir Helga. Hún segist sjálf muna afþakka að efnið á hennar eigin samfélagsmiðlum verði nýtt í þjálfun gervigreindar en jafnframt að hver og einn einstaklingur ætti að taka sjálfur ákvörðun um hvort þeir afþakki notkunina eða ekki.
Meta Gervigreind Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Sjá meira