María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 14:54 María Ólafsdóttir Grós skoraði mikilvægt mark i sænsku úrvalsdeildinni í dag. @fortunavrouwen Íslensku knattspyrnukonurnar María Ólafsdóttir Grós og Ingibjörg Sigurðardóttir voru báðar á skotskónum í leikjum liðanna sinna í dag. María Ólafsdóttir Grós skoraði sigurmarkið þegar Linköping vann 1-0 útisigur á Alingsås. Þetta var fyrsti deildarsigur liðsins á tímabilinu og hann kom í fimmtu umferð. María kom Linköping í 1-0 á 23. mínútu leiksins og það reyndist vera eina mark leiksins. María hafði lagt upp mark Linköping í leiknum á undan en skoraði nú sitt fyrsta mark á tímabilinu. Ingibjörg Sigurðardóttir kom Bröndby í 1-0 á móti AGF frá Árósum sem sat í neðsta sæti efri hlutans. AGF náði að koma til baka og tryggja sér 2-1 sigur. Bröndby hefur þar með spilað fimm síðustu leiki sína án þess að ná að fagna sigri og hafa fyrir vikið nánast yfirgefið titilbaráttunni þar sem Fortuna Hjörring er að stinga af. Inbjörg kom Bröndby í 1-0 strax á sextándu mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Allt gekk hins vegar á afturfótunum í seinni hálfleiknum. AGF náði hins vegar að jafna metin eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik. Markið skoraði Laura Högh Faurskov og hún kom síðan sínu liði yfir tuttugu mínútum fyrir leikslok. Það var sigurmarkið í leiknum. Ingibjörg og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu hjá Bröndby í dag. Bryndis Arna Níelsdóttir var í byrjunarliði Växjö og spilaði í 66 mínútur í 2-2 jafntefli á móti Vittsjö. Växjö var 2-1 yfir þegar Bryndís var tekin af velli. Maja Bodin og Sophia Redenstrand skoruðu mörk liðsins. Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir sat á bekknum þegar Häcken vann 4-0 útisigur á Norrköping. Monica Jusu Bah skoraði tvö mörk en þriðja markið var sjálfsmark. Paulina Nyström kom Häcken síðan fjórum mörkum yfir undir lokin. Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira
María Ólafsdóttir Grós skoraði sigurmarkið þegar Linköping vann 1-0 útisigur á Alingsås. Þetta var fyrsti deildarsigur liðsins á tímabilinu og hann kom í fimmtu umferð. María kom Linköping í 1-0 á 23. mínútu leiksins og það reyndist vera eina mark leiksins. María hafði lagt upp mark Linköping í leiknum á undan en skoraði nú sitt fyrsta mark á tímabilinu. Ingibjörg Sigurðardóttir kom Bröndby í 1-0 á móti AGF frá Árósum sem sat í neðsta sæti efri hlutans. AGF náði að koma til baka og tryggja sér 2-1 sigur. Bröndby hefur þar með spilað fimm síðustu leiki sína án þess að ná að fagna sigri og hafa fyrir vikið nánast yfirgefið titilbaráttunni þar sem Fortuna Hjörring er að stinga af. Inbjörg kom Bröndby í 1-0 strax á sextándu mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Allt gekk hins vegar á afturfótunum í seinni hálfleiknum. AGF náði hins vegar að jafna metin eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik. Markið skoraði Laura Högh Faurskov og hún kom síðan sínu liði yfir tuttugu mínútum fyrir leikslok. Það var sigurmarkið í leiknum. Ingibjörg og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu hjá Bröndby í dag. Bryndis Arna Níelsdóttir var í byrjunarliði Växjö og spilaði í 66 mínútur í 2-2 jafntefli á móti Vittsjö. Växjö var 2-1 yfir þegar Bryndís var tekin af velli. Maja Bodin og Sophia Redenstrand skoruðu mörk liðsins. Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir sat á bekknum þegar Häcken vann 4-0 útisigur á Norrköping. Monica Jusu Bah skoraði tvö mörk en þriðja markið var sjálfsmark. Paulina Nyström kom Häcken síðan fjórum mörkum yfir undir lokin.
Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira