Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2025 14:54 Gunnar Hólmsteinn segir mikilvægt að vanlíðan ungmenna sé rædd til hlýtar. Vísir Vanlíðan ungmenna í íslensku samfélagi er áhyggjuefni. Þetta segir skipuleggjandi málstofu um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks sem fram fer í dag. Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum stendur í dag fyrir málstofu í fundarsal KÍ í Borgartúni um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks með tilliti til ofbeldis og frávika. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson einn skipuleggjenda segir fregnir af auknum ofbeldisbrotum og vanlíðan meðal ungmenna vera tilefni málstofunnar. „Þetta er málþing um bara eiginlega hvert samfélagið er að stefna, getum við sagt. Við hjá Félagi félagsfræðikennara í framhaldsskólum vildi ég segja, okkur liggur á hjarta hvernig samfélagið er að þróast og hvernig það er að stefna.“ Fjórir sérfræðingar munu ræða mál ungmenna á málstofunni, tveir úr háskólasamfélagi og tveir fulltrúar frá Ríkislögreglustjóra. Það eru þau Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, Margrét Valdimarsdóttir félags- og afbrotafræðingur, María Rún Bjarnadóttir yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra og Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. „Það skiptir mjög miklu máli hvernig ungu fólki líður og það er margt sem bendir til þess að sú staða sé ekki alveg eins og við viljum hafa hana og það er mjög slæmt ef ungt fólk hneygist í rangar áttir ef maður getur sagt sem svo og okkur langaði til að fá færa sérfræðinga til að rýna þessa stöðu með okkur.“ Mikilvægt sé að staða ungmenna sé skoðuð til hlýtar. „Við megum aldrei láta unga fólkið vera afskipt og það skiptir máli hvernig því líður, eins og ég segi, þetta fólk er á leiðinni út í lífið að fara að mynda fjölskyldur, velja sér ævistörf og hvaðeina, þannig að almenn líðan ungs fólks er gríðarlega mikilvægt atriði fyrir samfélagið í heild sinni, ég held við getum öll verið sammála um það. Það er einmitt þess vegna sem við vildum rýna þessa stöðu og fá þessa sérfræðinga í dag.“ 10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“. Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum stendur í dag fyrir málstofu í fundarsal KÍ í Borgartúni um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks með tilliti til ofbeldis og frávika. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson einn skipuleggjenda segir fregnir af auknum ofbeldisbrotum og vanlíðan meðal ungmenna vera tilefni málstofunnar. „Þetta er málþing um bara eiginlega hvert samfélagið er að stefna, getum við sagt. Við hjá Félagi félagsfræðikennara í framhaldsskólum vildi ég segja, okkur liggur á hjarta hvernig samfélagið er að þróast og hvernig það er að stefna.“ Fjórir sérfræðingar munu ræða mál ungmenna á málstofunni, tveir úr háskólasamfélagi og tveir fulltrúar frá Ríkislögreglustjóra. Það eru þau Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, Margrét Valdimarsdóttir félags- og afbrotafræðingur, María Rún Bjarnadóttir yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra og Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. „Það skiptir mjög miklu máli hvernig ungu fólki líður og það er margt sem bendir til þess að sú staða sé ekki alveg eins og við viljum hafa hana og það er mjög slæmt ef ungt fólk hneygist í rangar áttir ef maður getur sagt sem svo og okkur langaði til að fá færa sérfræðinga til að rýna þessa stöðu með okkur.“ Mikilvægt sé að staða ungmenna sé skoðuð til hlýtar. „Við megum aldrei láta unga fólkið vera afskipt og það skiptir máli hvernig því líður, eins og ég segi, þetta fólk er á leiðinni út í lífið að fara að mynda fjölskyldur, velja sér ævistörf og hvaðeina, þannig að almenn líðan ungs fólks er gríðarlega mikilvægt atriði fyrir samfélagið í heild sinni, ég held við getum öll verið sammála um það. Það er einmitt þess vegna sem við vildum rýna þessa stöðu og fá þessa sérfræðinga í dag.“ 10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“.
10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“.
Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira