Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2025 12:03 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Einar Vinnumálastofnun hefur sagt upp samningi við þrjú stór sveitarfélög um þjónustu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Forstjóri segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. Starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir óvissu fylgja ákvörðuninni. Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa undanfarin ár þjónustað umsækjendur um alþjóðlega vernd að hluta á móti Vinnumálastofnun. Um er að ræða fólk sem kemur hingað til lands og óskar eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk. Í vikunni tilkynnti stofnunin sveitarfélögunum þremur formlega um uppsögn samningsins. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. „Það er bara verið að breyta þjónustunni. Það hefur fækkað gríðarlega í þessum hópi. Þannig við erum að hagræða og búa til frekar minni stöðvar sem við rekum sjálf með okkar fólki. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við sveitarfélögin og þau hafa staðið sig afburðavel en við erum sjálf núna komin með mikla reynslu af því að þjónusta þetta fólk og teljum bara að þetta sé hagstæðast fyrir alla, sérstaklega fjárhagslega.“ Unnur segir að fækkun umsækjenda sé gríðarleg. Margir hafi fengið synjun og séu því farnir af landi. „Og svo eru miklu miklu færri sem sækja um, þannig fækkunin er gríðarleg og þá er eðlilegt að staldra við og finna út hvernig er best að haga málum og hugsa málin upp á nýtt, sérstaklega með tilliti til fjárútláta og þjónustu, við getum veitt miklu betri þjónustu með því að vera með aðeins fleiri og stærri á einum stað.“ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Breytingunum fylgi óvissa Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóra Reykjanesbæjar segir að ákvörðuninni fylgi breytingar og ákveðin óvissa. Skoða þurfi áhrifin til hlýtar. „Við erum búin að vera með til fjölda ára samning upp á þjónustu við um sjötíu manns og það hefur bara gengið vonum framar og við höfum gert það sem í okkar valdi stendur til að reyna að tryggja það að fólk hér komist inn í samfélagið, komum börnum í leik- og grunnskólann og þjónustan gengið afskaplega vel þennan tíma sem við höfum verið með þennan samning í gildi. Þannig við vonum auðvitað bara að það muni ekki hafa áhrif á fjölskyldurnar sem í okkar sveitarfélagi delja.“ Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa undanfarin ár þjónustað umsækjendur um alþjóðlega vernd að hluta á móti Vinnumálastofnun. Um er að ræða fólk sem kemur hingað til lands og óskar eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk. Í vikunni tilkynnti stofnunin sveitarfélögunum þremur formlega um uppsögn samningsins. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. „Það er bara verið að breyta þjónustunni. Það hefur fækkað gríðarlega í þessum hópi. Þannig við erum að hagræða og búa til frekar minni stöðvar sem við rekum sjálf með okkar fólki. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við sveitarfélögin og þau hafa staðið sig afburðavel en við erum sjálf núna komin með mikla reynslu af því að þjónusta þetta fólk og teljum bara að þetta sé hagstæðast fyrir alla, sérstaklega fjárhagslega.“ Unnur segir að fækkun umsækjenda sé gríðarleg. Margir hafi fengið synjun og séu því farnir af landi. „Og svo eru miklu miklu færri sem sækja um, þannig fækkunin er gríðarleg og þá er eðlilegt að staldra við og finna út hvernig er best að haga málum og hugsa málin upp á nýtt, sérstaklega með tilliti til fjárútláta og þjónustu, við getum veitt miklu betri þjónustu með því að vera með aðeins fleiri og stærri á einum stað.“ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Breytingunum fylgi óvissa Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóra Reykjanesbæjar segir að ákvörðuninni fylgi breytingar og ákveðin óvissa. Skoða þurfi áhrifin til hlýtar. „Við erum búin að vera með til fjölda ára samning upp á þjónustu við um sjötíu manns og það hefur bara gengið vonum framar og við höfum gert það sem í okkar valdi stendur til að reyna að tryggja það að fólk hér komist inn í samfélagið, komum börnum í leik- og grunnskólann og þjónustan gengið afskaplega vel þennan tíma sem við höfum verið með þennan samning í gildi. Þannig við vonum auðvitað bara að það muni ekki hafa áhrif á fjölskyldurnar sem í okkar sveitarfélagi delja.“
Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira