Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lovísa Arnardóttir skrifar 25. apríl 2025 10:08 Á myndinni eru styrkþegar ásamt aðstandendum Vildarbarna við úthlutunina. Aðsend Sautján börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 70 manns, var í gær, á fyrsta degi sumars, afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair. Afhendingin fór fram í Icelandair húsinu í Hafnarfirði. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum eða börnum sem búa við sérstakar aðstæður, og fjölskyldum þeirra, tækifæri til þess að fara í draumaferð til útlanda. Í hverjum styrk felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess. Allur kostnaður er greiddur – flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér. Líkt og við úthlutun styrkjanna undanfarin ár afhentu Sambíóin börnunum bíómiða. „Við erum mjög stolt af Vildarbarnasjóðnum og af því að hafa getað gert draumaferðir fjölda barna að veruleika. Sjóðurinn reiðir sig að miklu leyti á framlög frá viðskiptavinum og velunnurum og erum við afar þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem við höfum fengið frá upphafi. Það er ekki sjálfsagt að sjóður sem þessi starfi samfleytt í svo langan tíma en það er að þakka elju Peggy og Sigurðar Helgasonar, einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa lagt sjóðnum lið, auk stjórnar og starfsfólks sjóðsins sem hafa unnið frábært starf í gegnum árin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu. Ferðasjóður Vildarbarna var stofnaður árið 2003 með það að markmiði að styðja við langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Úthlutanir eru tvisvar á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag. Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir. Í tilkynningu kemur fram að sjóðurinn er fjármagnaður með stofnframlagi frá Icelandair auk framlaga frá viðskiptavinum Icelandair, fyrirtækjum og einstaklingum. Hjónin Peggy og Sigurðar Helgason hafa einnig setið í stjórn hans og veitt rausnarlegan stuðning. Peggy er iðjuþjálfi og Sigurður er fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Icelandair. Sjóðurinn er nú á sínu 22. starfsári og alls hafa yfir 800 fjölskyldur ferðast á vegum hans frá upphafi. Á myndinni eru styrkþegar ásamt aðstandendum Vildarbarna við úthlutunina. Icelandair Heilbrigðismál Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Sjá meira
Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum eða börnum sem búa við sérstakar aðstæður, og fjölskyldum þeirra, tækifæri til þess að fara í draumaferð til útlanda. Í hverjum styrk felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess. Allur kostnaður er greiddur – flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér. Líkt og við úthlutun styrkjanna undanfarin ár afhentu Sambíóin börnunum bíómiða. „Við erum mjög stolt af Vildarbarnasjóðnum og af því að hafa getað gert draumaferðir fjölda barna að veruleika. Sjóðurinn reiðir sig að miklu leyti á framlög frá viðskiptavinum og velunnurum og erum við afar þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem við höfum fengið frá upphafi. Það er ekki sjálfsagt að sjóður sem þessi starfi samfleytt í svo langan tíma en það er að þakka elju Peggy og Sigurðar Helgasonar, einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa lagt sjóðnum lið, auk stjórnar og starfsfólks sjóðsins sem hafa unnið frábært starf í gegnum árin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu. Ferðasjóður Vildarbarna var stofnaður árið 2003 með það að markmiði að styðja við langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Úthlutanir eru tvisvar á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag. Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir. Í tilkynningu kemur fram að sjóðurinn er fjármagnaður með stofnframlagi frá Icelandair auk framlaga frá viðskiptavinum Icelandair, fyrirtækjum og einstaklingum. Hjónin Peggy og Sigurðar Helgason hafa einnig setið í stjórn hans og veitt rausnarlegan stuðning. Peggy er iðjuþjálfi og Sigurður er fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Icelandair. Sjóðurinn er nú á sínu 22. starfsári og alls hafa yfir 800 fjölskyldur ferðast á vegum hans frá upphafi. Á myndinni eru styrkþegar ásamt aðstandendum Vildarbarna við úthlutunina.
Icelandair Heilbrigðismál Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Sjá meira